Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Manchester United

... ég man ekki hvað ég var gamall þegar ég fór að halda með Manchester United... á einhverstaðar mynd af mér (í svart-hvítu) þar sem ég er í United búningnum og held á United íþróttatösku... ég er líklega 16 - 17 ára með sítt dökkt hár í anda George Best!

Auk Best voru í liðinu á þessum tíma, menn eins og Dennis Law, Nobby Stiles og Bobby Charlton...

Það var ekki hægt annað en að hrífast af mönnum eins og George Best... hann var miklu meira en fótboltamaður... hann var stjarna... ótrúlega leikinn með knöttinn og heillaði alla með leikni sinni... en hann var skrautlegur utan vallar og djammaði eins og hann ætti lífið að leysa... og dó svo 59 ára gamall í nóvember árið 2005 af afleiðingum drykkjunnar...

.

george

.

Löngu seinna komu menn eins og Mark Hughes, Bryan Robson, Gordon Strachan, Peter Schmeichel, David Beckham, Eric Cantona, Roy Keane, Ole Gunnar Solskjær, Andy Cole og svo þeir sem enn eru að spila... Paul Scholes, Ryan Giggs, Gary Neville (verst að Phil bróðir er farinn annað!)

Og svo ungu mennirnir í dag, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo...

Ekki má svo gleyma toppstykkinu sjálfu honum Alex Ferguson...  þvílíkur kall!!!

Það hefur alltaf verið mikill sjarmi í kringum Manchester United og margir eftirminnilegir karakterar sem hafa spila með þessu liði... nægir í því sambandi að nefna nafn ljóðskáldsins... Eric Cantona...

.

 431450_mediumsquare

When the seagulls follow the trawler, it´s because they think sardines will be thrown in to the sea.

Eric Cantona.

.

Það er rosalega gaman að halda með svona liði... sem vinnur líka svona oft...

Nú er leikur við erkifjendurna, Liverpool á morgun... þeir eru með fínt lið í dag og verður sá leikur eflaust í járnum eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

Ég ætla að setjast í sófann á morgun og fylgjast spenntur með mínum mönnum, Manchester United... .

.

 Manchester_United_Signature_Football

.

 


Skrítið tungumál

... ég er fæddur á Ólafsfirði í hjarta Tröllaskagans mikla... þegar ég var barn og unglingur, var þessi fjörður mjög einangraður... eini vegurinn í burtu var Lágheiðin sem var ekki opin að viti nema í júní, júlí og ágúst ár hvert...

... Múlavegurinn breytti miklu, þegar við fórum að komast akandi inn til Akureyrar... það var eins og þegar kálfunum var sleppt út á vorin... vissum ekkert hvernig við áttum að hegða okkur innan um aðra Íslendinga...

.

 meiri_belgiskar_vofflur

 

.

... og svo fór ég að átta mig á að fólk skildi ekki alltaf það sem við sögðum...

"Illa vitlaus" var mikið notað þegar meint var, þú ert nú meiri hálfvitinn... reyndar var "Illa vitlaus" ofnotað af mörgum og sagt í tíma og ótíma, kannski í staðinn fyrir... já, þú segir það...

... svo söguð menn "Karlinn".... eða "Kallinn" sem síðan varð stytt í "Kellllll".... þar sem L-ið var dregið í það óendanlega... þessir orð  voru notuð þegar þú vildir segja "Rosalega var þetta fyndið hjá þér" og einnig þegar þú sagðir eitthvað fyndið... þá endaðir þú setninguna á "Kelllll"... til að undirstrika hvað þetta var nú fyndið...

Nokkur orð sem Ólafsfirðingar notuðu skildu menn bara alls ekki:

Blink
Garðína
Bombólur
Kortel
Vöblur

Blink merkir Spúnn

Garðína merkir Gardína

Bombóla er gúmmístígvél með ól...

Kortel var notað t.d. þegar sagt var "Klukkuna vantar Kortel í" í staðinn fyrir Korter í...

Vöblur er nú bara þessar dásamlegu Vöfflur (sem ég ætla reyndar að baka í dag í tilefni dagsins!)

Já, svona getur nú einangrunin farið með fólk... ekki nema von að ég sé eins og ég er...

 


Kjúllar eru kjarkmiklir

... það er ábyggilega margvíslegt sem minnir fólk á Páskana... föstudagurinn
langi, krossfestingin...frí... fjallaferðir, sólarferðir, skíði... Páskaegg...
guli liturinn á Páskaliljunum og Páskaungarnir á toppi Páskaeggjana.

.

paskalilja

.

... ég hef hvorki skoðað það né kynnt mér, hvernig þessi Páskaungi er til kominn... reyndar hefur hann lent í samkeppni við Strumpa og aðrar skrítnar verur í seinni tíð...

.

 Disney-Chicken-Little

.

... velti fyrir mér í þessu samhengi af hverju huglaust fólk er kallað "Chicken"...
... eru kjúklingar virkilega huglausir... ég er ekki alveg sannfærður um það...
Sjáið t.d. þennan hérna á myndinni, huglaus, nei ekki aldeilis...

... ég hef því í dag stofnað stuðningsmannafélag kjúklinga sem hefur það að
markmiði að kveða þessa þjóðsögu niður..

... félagið heitir; "Kjúllar eru kjarkmiklir" skammstafað KEK.

Þeir sem vilja ganga í félagið skrái sig hér í athugasemdum.

Gleðilega Páska.

Brattur "Chicken" 
Formaður KEK

 


Skytturnar 3

... Mér hefur sjaldan brugðið eins mikið og þegar ég uppgötvaði að skytturnar þrjár voru fjórar...

.

Dartagnan-musketeers

.


Kvöld í Skagafirði

Ég var á ferð um Skagafjörðinn seinnipartinn í gær...

.

Strákavegur

.

 Kvöld-í-Skagafirði

 


Stikkhúfa - svarið við getrauninni

Jæja, þá er komið að því að birta svarið við getrauninni sem ég var með í gær.

Þakka öllum sem tóku þátt snyrtilega fyrir... margar skemmtilegar tilgátur bárust, en engin þeirra reyndist rétt..

Stikkhúfa er.... trommusláttur............................... TAPPI á gosflösku!

Já, þetta vissu hvorki þeir Óli kolamoli né Sandhóla Pétur... og hvað þá Gunnar Helgi. Hann vissi ekki baun...

.

cream-soda-4434

.

Í mínu ungdæmi var til leikur sem hét Stikk. Hann gekk út á það að töppum af gosflöskum (úr gleri n.b.)var rennt eftir gólfi og að gólflista eða einhverri línu sem var á gólfinu. Sá sem átti flesta tappana sem næst voru línunni eða gólflistanum vann leikinn.

Síðan er tappi náttúrulega húfa á gosflösku og þá er nafnið komið : Stikkhúfa.

 


Getraun

Kannast hlustendur við orðið "Stikkhúfa" og hvað þýðir það:

Húfa sem sér:

.

 alife_bonneteyes_1

.

 Húfa sem sér og borðar:

.

 

 bg_dino

.

Lambhúshetta:

.

 

 s7_970512_imageset_01?$main-Large$

.

Englahúfa:

.

GMa

.

 Eða kannski bara eitthvað allt annað?

 .

 charm_82235

.


Hrollur

... ég talaði aðeins um Glóruna í okkur í gær... nú er komið að öðrum heimilismanni sem er búsettur í okkur öllum og heitir HROLLUR...

Allir kannast við Hroll...hann hristir sig og hossar þegar við sjáum t.d. eitthvað verulega ljótt...
Hann skríður niður bakið og maður finnur fyrir miklum ónotum þegar hann mjakar sér undir húðinni...

Hrollur þolir heldur ekki kulda... þá hleypur hann eins og byssubrandur út um
allan skrokkinn á manni... og hann virðist bara vera alls staðar...
... í tánum í hnjánum og svo á milli herðablaðanna...

.

bossybear

.

Hrollur getur líka látið vita af sér ef manni líður vel... þá fer um mann unaðshrollur...
Þegar Man. United spilar fallega sókn sem endar með glæsimarki... unaðshrollur...

Ég veit hvar Hrollur á heima í mér... hann býr á milli vinstri axlarinnar á mér og hálsins...
Ég finn stundum fyrir honum þegar hann er heima hjá sér og vantar að gera
eitthvað... þá kemur svona staðbundinn Hrollur rétt við hálsinn... 
Þá hefur Hrollur greyið ekkert að gera og langar að ég skaffi honum verkefni...

 


Glóra

Orðið grænn er talsvert notað í talmáli, þó ekki sé verið að fjalla um græna litinn... oftast er um frekar neikvæða merkingu. að ræða...

Þú ert nú meiri grænjaxlinn...

Ég er bara alveg grænn...

Ég kem í einum grænum...

Ég er grænn af öfund...

Hef ekki grænan grun...

Hef ekki græna glóru...

Það er hinsvegar alveg á hreinu að Glóran er græn... en það náttúrulega vissuð þið...

.

 3396-DEFAULT-l

.

Glóran gegnir miklu hlutverki í okkar daglega lífi... og eins gott að hlúa vel að henni blessaðri, annars gæti illa farið...

Ja, ekki vildi a.m.k. ég vera Glórulaus til lengri tíma litið...


Vetur

... fegurðin getur svo sannarlega verið í kulda og snjó á Íslandi... tók þessar myndir í morgun á Snæfellsnesinu...

.

 Vegur

.

.

 Sól

.

.

 

 Fjall

 

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband