Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Krían

... Krían er mikill uppáhaldsfugl hjá mér... þar sem ég ólst upp var hálfstálpaður kríuungi kallaður "skjatti"...

... samdi lag og texta fyrr í vetur um hana...  hér kemur textinn...

Krían

Þegar hríð og stormar hvæsa
Þegar niðdimmur veturinn er
Þá ert þú í öðru landi
Óralangt í burtu frá mér

En þú kemur aftur
Aftur og  aftur
Vilt baða þig í birtunni
við blóðrautt sólarlag

.

kria

.

Þú kemur aftur
Aftur og aftur
Þú fögur flýgur
Fimlega hjá mér
 
Þá er sumarið loks komið
Ég kátur í hjartanu verð
Hugfanginn að þér dáist
Þar til þú í haust aftur ferð


Fiskiflugan

... einu sinni var maður sem var rosalega uppstökkur...þegar hann var að hlusta á fréttirnar í útvarpinu þá urðu allir í fjölskyldunni að þegja á meðan...

...  einu sinni í miðjum fréttatíma kom fiskifluga inn um gluggann í eldhúsinu og rauf friðinn... hún flaug út um allt með miklu suði og karlinn hreinlega snartrylltist... hann tók upp steikarpönnu og elti fluguna út um allt og lamdi út í loftið... áður en yfir lauk hafði hann brotið allt leirtau og maturinn var upp um alla veggi... spaghettíið lak niður ljósakrónuna ... heimilisfólkið náði til allrar hamingju að flýja út á verönd á meðan á þessum ósköpum stóð...

... löngu seinna kom svo að því að maður þessi gaf upp öndina...

... Drottinn tók á móti honum og sagði; þú þroskaðist nú lítið í þetta skiptið karlgarmur, ég verð að senda þig aftur til jarðarinnar og nú ferðu sem fiskifluga....

.

fluga

.

... um leið breyttist karlinn í fiskiflugu... hann flaug til jarðarinnar, en hann átti mjög erfitt með að þola suðið í sjálfum sér... og dó fljótlega aftur úr pirringi...

... þessi saga kennir okkur kannski að appelsínið á alltaf að fara á undan maltölinu í glasið...

 


Draumur eða veruleiki

... á morgnana, þegar maður er að vakna... er hausinn oft fullur af draumum, eða jafnvel lögum eða textabrotum... stundum skrái ég þetta hjá mér... en oftast gleymi ég þessu... en ég tek stundum lagbútinn eða textann sem mig dreymdi og klára að vinna þetta...

... mér finnst oft eins og ég hafi ekki samið þetta sjálfur...

... eitt á ég eftir að taka fyrir og spreyta mig á að klára...

... það var álfkona sem mig dreymdi og hún söng aftur og aftur...

"Þú hefur ástin mín,
 örlögin skapað þín
"

... held ég skilji núna hvaða skilaboð hún var að senda mér....

.Auðn


Ferlíkið í þokunni

... var einu sinni að keyra út í sveit þegar ég mætti þessu... það var þoka og þessi trukkur með háuljósin... stemmdi beint á mig... ég stöðvaði bílinn og tók mynd af ferlíkinu áður en það valtaði yfir mig... 

... viljið þið vita hvernig fór þarna... jah... ef ég vissi það nú... hef svo lítið verið með sjálfum mér síðan...

... nei bara að grínast... ég slapp...

  SóláVegi

.

 


Öfugur foss - undirstaða góðs sambands

... þegar fólks hyggst hefja samband, er nauðsynlegt að vera sammála um ýmsa hluti... grunnurinn að góðu sambandi er að aðilar séu fullkomlega sammála um hvernig klósettpappírsrúllan á að snúa... 

... ef ekki er ágreiningur um þetta í upphafi sambúðar... þá mun þessi skúta sigla hamingjusöm á leiðarenda...

... það er sko ekki sama hvernig klósettrúllan snýr... ofsalega getur það verið truflandi að fara á klósett þar sem klósettpappírinn snýr vitlaust...

... vitlaust, spyr kannski einhver, hvernig getur klósettpappír snúið vitlaust?

... jú, ef pappírinn fellur eins og öfugur foss, þá snýr hann vitlaust...

... hugsið ykkur á, sem rennur aftur á bak fram af klettabrúninni... hún rennur á bakinu fram af... það er öfugur foss...

... svona eins og á þessari mynd eiga klósettrúllur að snúa... eins og réttur foss... foss sem rennur á maganum fram af...

.

L6FXP5RZQEJBL3GZTM5V_L

.

... vinsamlega skoðið þetta heima hjá ykkur og kippið í lag ef pappírinn snýr öfugt...

 


Melta

... ég keypti mér Meltu um miðjan desember og lá á henni meira og minna öll jólin...

... þið sem eigið ekki svona Meltu... endilega prufið... þetta er hið mesta þarfaþing... því miður á ég bara mynd af henni í svart hvítu... en hún er gul í raun og veru...

 .

 Urticina3

.

... þá var mér gefin Blika um jólin, en mér leist ekkert á hana...

.

 maskiner

.

... svo ég skipti á henni og keypti mér... Sofandahátt... reyndar svolítið vont að sofna fyrir honum á kvöldin... en það venst... þessi er 3ja slissa með sjálfvirkum passa.... 

.

 harl3612

.

... góðar stundir...


Bleikur fíll

... hvað gerir flugfreyjan í eldhúsinu... hún flugeldar... hahahahah

... hvernig fór þegar tannburstarnir kepptu við tennurnar í fótbolta?... þeir burstuðu tennurnar.... hahahahah...

... hvernig á að skjóta bláfíl?... svar: með bláfílabyssu.... já, rétt... en hvernig á að skjóta bleikfíl, svar: með bleikfílabyssu... Nei, kjáni... bleikfílabyssa er ekki til, það á að binda fyrir ranann á honum, þar til hann verður blár í framan og þá á að skjóta hann með bláfílabyssu...

..........hahahahahahah... úpps þessi var rosalegur... get ekki skrifað meira, er í krampa....

.

 05_mmi_vls

.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband