Þar sem ég hvíli mín lúnu bein

Einu sinni var maður sem aldrei gat farið neitt nema að hafa beinin sín með í poka. Maðurinn hét Hamar.

Hamar safnaði fallegum beinum af dýrum, fuglum, kindum, hestum, fiskum og bara öllum beinum sem hann rakst á þegar hann var á gangi úti í náttúrunni.

Hann átti nokkur uppáhaldsbein og hafði þau í litlum strigapoka. Pokann bar hann alltaf á öxlinni þegar hann fór út úr húsi.

Hann gekk oft um sandfjöruna og settist á stóran rekaviðardrumb sem var hálfur á kafi í þurrum sandinum. Þar opnaði hann pokann og tók beinin upp úr honum. Raðaði þeim snyrtilega í kringum sig og talaði við þau.
Eruð þið þreytt greyin að kúldrast svona í pokanum, sagði hann blíðum rómi.

Komið þið út og hvílið ykkur.

Sjáið þið bara æðarkolluna með alla ungana sína, mikið eru þeir fallegir litlu hnoðrarnir, hvar skildi nú pabbinn vera, hélt hann áfram og skimaði eftir blika á haffletinum.

Þennan stað kallaði hann í huganum; Staðurinn sem ég hvíli mín lúnu bein.
.

 getfile

.

Dag einn þegar hann kom í fjöruna sá hann að mannvera sat á rekaviðnum hans. Hún horfði niður fyrir sig og virtist vera að gráta. Hamar gekk að manneskjunni, ræskti sig og hvíslaði; er eitthvað að ?
Ég er búin að týna börnunum mínum sagði mannveran og leit upp. Hamar sá að þetta var ung stúlka; hún var með kolsvart hár og dökk augu sem voru á floti í tárum.

Börnunum þín sagði Hamar... ert þú ekki full ung til að eiga börn ? Ég bara kalla þau börnin mín en þau eru bara bein svaraði stúlkan og snökti.
Nú,  ertu að safna beinum eins og ég sagði Hamar... ég skal bara gefa þér mín bein bætti hann við og rétti henni pokann. Hún tók við honum.
Opnaðu pokann og skoðaðu þau sagði Hamar... stúlkan gerði það og tók andköf.... þau eru svo falleg.... ertu viss um að þú tímir að gefa mér þau... já, já ég á miklu fleiri heima svaraði Hamar og sá að stelpan var öll að hressast...  takk, nú er ég glöð sagði hún og brosti eins og sá brosir sem tekur gleði sína aftur.

Ég ætla að gefa þér eina gjöf líka sagði dökkhærða stúlkan við Hamar... hér er steinn, sagði hún og rétti honum flatan dökkgrænan stein... þetta er lukkusteinn og ef þú berð hann alltaf á þér verður þú hamingjusamur í lífinu... og þar að auki veitir hann þér eina ósk þegar þegar þú vilt...
.

pebble-beach-driftwood
 .

Framhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahhh ... svo þarna er komin skýringin á orðtakinu "að hvíla lúuin bein".

Hlakka til að lesa framhaldið, spái því að Hamar og stúlkan felli hugi saman.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: Brattur

Ekki er allt sem sýnist Grefill, say no more, say no more ... ég er nokkuð spenntur sjálfur að sjá hvernig þetta fer...

Brattur, 30.4.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband