Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Emil hugrakki

... ég er frekar fyrir svona aula- og fimmaurabrandara heldur en annað...

Man eftir einum gömlum sem sýnir að menn eiga aldrei að gefast upp, þrátt fyrir að við ofurefli sé að etja, ef á rétti eða eigum manna er troðið... já segi og skrifa troðið...

.

ant

 

.

Fíllinn hafði traðkað niður mauraþúfuna. Maurarnir urðu alveg brjálaðir og réðust á fílinn og hlupu upp um hann allan og reyndu að þjarma að honum.

Fíllinn hristi sig allan og skók svo maurarnir þeyttust í allar áttir... loks var bara einn eftir sem hékk á hálsinum á fílnum...

Þá öskruðu vinir hans á jörðu niðri : KYRKT'AN Emil - KYRKTU HANN....


Einstakur baukur - góður báðum megin

.

 Blár-Brattur

Já, Rommýmótið framundan og smíði verðlaunasparibauksins lokið, blóð, sviti og bros.
Einhver myndi segja að þessi baukur væri "Look-a-like" baukur og hugmyndinni stolið frá einhverjum öðrum.´

Dæmi nú hver fyrir sig.... og kíkið á síðu Sparisjóðsstjórans sjálfs... þetta er ekki eins... er það nokkuð?

Kjörorð bláu hliðarinnar er:

Ef þú ert blankur
þá taktu eftir mér
taktu handfylli af krónum
og skemmtu þér.
 

 

.

 

.

 

Bleikur-Brattur

 

 

Ef eigandi bauksins fær leið á
bláu hliðinni...Þá er þessi baukur
þannig gerður að með einu
handtaki er hægt að
breyta honumí bleikan... 

Þessi hlið hefur þetta kjörorð:

Ef þú ert súr og sár
og farið er allt þitt hár
Fáðu þá hjá mér aur
og hættu að láta eins og maur.

 

 

 

Og slagorðið hjá okkur er: 

"Sparisjóðurinn sér sýnir"


Með strengi í heilanum

... ég er búinn að komast að því að þegar ég fæ hausverk, þá er það alltaf í kjölfarið á heilabrotum hjá mér... ég hugsa stíft og heilinn brotnar tímabundið í margar parta... hugsunin verður óskýr... svo kemst ég að niðurstöðu og heilinn raðar sér aftur saman með miklu ískri..

... það eru mikil átök sem eiga sér stað þarna uppi í toppstykkinu... eftir á kemur stóri hausverkurinn... strengirnir eftir mikla hugsun...

... hvað segja hlustendur um þetta... kannist þið við svona strengi?

.

 thinker

.


Perlan og dagurinn

... hér er ljóð sem heitir Perlan og dagurinn.

Dagarnir færi manni ýmislegt... stundum eitthvað allt annað en maður reiknaði með... stundum gott, stundum ekki eins gott... stundum mjöööööög gott...Smile

... og þá er maður nú kátur og glaður...Smile

Allir eiga sinn uppáhaldsdag í lífinu... ég á minn...

 

Perlan og dagurinn.

Hve mjúkur þú varst
kæri vinur
og hugsaðir hlýlega
um mig.

Þú færðir mér
allt sem ég vildi
ég þakklátur
verð alltaf þér.

Hún dvelur hjá mér
alla daga
Perlan
sem fékk ég frá þér.

.

1169062531214_c3_01

.


Vikudagarnir

Sunnudagur...

Alltaf einhver ró sem fylgir þessum vikudegi... leiðir hugann að því hve ólíkir þeir bræður allir eru... vikudagarnir... og mörg skáldin hafa ort um þá...

Mánudagurinn... "Klukkan að verða tíu og aðeins monthanar komnir á fætur" segir Hörður Torfason í texta sínum um þann dag...

.

 monday_morning_blues

 

.

Þriðjudagur... "Ég vaknaði of snemma og gat ekki keypt mér snúð"...
M. Hannesson

Miðvikudagur..."og lífið gengur sinn gang"... ódauðlegur texti Steins Steinarrs...

.

 Butterflies

.

Fimmtudagur... "Það er fimmtudagur og ég er ennþá til"... M.Hannesson...

Föstudagur... "Friday on my mind"... hver man ekki eftir því skemmtilega lagi með Easybeats

Laugardagur... "Saturday night's all rigth for figthing"... Bernie Taupin

Sunnudagur... "Hve mjúkur þú ert kæri vinur, og hlýlega hugsar um mig"... M.Hannesson

.

 Loving-Hands-Photographic-Print-C12153830

.

 


Give peace a change

Þorsteinn Valur... nú ríkir friður á meðal vor...

Borgfirðingar ENGU síðri og Deildartungumenn hafa nú fallist í faðma...

SMJÚTS........ Kissing

.

 InnerPeace

.

.

 black%20peace%20sign

.


Borgfirðingar ENGU síðri lagðir af stað í stríð

... Þorsteinn Valur, blogg fóstbróðir minn, er móðgaður við mig til kl. 23:45  í kvöld... þangað til er Brattur frá Bjarndýraeyju í stríði við hann...

Valli... hérna sérðu hersinguna sem er lögð af stað í austurátt yfir hálendið í stríðið...

Myndin er tekin við upphaf ferðarinnar...

Bratturinn er nýkominn undan buxnaskálm spússu sinnar og er með heklað lukku stríðsbelti, um sig miðan. Sokki er ekki lengur berfættur og kominn í uppáhalds sokkana sína. Báðir voru þeir félagar mjög spenntir eins og sést á augnaráðinu... Muninn var hinsvegar ekki eins spenntur því hann mundi ekki hvar Huginn var og sést það líka á augnaráði hans...

Þorsteinn Valur... GEFSTU UPP.... eða hvaða svar áttu við þessu... Valiant góður?

.

 

 Hersingin

 

.


Bloggdýrin

Var að hugsa ef að bloggarar væru dýr, hvernig myndu þeir líta út, ha?                                     

.

kid_anim

 

.

Þetta er Gunnar Helgi - Svíafari

Skilur aldrei baun.

 

.

 

.

catcostume 

 

.

Þetta er hún Ragnheiður að fara á ball...

Í sínu fínasta pússi...

 

.

 

Þetta er Tuðarinn sá eini sanni í essinu sínu....

pet-sixth-sense-2 .

.

 

 albert

 

.

Þetta er hann Valli Austfjarðartröllið
að spekúlera.

.

 

 

 

.

.

 Helena norska á leið á ráðstefnu...Bear-Copyright

 

 

 

.

Bratturinn á leið í sund... walrus2

.

.

01_bailey_boat_bear
Og hér er hún Anna Einars. Sparisjóðsstjóri
tekur ekki veiðarnar alvarlega, frekar en annað...

..

 


Hattar

Oft hefur mig langað til að ganga með hatt... en mér finnst það bara ekki gott... alltaf rok og svo vil ég bara geta um frjálst höfuð strokið...

Til hvers er fólk annars að ganga með hatta?

En ef ég fengi mér hatt... hverskonar hattur ætti það þá að vera? Hef skoðað nokkra sem mér líst á... en hvað finnst ykkur?

Ef þið hittið Bratt
og hann væri með hatt.....

.

 Felt_Bowler_Hat

.

.

 Pirate_Hat_12635

.

.

 2339-m

.

.

 fairy24

 

.


Meira af Sigvalda og Bergrúnu

.

 

PeterRabbit

 

.

Sigvaldi kanínukall var að vinna lengi frameftir þennan heita föstudag... Bergrún kanínukona kom til hans, prúðbúin í bláu sparipeysunni sinni og sagði;

Sigvaldi minn... viltu nú ekki fara að hætta þessu streði og koma heim að hvíla þig... ég er búin að láta renna í heitt bað handa þér og setti svona slökunarolíu úti... svo á eftir ætla ég að bjóða þér út að borða á "Villta laxinum"... af því kæri Sigvaldi að í dag eigum við trúlofunarafmæli... það eru 10 dagar síðan við trúlofuðum okkur...

.

 ca3rabbit1

.

... æ, elsku Bergrún mín... fyrirgefðu, en ég mundi ekkert eftir trúlofunarafmælinu okkar... ég keypti ekkert handa þér og ég undirbjó ekki neitt fyrir þig... er ég ekki ömurlegur kanínukall?

... Sigvaldi var í alvörunni alveg miður sín og leit varla upp úr vinnu sinni af skömm...

Besti Sigvaldi, ég elska þig nú samt þó þú sért gleyminn... en það er ekki víst að ég elski þig framar ef þú gleymir trúlofunarafmælinu okkar aftur; sagði Bergrún nokkuð ákveðið...

Nei, sagði Sigvaldi, nú set ég þetta inn í dagbókina í gemsanum mínum og þá elskar þú mig alltaf Bergrún mín...

Síðan leiddust þau heim til sín, Sigvaldi slakaði á í olíubaðinu og þau enduðu kvöldið á "Villta laxinum" þar sem þau borðuðu besta laxapaté sem þau höfðu nokkru sinni fengið...

 

.

antipasto

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband