Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hætta liðin hjá!

... jæja, komið sunnudagskvöld... ljúf og notaleg helgi að klárast...

... ég ætla eiginlega bara að segja frá manni sem var svo sérvitur að hann hafði alltaf kveikt rautt ljós í
bílskúrnum hjá sér á veturna... af hverju... jú, hann átti rauðan bíl og var hræddur um að hann upplitaðist
í bílskúrnum ef hann hefði ekki þetta rauða ljós...
 

red_lantern_646 

.... þessi sami karl byggði efri hæð á einbýlishúsið sitt án þess að fá til þess tilskilin leyfi...hann spurði eftirlitsmenn frá bænum þegar þeir komu og gerðu athugasemd við þessa viðbótar byggingu;... hvað eigið þið eiginlega langt upp?

...
þegar komið var að húsinu hans, þá var þar súla með þremur kúlum á stærð við fótbolta... ein var blá, önnur gul og þriðja rauð... þetta þýddi "Hætta!" að sögn karlsins...

... þegar komið var framhjá húsinu var önnur súla og og bara 2 kúlur... svartar...

.

snooker_black_ballsnooker_black_ball

... þetta merki þýddi "Hætta liðin hjá!"  

Ég er hann!!!!!!!!

Aldrei hélt ég að ég yrði svar í spurningaleik... en ég er hann...  jibbííííííí.............. aaaaaaldrei Brattari.....

.

rosir 

rosirrosir

.

 rosir

.

 


Sálfræðingurinn

Einu sinni var sálfræðingur sem átti hamstur...
... hamstur þessi kemur ekki meira við sögu... nema hvað hann hét Gulli...

.. yndislegan sólskinsdag rölti sálfræðingurinn út í byggingavöruverslun og keypti fúavörn...
... í dag ætlaði hann að fúaverja grindverkið...
... hann tölti heim sæll og glaður.. klæddi sig í stuttbuxurnar sem hann hafði keypt á Jamacia fyrir nokkrum árum...... og rósótta skyrtu sem honum var alveg sama um... settist á koll við grindverkið, opnaði dósina og hrærði í...


... en obobbobb... hann hafði gleymt að kaupa pensil... hann nennti ómögulega út í búð aftur...

.

 pensill

 .

... fór og bankaði upp hjá Sigursteini nágranna sínum... Sigursteinn var
náttúrulega ekki heima frekar en fyrri daginn... en Fjóla, konan hans kom til dyra 
með hárið úfið og stýrurnar í augunum...

... það lagði út úr henni áfengislykt... Nei, muldraði Fjóla, ég á engan helv... pensil...

... svo skellti hún aftur hurðinni á nefið á pensillausa sálfræðingnum...

Sálfræðingurinn hafði fengið hugmynd eftir að hafa séð hárið á henni Fjólu... 

...hann fór inn í bílskúr og náði í tvist, vafði honum utan um prik og festi með kennaratyggjói... þarna var kominn þessi fíni pensill... sálfræðingurinn fór inn og náði sér í kalda appelsín ... og svo settist hann á kollinn aftur og byrjaði að fúaverja grindverkið... hann blístraði lag og fannst hann bara nokkuð snjall...

.

 125.1977_x150

.

... Allan tímann sat Gulli hamstur út í glugga og fylgdist með brasinu í sálfræðingnum og skemmti sér konunglega...

... og við sem héldum öll að Gulli hamstur kæmi ekki meira við sögu... ha...


Mannætan

.. einu sinni var mannæta... henni var boðið til Íslands og þar óku gestgjafar með hana hringveginn...
og á helstu ferðamannastaði, Gullfoss og Geysi... Mývatn... Haganesvík...

... en eins og gengur þurfti að stoppa á ýmsum stöðum og fá sér að borða... en hvað átti að gefa mannætunni að borða?

... það hafði eiginlega enginn hugsað út í það... nú var ýmislegt prufað... pylsur og hamborgarar... lúða... lambakjöt...harðfiskur

... það var helst hákarlinn sem mannætan gat nartað í, en ekkert annað fannst henni gott... mannætan fór að verða verulega svöng og samferðafólkið fór að ókyrrast, hún horfið orðið svo mikið á handleggi og annað sem sást í á líkömum þeirra...

... það var ekki fyrr en hersingin stoppaði í Þingeyjarsýslunni hjá honum Óla á Hveravöllum að loksins fannst eitthvað sem mannætan gat borðað með góðri lyst... en eins og margir vita, þá ræktar hann Óli á Hveravöllum bestu tómata í heimi...

... mannætan borðaði þrjú kíló af tómötum á nokkrum mínútum, ropaði og sleikti út úr þegar hún var loksins orðin södd..

.

 getfile

 

... skottið á bílnum var fyllt af tómötum og brunað úr hlaði... hlátrasköll glumdu um alla sveit... mannætan var glöð..

... Óli horfði á eftir bílnum sem hvarf í rykmekki niður á þjóðveg og hugsaði...

... hvað í ósköpunum var nú þetta?


Rólegt kvöld

... í kvöld er ég rólegur... dagurinn í dag er sérstakur fyrir mig...

LÍFIÐ VEÐUR ALDREI SVO ILLT
AÐ ÞAÐ SÉ EKKI VERT AÐ LIFA ÞVÍ
OG ALDREI SVO GOTT
AÐ AUÐVELT SÉ AÐ LIFA ÞVÍ.

  .

 Sól-Bn-A

 

.

 


Teljarinn

... einu sinni var maður sem var alltaf að telja alla skapaða hluti... hann fór í afmæli, brúðkaup og jarðarfarir og slíkt... og var alltaf að telja hve margir voru viðstaddir...

... það var ógerningur fyrir nokkurn mann að spjalla við hann í margmenni, hann var alltaf gónandi í allar áttir og taldi fólk... hvað segirðu gamli; sagði einhver við hann.... bíddu aðeins... svaraði Teljarinn og svo starði hann í allar áttir benti á fólk og lagði saman í huganum...

.

 numbers

.

... þegar hann ók bílnum var hann alltaf að telja hvað hann mætti mörgum bílum, hvernig þeir voru á litinn og hvaða tegund... þegar hann fór út á land, þá taldi hann ekki bara bílana sem hann mætti, heldur líka alla girðingastaura, hesta, kýr og kindur... 

... einu sinni kom hann að stað þar sem búið var leggja nýjan veg og girðingar allt í kring og líka endurskinsstikur... og búið var að girða gamla þjóðveginn af líka... það var sem sagt allt morandi í girðingastaurum og stikum, eiginlega miklu meira en Teljarinn réð við...

.

 HPIM0042

.

... í hasarnum við að reyna að telja þetta allt saman, ók hann yfir á öfugan vegahelming, heyrði aldrei flautið í flutningabílnum...

... dagar hans voru taldir...

 


Hörð keppni

... eins og sumir bloggvinir mínir vita, þá hef ég gaman af því að fara í sund... og ég hef sagt frá því hérna að ég hef talsvert keppnisskap og er oft að keppa við aðra sundlaugagesti, þó svo að þeir viti ekkert af því...

... ég fór í sund í vikunni eins og oft áður... stóð á sundlaugarbakkanum, setti á mig sundgleraugun og stakk mér til sunds... fljótlega tók ég eftir að náungi einn synti við hliðina á mér... mér fannst hann vera að fara fram úr... svo ég gaf aðeins í... hann gaf líka í... ég gaf mig ekki og hann herti líka sprettinn... og svo vorum við báðir komnir á svaka siglingu... rosalega harður af sér þessi, hugsaði ég og fljótur að synda... venjulega syndi ég svona 40 ferðir, eða 1 kílómetra í einu... en hraðinn var svo mikill á okkur núna, að ég var algjörlega sprunginn eftir 24 ferðir og gafst upp... og viti menn "hann" hætti um leið og gafst upp líka...

.

swimmer 

 .

... en fljótlega rann upp fyrir mér að ég hafði ekki verið að keppa við raunverulegan mann... ég hafði verið í hörkukeppni við minn eigin skugga...

... já, allt í lagi að segja frá þessu hérna, veit að þið segið þetta ekki nokkrum manni...


Krummi er dáinn

... þið hélduð kannski að sagan um Krumma væri búin?... það hélt ég reyndar líka, en nei, ekki aldeilis... síðast þegar við fréttum, þá hafði Krummi útbúið sér lítið hreiður í snjónum fyrir utan matvörubúðina... ungi maðurinn sem hafði sópað honum út... færði honum kattamat svo hann hefði eitthvað að maula yfir nóttina...

... Hrafninn, sem nú hafði hlotið nafnið Whiskas... bjó sig undir erfiða nótt... hann sturtaði kattamatnum úr pokanum og skreið ofan í hann... fékk sér tvo þrjá bita í gogginn og hallaði aftur augunum...

... áður en varði var hann kominn í draumalandið... hann dreymdi það væri sumar og hann flaug um loftin blá með báða vængi heila... lét sig svífa í ljúfum vindinum... o, hvað þetta var dásamlegt, frjáls eins og fuglinn... hann langaði ekkert í mat... bara sveif og sveif á sterkum vængjunum, bara eitthvað út í loftið... allir sem sáu til hans vissu að hann var hamingjusamasti Hrafninn í bænum...

.

 Fljugandi-hrafn

.

