Færsluflokkur: Dægurmál

Morgunte með okkur Bratti

... vaknaði alveg stálsleginn í morgun... og þá datt mér fyrst í hug þegar ég leit í spegilinn... :

Stálsleginn... maður hlýtur að líta verr út en þetta ef maður hefur verið sleginn með stáli... væri maður þá ekki allur skakkur og skældur?

Jæja, svo hætti ég nú að hugsa um það og fékk mér te... þá skyndilega fór ég aftur að hugsa...

"Skildi hvernig vera þungt"?

Af hverju ertu að spá í það Brattur minn, sagði ég við sjálfan mig...

Jú, það er oft verið að segja við mig "hvernig liggur á þér"... ég skoða mig allan og sé ekkert hvernig á mér, ég hlyti að finna fyrir því ef það lægi á mér.

Já, Brattur minn, svaraði ég sjálfum mér... það er svo mikið til í þessu hjá þér...

Eigum við ekki bara að fá okkur meira te?

.

 englishbreakfast-prod

 .

 


Hjálp - mig vantar ættarnafn

... það skiptir miklu máli í hvaða röð maður setur orðin þegar talað er eða skrifað...

Það er ekki sama hvort maður segir aumingja Brattur eða Brattur aumingi... 

Annars er ég alltaf að leita mér að eftirnafni... eða svona ættarnafni...

Hef stundum kallað mig Brattur frá Bjarndýraeyju...

.

10603101

 

 

.
Þá hefur mér dottið í hug eftirfarandi:

Brattur Steinsnar (sko, ég er nefnilega aldrei langt frá mér)
Brattur Obbosí (sko, segi oft obbosí á morgnana þegar ég fer framúr)
Brattur Bóla (sko, er afkomandi hálfbróður Bóluhjálmars)
Brattur Berjalyng (sko, berjalyng er íslenskt eins og ég)
Brattur Minkabani (sko, einu sinni minnkaði ég flugnabanadós)
Brattur Ronaldo (sko, við höldum báðir með Man.United)
Brattur Tröll (sko, er frá Tröllaskaga)
Brattur Skelfilegi (sko, mig langar oft að vera skelfilegur, en hef ekki náð því ennþá)
Brattur Brúnaþungi (sko, ég er ekki brúnaþungur, bara þungur)
Brattur Brattur (sko, þetta gæti verið flott að heita í höfuðið á sjálfum sér)
Brattur Vatnsþeytari (sko, þeyti frá mér vatninu þegar ég er að synda)
Brattur Hananú (sko, það er gott að segja hananú, þegar maður drekkur te)
Brattur Á (sko, er oft að veiða út í á)

Kæru hlustendur, viljið þið hjálpa mér að velja eitt af þessu... eða þá að koma með tillögu frá ykkur sjálfum...

.

 


Sjómaðurinn.

... pabbi gamli á afmæli í dag... hann var alla sína starfsævi sjómaður...

13 ára gamall byrjaði hann á trillu með pabba sínum... strákurinn var sjóveikur, og gubbaði.

Til að herða hann var hann sleginn í andlitið með blautum sjóvettlingi... þannig átti að lækna sjóveikina... en hann fann alltaf fyrir henni meðan hann var til sjós...

.

sailor

.

... ég reyndi fyrir mér í 3 vikur sem sjómaður... fór einn túr með fragtskipi til Evrópu... ógleymanleg ferð...sá útlöndin í fyrsta skiptið frá hafi...en mikið svakalega var ég sjóveikur... léttist um mörg kíló, unglingurinn á þessum 3 vikum...

Pabbi fór sem ungur drengur út í Drangey á Skagafirði ásamt fleirum að veiða fugl og tína egg... þeir bjuggu í hellisskúta og lágu á heyi í heila viku... þessir kappar voru miklir harðjaxlar...

.

 egg_webb_color_200

.

Ég var heppinn að vera sjóveikur og fara ekki til sjós eins og margir í kringum mig... en ég hef alltaf haft sterkar taugar til sjómanna og dáist að þeim... dugnaðarmenn og litlir vælukjóar...

 


Hvippurinn og hvappurinn

Hér er lítil saga, en hugmyndin að henni kviknaði þegar ég las síðustu færslu  Ragnheiðar bloggvinkonu. 

 ... einu sinni var lítill fugl... sem langaði rosalega að fara til hvippsins og hvappsins... en hann bara vissi ekki hvar hvippurinn og hvappurinn voru...

.

 

 bluebird

.

Hann fór og spurði ugluna vitru; veist þú ugla mín hvar hvippurinn og hvappurinn eru?
Af hverju viltu vita það litli fugl, sagði uglan djúpri röddu og talaði eins og sú sem veit allt.

Ég held það sé svo rosalega skemmtilegt þar, sagði litli fuglinn... og mér hálfleiðist núna svo mig langar á stað þar sem mér leiðist aldrei.

Huuu.... svoleiðis staður er ekki til, sagði uglan þá. En ef þú ferð inn í hvippinn og hvappinn þá getur þú dvalið þar um stund og skemmt þér... en þú verður að fara út um hvippinn og hvappinn aftur... því það getur verið hundleiðinlegt ef það er alltaf skemmtilegt hjá manni.

.

owl

.

Þetta skildi litli fuglinn ekki. Hvernig getur verið leiðinlegt að hafa alltaf skemmtilegt hmmmm.... og hann klóraði sér í litla hausnum sínum... en uglan er vitur og maður á að taka mark á henni...

Ef þú segir mér hvar hvippurinn og hvappurinn eru, þá lofa ég því að staldra bara stutt við, tísti litli fuglinn...
Uglan beygði sig niður að fuglinum og hvíslaði í eyra hans...

Litli fuglinn hóf sig til lofts og flaug í suðurátt... þar sem græni dalurinn var... hann var hamingjusamur og söng af hjartans gleði...

En uglan sat enn á greininni sinni og saug upp í nefið og sagði huuuu....

 


Gleðin

... var að velta fyrir mér um daginn hvar Hrollurinn í mér ætti heima... sjá hér.

Nú er ég að velta fyrir mér hvar Gleðin á heima í mér... mér finnst hún eigi heima rétt undir bringspölunum á mér... þegar ég er kátur þá fer allt á fleygi ferð þarna hjá þessu skrítna svæði, bringspölunum...

... hvernig annars í ósköpunum stendur á þessu orði, bringspalir?... getur maður farið að nota þetta orð meira... t.d. ég þarf að skreppa bringspöl eftir hádegið... gæti þýtt; ég þarf að skreppa í næsta hús eftir hádegið...

... en þetta var nú útúrdúr... af hverju verður maður glaður? Jú, oft er það vegna þess að einhver hefur glatt mann með veraldlegum gjöfum... ennþá betra ef sá sem þér þykir væntum gleður þig með fallegum orðum, brosi eða hlýlegu augnaráði...

...ekki síður verður maður glaður ef með sama hætti manni tekst að gleðja aðra...

.

 453848_kissing_bears

.

Gleðin getur alveg sleppt sér á góðum degi... og kallað fram hlátur og fiðring... og að kvöldi dags ertu kominn með harðsperrur í bringspalirnar... af gleði einni saman...

Gleðilegar stundir.


Framtíðin

Framtíðin er eins og fugl
sem þú sérð í fjarska.

Hann flýgur hring
eftir hring
um himinninn.

En er alltaf
langt í burtu.

Og þú nærð honum aldrei.

.

 dreamy_twilight

.


Eric Cantona

... fyrst ég var að skrifa um Man. United í gær, verð ég eiginlega að bæta aðeins við um hann Eric Cantona... hann var ekkert venjulegur knattspyrnumaður...

... Ferguson keypti hann frá Leeds fyrir lítinn pening, þar sem vinurinn hafði lent í einhverjum vandræðum utan vallar og Leedsararnir vildu losna við hann...

Cantona var alltaf með kragann á treyjunni uppi, það var eitt af einkennismerkjum hans...

.

 518

.

In football, I wore my collar up like that to hide the traces of the heavy burden I was carrying! No, I´m kidding: I was never the one saying that. But it´s like the idea of tattos for this photo - I like it because I thought it was very powerful.

Þá er Kung Fu sparkið hans ógleymanlegt, þegar einhver fótboltabullan á pöllunum kallaði mömmu Cantona illum nöfnum... Cantona svaraði fyrir sig og mömmu sína með því að spraka í bulluna...
Hlaut margra mánaða keppnisbann fyrir, en það kallar enginn mömmu mína illum nöfnum... sagði kappinn...

.

 Eric_Cantona_183290g

 . 

My best moment? I have a lot of good moments, but the one I prefer is when I kicked the hooligan!

.

 erictheking

 

.


Skrítið tungumál

... ég er fæddur á Ólafsfirði í hjarta Tröllaskagans mikla... þegar ég var barn og unglingur, var þessi fjörður mjög einangraður... eini vegurinn í burtu var Lágheiðin sem var ekki opin að viti nema í júní, júlí og ágúst ár hvert...

... Múlavegurinn breytti miklu, þegar við fórum að komast akandi inn til Akureyrar... það var eins og þegar kálfunum var sleppt út á vorin... vissum ekkert hvernig við áttum að hegða okkur innan um aðra Íslendinga...

.

 meiri_belgiskar_vofflur

 

.

... og svo fór ég að átta mig á að fólk skildi ekki alltaf það sem við sögðum...

"Illa vitlaus" var mikið notað þegar meint var, þú ert nú meiri hálfvitinn... reyndar var "Illa vitlaus" ofnotað af mörgum og sagt í tíma og ótíma, kannski í staðinn fyrir... já, þú segir það...

... svo söguð menn "Karlinn".... eða "Kallinn" sem síðan varð stytt í "Kellllll".... þar sem L-ið var dregið í það óendanlega... þessir orð  voru notuð þegar þú vildir segja "Rosalega var þetta fyndið hjá þér" og einnig þegar þú sagðir eitthvað fyndið... þá endaðir þú setninguna á "Kelllll"... til að undirstrika hvað þetta var nú fyndið...

Nokkur orð sem Ólafsfirðingar notuðu skildu menn bara alls ekki:

Blink
Garðína
Bombólur
Kortel
Vöblur

Blink merkir Spúnn

Garðína merkir Gardína

Bombóla er gúmmístígvél með ól...

Kortel var notað t.d. þegar sagt var "Klukkuna vantar Kortel í" í staðinn fyrir Korter í...

Vöblur er nú bara þessar dásamlegu Vöfflur (sem ég ætla reyndar að baka í dag í tilefni dagsins!)

Já, svona getur nú einangrunin farið með fólk... ekki nema von að ég sé eins og ég er...

 


Kjúllar eru kjarkmiklir

... það er ábyggilega margvíslegt sem minnir fólk á Páskana... föstudagurinn
langi, krossfestingin...frí... fjallaferðir, sólarferðir, skíði... Páskaegg...
guli liturinn á Páskaliljunum og Páskaungarnir á toppi Páskaeggjana.

.

paskalilja

.

... ég hef hvorki skoðað það né kynnt mér, hvernig þessi Páskaungi er til kominn... reyndar hefur hann lent í samkeppni við Strumpa og aðrar skrítnar verur í seinni tíð...

.

 Disney-Chicken-Little

.

... velti fyrir mér í þessu samhengi af hverju huglaust fólk er kallað "Chicken"...
... eru kjúklingar virkilega huglausir... ég er ekki alveg sannfærður um það...
Sjáið t.d. þennan hérna á myndinni, huglaus, nei ekki aldeilis...

... ég hef því í dag stofnað stuðningsmannafélag kjúklinga sem hefur það að
markmiði að kveða þessa þjóðsögu niður..

... félagið heitir; "Kjúllar eru kjarkmiklir" skammstafað KEK.

Þeir sem vilja ganga í félagið skrái sig hér í athugasemdum.

Gleðilega Páska.

Brattur "Chicken" 
Formaður KEK

 


Skytturnar 3

... Mér hefur sjaldan brugðið eins mikið og þegar ég uppgötvaði að skytturnar þrjár voru fjórar...

.

Dartagnan-musketeers

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband