Morgunte með okkur Bratti

... vaknaði alveg stálsleginn í morgun... og þá datt mér fyrst í hug þegar ég leit í spegilinn... :

Stálsleginn... maður hlýtur að líta verr út en þetta ef maður hefur verið sleginn með stáli... væri maður þá ekki allur skakkur og skældur?

Jæja, svo hætti ég nú að hugsa um það og fékk mér te... þá skyndilega fór ég aftur að hugsa...

"Skildi hvernig vera þungt"?

Af hverju ertu að spá í það Brattur minn, sagði ég við sjálfan mig...

Jú, það er oft verið að segja við mig "hvernig liggur á þér"... ég skoða mig allan og sé ekkert hvernig á mér, ég hlyti að finna fyrir því ef það lægi á mér.

Já, Brattur minn, svaraði ég sjálfum mér... það er svo mikið til í þessu hjá þér...

Eigum við ekki bara að fá okkur meira te?

.

 englishbreakfast-prod

 .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég get ímyndað mér að það sé gaman að sitja og spjalla við þig... þú kemur mér i gott skap (betra skap) með þessum vangaveltum þínum.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Brattur

... takk fyrir innlitið í morgunteið mitt, góðu Skandínavar... alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn... okkur Önnu finnst bara gaman að klöngrast... það gefur lífinu gildi...

... klöngrast... skemmtilegt orð... þarf að skoða það aðeins betur...

Brattur, 29.3.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Min kæri Von Bratts. Fáum okkur endilega meira te. Eigðu svo góðan dag með þínum skemmtilegu hugsunum. Þú ert heppin að hugsa eins og þú gerir, því þér getur ekki leiðst mikið á meðan þú hefur þig. Comprende?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Alltaf góður..

Agnes Ólöf Thorarensen, 29.3.2008 kl. 15:01

5 Smámynd: Gunnar Níelsson

Brattur vinur minn hvað með að bauka ?    Ég td bauka við grillið , las að Anna baukaði við gerða skattaskýrslna.  Má það annars ?

Það  er mun betra að bauka þegar maður málar tel ég, allar hreyfingar verða svo mjúkar.

Gunnar Níelsson, 29.3.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég var að fá útskýringu á skilningi ykkar á orðatiltækinu "að bauka".  Það er nú gott að vera glaður við gerð skattskýrslna.... right ?    Bara telja ALLT fram !

Anna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:19

7 Smámynd: Brattur

Mr. Níelsson... ég er nú bara að halda upp á sigur minna mann Man.United... einn baukur fyrir hvert mark... það er reglan... þeir eiginlega skora of mikið... hik... ef þú ert með sömu reglu og ég, þá ert þú nú bara alltaf edrú, greyið...

... en mikið held ég að þú málir vel Mr. Níelsson... engar beinar línur... bara mjúkar...

Brattur, 29.3.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: Gunnar Níelsson

Hér er allt málað í þessum fallegu mjúku línum Brattur !  Anna fékk frest á skýrsluna okkar í Dalsg.  Spurning hvort þú takir ekki verkið gegn veglegri greiðslu ??

Brattur þú og Tóti Tyrfings þurfið líklega að kanna með horn-herbergi fyrir ykkur MU fans.

Annars skal ég viðurkenna að allt sem er fallegt og flott kann ég að meta ! Líklega vegna þess sem ég er svo lengi að klæða mig á hverjum degi, öll þessi víðáttu mikla fegurð sem við mér blasir tefur mig

Gunnar Níelsson, 29.3.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband