Færsluflokkur: Dægurmál

Kvöld í Skagafirði

Ég var á ferð um Skagafjörðinn seinnipartinn í gær...

.

Strákavegur

.

 Kvöld-í-Skagafirði

 


Stikkhúfa - svarið við getrauninni

Jæja, þá er komið að því að birta svarið við getrauninni sem ég var með í gær.

Þakka öllum sem tóku þátt snyrtilega fyrir... margar skemmtilegar tilgátur bárust, en engin þeirra reyndist rétt..

Stikkhúfa er.... trommusláttur............................... TAPPI á gosflösku!

Já, þetta vissu hvorki þeir Óli kolamoli né Sandhóla Pétur... og hvað þá Gunnar Helgi. Hann vissi ekki baun...

.

cream-soda-4434

.

Í mínu ungdæmi var til leikur sem hét Stikk. Hann gekk út á það að töppum af gosflöskum (úr gleri n.b.)var rennt eftir gólfi og að gólflista eða einhverri línu sem var á gólfinu. Sá sem átti flesta tappana sem næst voru línunni eða gólflistanum vann leikinn.

Síðan er tappi náttúrulega húfa á gosflösku og þá er nafnið komið : Stikkhúfa.

 


Getraun

Kannast hlustendur við orðið "Stikkhúfa" og hvað þýðir það:

Húfa sem sér:

.

 alife_bonneteyes_1

.

 Húfa sem sér og borðar:

.

 

 bg_dino

.

Lambhúshetta:

.

 

 s7_970512_imageset_01?$main-Large$

.

Englahúfa:

.

GMa

.

 Eða kannski bara eitthvað allt annað?

 .

 charm_82235

.


Hrollur

... ég talaði aðeins um Glóruna í okkur í gær... nú er komið að öðrum heimilismanni sem er búsettur í okkur öllum og heitir HROLLUR...

Allir kannast við Hroll...hann hristir sig og hossar þegar við sjáum t.d. eitthvað verulega ljótt...
Hann skríður niður bakið og maður finnur fyrir miklum ónotum þegar hann mjakar sér undir húðinni...

Hrollur þolir heldur ekki kulda... þá hleypur hann eins og byssubrandur út um
allan skrokkinn á manni... og hann virðist bara vera alls staðar...
... í tánum í hnjánum og svo á milli herðablaðanna...

.

bossybear

.

Hrollur getur líka látið vita af sér ef manni líður vel... þá fer um mann unaðshrollur...
Þegar Man. United spilar fallega sókn sem endar með glæsimarki... unaðshrollur...

Ég veit hvar Hrollur á heima í mér... hann býr á milli vinstri axlarinnar á mér og hálsins...
Ég finn stundum fyrir honum þegar hann er heima hjá sér og vantar að gera
eitthvað... þá kemur svona staðbundinn Hrollur rétt við hálsinn... 
Þá hefur Hrollur greyið ekkert að gera og langar að ég skaffi honum verkefni...

 


Glóra

Orðið grænn er talsvert notað í talmáli, þó ekki sé verið að fjalla um græna litinn... oftast er um frekar neikvæða merkingu. að ræða...

Þú ert nú meiri grænjaxlinn...

Ég er bara alveg grænn...

Ég kem í einum grænum...

Ég er grænn af öfund...

Hef ekki grænan grun...

Hef ekki græna glóru...

Það er hinsvegar alveg á hreinu að Glóran er græn... en það náttúrulega vissuð þið...

.

 3396-DEFAULT-l

.

Glóran gegnir miklu hlutverki í okkar daglega lífi... og eins gott að hlúa vel að henni blessaðri, annars gæti illa farið...

Ja, ekki vildi a.m.k. ég vera Glórulaus til lengri tíma litið...


Vetur

... fegurðin getur svo sannarlega verið í kulda og snjó á Íslandi... tók þessar myndir í morgun á Snæfellsnesinu...

.

 Vegur

.

.

 Sól

.

.

 

 Fjall

 

.


Emil hugrakki

... ég er frekar fyrir svona aula- og fimmaurabrandara heldur en annað...

Man eftir einum gömlum sem sýnir að menn eiga aldrei að gefast upp, þrátt fyrir að við ofurefli sé að etja, ef á rétti eða eigum manna er troðið... já segi og skrifa troðið...

.

ant

 

.

Fíllinn hafði traðkað niður mauraþúfuna. Maurarnir urðu alveg brjálaðir og réðust á fílinn og hlupu upp um hann allan og reyndu að þjarma að honum.

Fíllinn hristi sig allan og skók svo maurarnir þeyttust í allar áttir... loks var bara einn eftir sem hékk á hálsinum á fílnum...

Þá öskruðu vinir hans á jörðu niðri : KYRKT'AN Emil - KYRKTU HANN....


Einstakur baukur - góður báðum megin

.

 Blár-Brattur

Já, Rommýmótið framundan og smíði verðlaunasparibauksins lokið, blóð, sviti og bros.
Einhver myndi segja að þessi baukur væri "Look-a-like" baukur og hugmyndinni stolið frá einhverjum öðrum.´

Dæmi nú hver fyrir sig.... og kíkið á síðu Sparisjóðsstjórans sjálfs... þetta er ekki eins... er það nokkuð?

Kjörorð bláu hliðarinnar er:

Ef þú ert blankur
þá taktu eftir mér
taktu handfylli af krónum
og skemmtu þér.
 

 

.

 

.

 

Bleikur-Brattur

 

 

Ef eigandi bauksins fær leið á
bláu hliðinni...Þá er þessi baukur
þannig gerður að með einu
handtaki er hægt að
breyta honumí bleikan... 

Þessi hlið hefur þetta kjörorð:

Ef þú ert súr og sár
og farið er allt þitt hár
Fáðu þá hjá mér aur
og hættu að láta eins og maur.

 

 

 

Og slagorðið hjá okkur er: 

"Sparisjóðurinn sér sýnir"


Með strengi í heilanum

... ég er búinn að komast að því að þegar ég fæ hausverk, þá er það alltaf í kjölfarið á heilabrotum hjá mér... ég hugsa stíft og heilinn brotnar tímabundið í margar parta... hugsunin verður óskýr... svo kemst ég að niðurstöðu og heilinn raðar sér aftur saman með miklu ískri..

... það eru mikil átök sem eiga sér stað þarna uppi í toppstykkinu... eftir á kemur stóri hausverkurinn... strengirnir eftir mikla hugsun...

... hvað segja hlustendur um þetta... kannist þið við svona strengi?

.

 thinker

.


Vikudagarnir

Sunnudagur...

Alltaf einhver ró sem fylgir þessum vikudegi... leiðir hugann að því hve ólíkir þeir bræður allir eru... vikudagarnir... og mörg skáldin hafa ort um þá...

Mánudagurinn... "Klukkan að verða tíu og aðeins monthanar komnir á fætur" segir Hörður Torfason í texta sínum um þann dag...

.

 monday_morning_blues

 

.

Þriðjudagur... "Ég vaknaði of snemma og gat ekki keypt mér snúð"...
M. Hannesson

Miðvikudagur..."og lífið gengur sinn gang"... ódauðlegur texti Steins Steinarrs...

.

 Butterflies

.

Fimmtudagur... "Það er fimmtudagur og ég er ennþá til"... M.Hannesson...

Föstudagur... "Friday on my mind"... hver man ekki eftir því skemmtilega lagi með Easybeats

Laugardagur... "Saturday night's all rigth for figthing"... Bernie Taupin

Sunnudagur... "Hve mjúkur þú ert kæri vinur, og hlýlega hugsar um mig"... M.Hannesson

.

 Loving-Hands-Photographic-Print-C12153830

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband