Fiskiflugan

... einu sinni var maður sem var rosalega uppstökkur...þegar hann var að hlusta á fréttirnar í útvarpinu þá urðu allir í fjölskyldunni að þegja á meðan...

...  einu sinni í miðjum fréttatíma kom fiskifluga inn um gluggann í eldhúsinu og rauf friðinn... hún flaug út um allt með miklu suði og karlinn hreinlega snartrylltist... hann tók upp steikarpönnu og elti fluguna út um allt og lamdi út í loftið... áður en yfir lauk hafði hann brotið allt leirtau og maturinn var upp um alla veggi... spaghettíið lak niður ljósakrónuna ... heimilisfólkið náði til allrar hamingju að flýja út á verönd á meðan á þessum ósköpum stóð...

... löngu seinna kom svo að því að maður þessi gaf upp öndina...

... Drottinn tók á móti honum og sagði; þú þroskaðist nú lítið í þetta skiptið karlgarmur, ég verð að senda þig aftur til jarðarinnar og nú ferðu sem fiskifluga....

.

fluga

.

... um leið breyttist karlinn í fiskiflugu... hann flaug til jarðarinnar, en hann átti mjög erfitt með að þola suðið í sjálfum sér... og dó fljótlega aftur úr pirringi...

... þessi saga kennir okkur kannski að appelsínið á alltaf að fara á undan maltölinu í glasið...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú hefur svona mikinn áhuga á fluguveiði?

Snarbrattur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er alveg sjálfgefið að boðskapurinn er appelsínið fyrst, maltið svo.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Ragnheiður

Aha...þetta er nú heldur seint á ferð. Jólin búin og ég verð búin að gleyma þessu fyrir jólin 2008

Ragnheiður , 5.1.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krunk krunk og sung sung

Edda Agnarsdóttir, 6.1.2008 kl. 04:03

5 Smámynd: Júdas

  alltaf lærir maður eitthvað.

Júdas, 6.1.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband