Færsluflokkur: Dægurmál
Sálfræðingurinn
13.1.2008 | 23:35
Einu sinni var sálfræðingur sem átti hamstur...
... hamstur þessi kemur ekki meira við sögu... nema hvað hann hét Gulli...
.. yndislegan sólskinsdag rölti sálfræðingurinn út í byggingavöruverslun og keypti fúavörn...
... í dag ætlaði hann að fúaverja grindverkið...
... hann tölti heim sæll og glaður.. klæddi sig í stuttbuxurnar sem hann hafði keypt á Jamacia fyrir nokkrum árum...... og rósótta skyrtu sem honum var alveg sama um... settist á koll við grindverkið, opnaði dósina og hrærði í...
... en obobbobb... hann hafði gleymt að kaupa pensil... hann nennti ómögulega út í búð aftur...
.
.
... fór og bankaði upp hjá Sigursteini nágranna sínum... Sigursteinn var
náttúrulega ekki heima frekar en fyrri daginn... en Fjóla, konan hans kom til dyra
með hárið úfið og stýrurnar í augunum...
... það lagði út úr henni áfengislykt... Nei, muldraði Fjóla, ég á engan helv... pensil...
... svo skellti hún aftur hurðinni á nefið á pensillausa sálfræðingnum...
Sálfræðingurinn hafði fengið hugmynd eftir að hafa séð hárið á henni Fjólu...
...hann fór inn í bílskúr og náði í tvist, vafði honum utan um prik og festi með kennaratyggjói... þarna var kominn þessi fíni pensill... sálfræðingurinn fór inn og náði sér í kalda appelsín ... og svo settist hann á kollinn aftur og byrjaði að fúaverja grindverkið... hann blístraði lag og fannst hann bara nokkuð snjall...
.
.
... Allan tímann sat Gulli hamstur út í glugga og fylgdist með brasinu í sálfræðingnum og skemmti sér konunglega...
... og við sem héldum öll að Gulli hamstur kæmi ekki meira við sögu... ha...
Mannætan
13.1.2008 | 12:31
.. einu sinni var mannæta... henni var boðið til Íslands og þar óku gestgjafar með hana hringveginn...
og á helstu ferðamannastaði, Gullfoss og Geysi... Mývatn... Haganesvík...
... en eins og gengur þurfti að stoppa á ýmsum stöðum og fá sér að borða... en hvað átti að gefa mannætunni að borða?
... það hafði eiginlega enginn hugsað út í það... nú var ýmislegt prufað... pylsur og hamborgarar... lúða... lambakjöt...harðfiskur
... það var helst hákarlinn sem mannætan gat nartað í, en ekkert annað fannst henni gott... mannætan fór að verða verulega svöng og samferðafólkið fór að ókyrrast, hún horfið orðið svo mikið á handleggi og annað sem sást í á líkömum þeirra...
... það var ekki fyrr en hersingin stoppaði í Þingeyjarsýslunni hjá honum Óla á Hveravöllum að loksins fannst eitthvað sem mannætan gat borðað með góðri lyst... en eins og margir vita, þá ræktar hann Óli á Hveravöllum bestu tómata í heimi...
... mannætan borðaði þrjú kíló af tómötum á nokkrum mínútum, ropaði og sleikti út úr þegar hún var loksins orðin södd..
.
.
... skottið á bílnum var fyllt af tómötum og brunað úr hlaði... hlátrasköll glumdu um alla sveit... mannætan var glöð..
... Óli horfði á eftir bílnum sem hvarf í rykmekki niður á þjóðveg og hugsaði...
... hvað í ósköpunum var nú þetta?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Teljarinn
11.1.2008 | 20:28
... einu sinni var maður sem var alltaf að telja alla skapaða hluti... hann fór í afmæli, brúðkaup og jarðarfarir og slíkt... og var alltaf að telja hve margir voru viðstaddir...
... það var ógerningur fyrir nokkurn mann að spjalla við hann í margmenni, hann var alltaf gónandi í allar áttir og taldi fólk... hvað segirðu gamli; sagði einhver við hann.... bíddu aðeins... svaraði Teljarinn og svo starði hann í allar áttir benti á fólk og lagði saman í huganum...
.
.
... þegar hann ók bílnum var hann alltaf að telja hvað hann mætti mörgum bílum, hvernig þeir voru á litinn og hvaða tegund... þegar hann fór út á land, þá taldi hann ekki bara bílana sem hann mætti, heldur líka alla girðingastaura, hesta, kýr og kindur...
... einu sinni kom hann að stað þar sem búið var leggja nýjan veg og girðingar allt í kring og líka endurskinsstikur... og búið var að girða gamla þjóðveginn af líka... það var sem sagt allt morandi í girðingastaurum og stikum, eiginlega miklu meira en Teljarinn réð við...
.
.
... í hasarnum við að reyna að telja þetta allt saman, ók hann yfir á öfugan vegahelming, heyrði aldrei flautið í flutningabílnum...
... dagar hans voru taldir...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hörð keppni
10.1.2008 | 21:27
... eins og sumir bloggvinir mínir vita, þá hef ég gaman af því að fara í sund... og ég hef sagt frá því hérna að ég hef talsvert keppnisskap og er oft að keppa við aðra sundlaugagesti, þó svo að þeir viti ekkert af því...
... ég fór í sund í vikunni eins og oft áður... stóð á sundlaugarbakkanum, setti á mig sundgleraugun og stakk mér til sunds... fljótlega tók ég eftir að náungi einn synti við hliðina á mér... mér fannst hann vera að fara fram úr... svo ég gaf aðeins í... hann gaf líka í... ég gaf mig ekki og hann herti líka sprettinn... og svo vorum við báðir komnir á svaka siglingu... rosalega harður af sér þessi, hugsaði ég og fljótur að synda... venjulega syndi ég svona 40 ferðir, eða 1 kílómetra í einu... en hraðinn var svo mikill á okkur núna, að ég var algjörlega sprunginn eftir 24 ferðir og gafst upp... og viti menn "hann" hætti um leið og gafst upp líka...
.
.
... en fljótlega rann upp fyrir mér að ég hafði ekki verið að keppa við raunverulegan mann... ég hafði verið í hörkukeppni við minn eigin skugga...
... já, allt í lagi að segja frá þessu hérna, veit að þið segið þetta ekki nokkrum manni...
Krummi er dáinn
9.1.2008 | 18:09
... þið hélduð kannski að sagan um Krumma væri búin?... það hélt ég reyndar líka, en nei, ekki aldeilis... síðast þegar við fréttum, þá hafði Krummi útbúið sér lítið hreiður í snjónum fyrir utan matvörubúðina... ungi maðurinn sem hafði sópað honum út... færði honum kattamat svo hann hefði eitthvað að maula yfir nóttina...
... Hrafninn, sem nú hafði hlotið nafnið Whiskas... bjó sig undir erfiða nótt... hann sturtaði kattamatnum úr pokanum og skreið ofan í hann... fékk sér tvo þrjá bita í gogginn og hallaði aftur augunum...
... áður en varði var hann kominn í draumalandið... hann dreymdi það væri sumar og hann flaug um loftin blá með báða vængi heila... lét sig svífa í ljúfum vindinum... o, hvað þetta var dásamlegt, frjáls eins og fuglinn... hann langaði ekkert í mat... bara sveif og sveif á sterkum vængjunum, bara eitthvað út í loftið... allir sem sáu til hans vissu að hann var hamingjusamasti Hrafninn í bænum...
.
.
... í morgun þegar ungi maðurinn kom í vinnuna, var það hans fyrsta verk að gá að Krumma... þarna lá hann í pokanum... var enn á lífi... greinilega máttfarinn, en samt með einhvern sælusvip... hann lá þarna fram eftir degi og vissi að daga hans væru taldir... hugsaði hlýlega til unga mannsins sem hafði sópað honum út úr búðinni... hann hafði þó gefi honum mat fyrir nóttina... menn voru þá ekki allir slæmir... hann var sáttur við að deyja á þessum degi...
... núna rétt í þessu komu menn frá "bænum" og skutu Hrafninn Whiskas...
.
.
... þessi saga kennir okkur, ekki neitt...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fiskiflugan
5.1.2008 | 20:31
... einu sinni var maður sem var rosalega uppstökkur...þegar hann var að hlusta á fréttirnar í útvarpinu þá urðu allir í fjölskyldunni að þegja á meðan...
... einu sinni í miðjum fréttatíma kom fiskifluga inn um gluggann í eldhúsinu og rauf friðinn... hún flaug út um allt með miklu suði og karlinn hreinlega snartrylltist... hann tók upp steikarpönnu og elti fluguna út um allt og lamdi út í loftið... áður en yfir lauk hafði hann brotið allt leirtau og maturinn var upp um alla veggi... spaghettíið lak niður ljósakrónuna ... heimilisfólkið náði til allrar hamingju að flýja út á verönd á meðan á þessum ósköpum stóð...
... löngu seinna kom svo að því að maður þessi gaf upp öndina...
... Drottinn tók á móti honum og sagði; þú þroskaðist nú lítið í þetta skiptið karlgarmur, ég verð að senda þig aftur til jarðarinnar og nú ferðu sem fiskifluga....
.
.
... um leið breyttist karlinn í fiskiflugu... hann flaug til jarðarinnar, en hann átti mjög erfitt með að þola suðið í sjálfum sér... og dó fljótlega aftur úr pirringi...
... þessi saga kennir okkur kannski að appelsínið á alltaf að fara á undan maltölinu í glasið...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Draumur eða veruleiki
5.1.2008 | 18:02
... á morgnana, þegar maður er að vakna... er hausinn oft fullur af draumum, eða jafnvel lögum eða textabrotum... stundum skrái ég þetta hjá mér... en oftast gleymi ég þessu... en ég tek stundum lagbútinn eða textann sem mig dreymdi og klára að vinna þetta...
... mér finnst oft eins og ég hafi ekki samið þetta sjálfur...
... eitt á ég eftir að taka fyrir og spreyta mig á að klára...
... það var álfkona sem mig dreymdi og hún söng aftur og aftur...
"Þú hefur ástin mín,
örlögin skapað þín"
... held ég skilji núna hvaða skilaboð hún var að senda mér....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferlíkið í þokunni
4.1.2008 | 23:21
... var einu sinni að keyra út í sveit þegar ég mætti þessu... það var þoka og þessi trukkur með háuljósin... stemmdi beint á mig... ég stöðvaði bílinn og tók mynd af ferlíkinu áður en það valtaði yfir mig...
... viljið þið vita hvernig fór þarna... jah... ef ég vissi það nú... hef svo lítið verið með sjálfum mér síðan...
... nei bara að grínast... ég slapp...
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Öfugur foss - undirstaða góðs sambands
3.1.2008 | 23:14
... þegar fólks hyggst hefja samband, er nauðsynlegt að vera sammála um ýmsa hluti... grunnurinn að góðu sambandi er að aðilar séu fullkomlega sammála um hvernig klósettpappírsrúllan á að snúa...
... ef ekki er ágreiningur um þetta í upphafi sambúðar... þá mun þessi skúta sigla hamingjusöm á leiðarenda...
... það er sko ekki sama hvernig klósettrúllan snýr... ofsalega getur það verið truflandi að fara á klósett þar sem klósettpappírinn snýr vitlaust...
... vitlaust, spyr kannski einhver, hvernig getur klósettpappír snúið vitlaust?
... jú, ef pappírinn fellur eins og öfugur foss, þá snýr hann vitlaust...
... hugsið ykkur á, sem rennur aftur á bak fram af klettabrúninni... hún rennur á bakinu fram af... það er öfugur foss...
... svona eins og á þessari mynd eiga klósettrúllur að snúa... eins og réttur foss... foss sem rennur á maganum fram af...
.
.
... vinsamlega skoðið þetta heima hjá ykkur og kippið í lag ef pappírinn snýr öfugt...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Melta
2.1.2008 | 20:14
... ég keypti mér Meltu um miðjan desember og lá á henni meira og minna öll jólin...
... þið sem eigið ekki svona Meltu... endilega prufið... þetta er hið mesta þarfaþing... því miður á ég bara mynd af henni í svart hvítu... en hún er gul í raun og veru...
.
.
... þá var mér gefin Blika um jólin, en mér leist ekkert á hana...
.
.
... svo ég skipti á henni og keypti mér... Sofandahátt... reyndar svolítið vont að sofna fyrir honum á kvöldin... en það venst... þessi er 3ja slissa með sjálfvirkum passa....
.
.
... góðar stundir...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)