... í morgun þegar ungi maðurinn kom í vinnuna, var það hans fyrsta verk að gá að Krumma... þarna lá hann í pokanum... var enn á lífi... greinilega máttfarinn, en samt með einhvern sælusvip... hann lá þarna fram eftir degi og vissi að daga hans væru taldir... hugsaði hlýlega til unga mannsins sem hafði sópað honum út úr búðinni... hann hafði þó gefi honum mat fyrir nóttina... menn voru þá ekki allir slæmir... hann var sáttur við að deyja á þessum degi...

... núna  rétt í þessu komu menn frá "bænum" og skutu Hrafninn Whiskas...

.

mynd237

.

... þessi saga kennir okkur, ekki neitt...

 


Hrafninn

... einu sinni var Hrafn... hann hafði lent í því að sofna þegar hann stóð upp á ljósastaur og féll til jarðar... hann vængbrotnaði við fallið... vængbrotinn Hrafn á erfitt með að ná sér í matarbita... það vildi samt svo heppilega til, fyrir Hrafninn, að atvik þetta átti sér stað rétt hjá matvörubúð...

... Krummi greyið fann til í brotinu, en reyndi að koma sér úr birtunni frá ljósastaurnum og bak við búðina, þar sem ruslagámurinn var... þar væri hann í betra skjóli fyrir mannfólkinu og öðrum þeim sem hugsanlega vildu gera honum mein... þar var einnig meiri von á matarögn, því eitt af því besta sem Krummum finnst að borða er rusl...

.

hrafn

.

... en í kringum ruslagáminn var allt snyrtilegt og ekki matarörðu að finna... Krummi var orðinn verulega svangur þegar lagerhurðin var opnuð... ungur maður gekk út og kveikti sér í sígarettu... reykurinn frá henni liðaðist upp í loftið og ungi maðurinn horfði upp í kvöldhimininn á stjörnurnar... hann var hugsi... allir verða hugsi af og til... það kannast flestir við... gleyma sér í eigin hugarheimi...

... það var enn ein heppni Hrafnsins vængbrotna, í óheppninni... hann notaði tækifærið og smeygði sér inn um lagerdyrnar... váááááá... hér var nægur matur... Krumma leist best á poka með Whiskas kattamat í... reif einn í sundur og smakkaði... já, ekki slæmt "Salmon" stóð á pokanum... hann reif upp tvo poka til viðbótar... "Chicken" og "Tuna"... "Chicken" var langbestur og hann hámaði í sig kattamatinn...

.

 chicken01

.

 

... allt í einu féll skuggi á Hrafninn... ungi maðurinn var kominn inn og horfði á hann... og gapti... greip sóp og reyndi að sópa Krumma út... Hrafninn varðist fimlega til að byrja með, en að lokum var honum sópað út í kuldann og myrkrið,vængbrotinn greyið...

... þessi saga kennir okkur að best er að mála híbýli sín að vori til...

 


Letinginn

 

... einu sinni var maður sem var alveg svakalega latur... hann nennti ekki að vinna og lét konuna sína vinna fyrir sér... hann svaf með eyrnatappa til þess að þurfa ekki að vakna snemma á morgnana um leið og konan fór í vinnuna...

... hann var svo latur að hann klæddi sig aldrei, var alltaf í náttfötum... bláum hólkvíðum buxum og víðum rauðum bol... hann þvoði þessi náttföt aldrei... en konan klæddi hann þó úr þeim á laugardögum og henti í vél...

... svo fór náttúrulega að blessuð konan yfirgaf þennan letingja og þarf enginn að undra sig á því..

... manngarmurinn hafði þó dug í sér að komast á ríkisspenann og fékk mánaðarlega lagða inn á sig peninga... sem dugðu honum fyrir mat og sígarettum... hann hafði einu sinni verið bara nokkuð laglegur maður, en nú fór að halla undan fæti í þeim efnum... hann fitnaði heil ósköp, þunnt sítt hárið óx niður á bak og hann lyktaði rosalega illa...

... unglingsstrákur í næstu íbúð fór fyrir hann sendiferðir í matvörubúð og fékk greiddar 500 kr. fyrir skiptið...

... en dag einn gerðust undur og stórmerki... letinginn vaknaði við það að sólin skein inn um gluggann... hann tók tappana úr eyrunum og gekk að glugganum... á græna blettinum fyrir utan var Heiðlóa...
...letinginn fór að söngla;

"hún hefur kennt mér að vaka og vinna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót"...

... ekki fallegasta röddin í bænum... sambland af Bob Dylan og Megasi...
en sjarmerandi...

... sjálfum fannst honum hann syngja fallega eins og lóan...

.

 45fugl_synger_m_bunn

.

... hann fór inn á bað með skæri, klippi af sér mest allt hárið og rakaði sig... síðan fór hann í sturtu... það var eitthvað að gerjast í kollinum á honum...

... þessi saga kennir okkur það að ekki ganga allar veðurspár eftir... þó þær líti vel út...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband