Krían

... Krían er mikill uppáhaldsfugl hjá mér... þar sem ég ólst upp var hálfstálpaður kríuungi kallaður "skjatti"...

... samdi lag og texta fyrr í vetur um hana...  hér kemur textinn...

Krían

Þegar hríð og stormar hvæsa
Þegar niðdimmur veturinn er
Þá ert þú í öðru landi
Óralangt í burtu frá mér

En þú kemur aftur
Aftur og  aftur
Vilt baða þig í birtunni
við blóðrautt sólarlag

.

kria

.

Þú kemur aftur
Aftur og aftur
Þú fögur flýgur
Fimlega hjá mér
 
Þá er sumarið loks komið
Ég kátur í hjartanu verð
Hugfanginn að þér dáist
Þar til þú í haust aftur ferð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er fallegt ljóð um kríuna en hún er hreint ekki uppáhaldsfugl hjá mér. Ég er ekki hrifin af fuglum almennt. Kríuna verð ég þó að umbera enda býr hún á hlaðinu hjá frænku minni og þangað reyni ég að fara sem oftast.

Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.1.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband