Hjálp - mig vantar ættarnafn

... það skiptir miklu máli í hvaða röð maður setur orðin þegar talað er eða skrifað...

Það er ekki sama hvort maður segir aumingja Brattur eða Brattur aumingi... 

Annars er ég alltaf að leita mér að eftirnafni... eða svona ættarnafni...

Hef stundum kallað mig Brattur frá Bjarndýraeyju...

.

10603101

 

 

.
Þá hefur mér dottið í hug eftirfarandi:

Brattur Steinsnar (sko, ég er nefnilega aldrei langt frá mér)
Brattur Obbosí (sko, segi oft obbosí á morgnana þegar ég fer framúr)
Brattur Bóla (sko, er afkomandi hálfbróður Bóluhjálmars)
Brattur Berjalyng (sko, berjalyng er íslenskt eins og ég)
Brattur Minkabani (sko, einu sinni minnkaði ég flugnabanadós)
Brattur Ronaldo (sko, við höldum báðir með Man.United)
Brattur Tröll (sko, er frá Tröllaskaga)
Brattur Skelfilegi (sko, mig langar oft að vera skelfilegur, en hef ekki náð því ennþá)
Brattur Brúnaþungi (sko, ég er ekki brúnaþungur, bara þungur)
Brattur Brattur (sko, þetta gæti verið flott að heita í höfuðið á sjálfum sér)
Brattur Vatnsþeytari (sko, þeyti frá mér vatninu þegar ég er að synda)
Brattur Hananú (sko, það er gott að segja hananú, þegar maður drekkur te)
Brattur Á (sko, er oft að veiða út í á)

Kæru hlustendur, viljið þið hjálpa mér að velja eitt af þessu... eða þá að koma með tillögu frá ykkur sjálfum...

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er með þetta: Von Bratts.

Verður ekki betra, believe me.  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Gunnar Níelsson

Brattur Steinsnar ekki spurning Brattur ! 

Gunnar Níelsson, 28.3.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Ragnheiður

Brattur von Bratts...vonin sjálf..já líst skást á það, annars er Brattur Á afskaplega passlegt og ekki flókið að muna það (meina fyrir mig sko)

Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur Bestaskinn Á Morgunoghinn ? 

Anna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Brattur Bregga

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Brattur

Gunnar Helgi, nú skil ég ekki baun, hvað þýðir Bregga?

Brattur, 29.3.2008 kl. 00:03

7 identicon

Hvað um Brattur Bjarti Bóhem eða Brattur sagnaskáld það er eitthvaqð svo íslenskt.

En Brattur Blíðfagri finnst mér hljóma líka afar vel. Eða bara Brattur Brattan.

ej

edda (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:06

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er alltaf svag fyrir stuðlum:

Brattur Brennunjáls (sko, voða þjóðlegt)
Brattur Bragarbót (sko, alltaf að bæta fyrir eitthvað)
Brattur Bragðarefur (sko, gæti átt við en kannski ekki)
Brattur Bragðgóði (sko...  Annaaaaa???)
Brattur Brattfugl (sko, brattfugl = lús)  mæli ekki með þessu
Brattur Braukmikli (sko, braukmikill = hávaðasamur)

Hmmm... það myndi hjálpa að þekkja viðfangsefnið betur... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 02:07

9 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Brattur Steinsnar fær stig frá mér, hljómar nógu mikið sem íslenskað, erlent snobb.

Brattur Minkabani hefur áhugaverðustu söguna. Sé nafn þitt fyrir mér í sögubókum grunnskóla í kafla um hvunndagshetjur 21. aldarinnar. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.3.2008 kl. 11:33

10 identicon

Brattur Steinsnar en þá verður líka að vera tvö rr í endan. Það ku vera gasalega fínt ! svolítið uppskrúfað í endan

Brattur Steinsnarr

Hildur (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:47

11 Smámynd: Júdas

Bloggeyrar Brattur!   Held að það sé á lausu. 

Hver var þessi Bloggeyrar Brattur?

barnungur fór út í heim,

Ráfað'um ritvöllinn fattur

í rafrænum samskipta geim.

J.I

Júdas, 30.3.2008 kl. 09:46

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brattur von Selbschwimmerkompetant.

Halldór Egill Guðnason, 1.4.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband