Gleðin

... var að velta fyrir mér um daginn hvar Hrollurinn í mér ætti heima... sjá hér.

Nú er ég að velta fyrir mér hvar Gleðin á heima í mér... mér finnst hún eigi heima rétt undir bringspölunum á mér... þegar ég er kátur þá fer allt á fleygi ferð þarna hjá þessu skrítna svæði, bringspölunum...

... hvernig annars í ósköpunum stendur á þessu orði, bringspalir?... getur maður farið að nota þetta orð meira... t.d. ég þarf að skreppa bringspöl eftir hádegið... gæti þýtt; ég þarf að skreppa í næsta hús eftir hádegið...

... en þetta var nú útúrdúr... af hverju verður maður glaður? Jú, oft er það vegna þess að einhver hefur glatt mann með veraldlegum gjöfum... ennþá betra ef sá sem þér þykir væntum gleður þig með fallegum orðum, brosi eða hlýlegu augnaráði...

...ekki síður verður maður glaður ef með sama hætti manni tekst að gleðja aðra...

.

 453848_kissing_bears

.

Gleðin getur alveg sleppt sér á góðum degi... og kallað fram hlátur og fiðring... og að kvöldi dags ertu kominn með harðsperrur í bringspalirnar... af gleði einni saman...

Gleðilegar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég veit ekki alveg hvar gleðin á heima í mér -hélt að ég hefði týnt henni en hún er að koma aftur smátt og smátt.

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Brattur

já, Ragnheiður... það koma upp kringumstæður í lífinu sem við ráðum ekki við... þó við séum öll af vilja gerð... og þá heldur maður að gleðin komi aldrei aftur til manns... það er gott að heyra að þú ert að finna hana hægt og rólega aftur... ég hugsa oft til þín og þeirra sem eiga erfitt vegna þess að ástvinir þeirra eru farnir... mér finnst þú ótrúlega sterk kona og fyrirmynd í hreinskilni og heiðarleika sem endurspeglast í skrifum þínum í gegnum erfiðleikana síðustu mánuði...

... ég er alltaf að leitast við að bæta mig og þroska sem manneskju... og ég hélt reyndar að ég væri bara ágætur... næstum því fullkominn

... en svo komst ég að því að ég á langt í land...

Það eru manneskjur eins og þú og hún Anna mín sem hafa kennt mér meira um lífið, á stuttum tíma, meira en ég hef nokkru sinni áður lært...

Brattur, 25.3.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Bringspalir er alveg einstakt orð og ég hef oft hugsað um það, en maður heyrir þetta aldrei "nútildax".  Ég man eftir að hafa heyrt svona eins og þetta: "æ, mikið fæ ég alltaf fyrir bringspalirnar eftir að borða saltkjöt og baunir."  Voðalega heimilislegt, en ekki kannski beinlínis þægilegt fyrir þann er fyrir verður. Ég held að ég hafi engar bringspalir.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Brattur

... Guðný Anna... það er ábyggilega til fólk sem hefur engar bringspalir... og miklu fleiri sem hafa ekki hugmynd um að þeir eru með bringspalir...

Brattur, 25.3.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir falleg orð og ég tek svo hjartanlega undir með þér með hana Önnu. Hún er yndislegust í heiminum.

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Júdas

rimill, fjöl (uppstandari) í grind eða öðru rimlaverki.Væri ekki hægt að nota þetta um uppistnadarana okkar eins og þá spaugstofumenn?Þeir væru þá góðir eða slæmir spelir......Nú eða máttarstólpar í fyrirtækjum væru Spelir.Jóhannes jónsson væri þá mikill spölurí ísl. verslunBara lítið innlegg...............

Júdas, 25.3.2008 kl. 23:46

7 identicon

Bara smá hugleiðing. Sé orðið bring úr ensku og merki bring this to me. (Færðu þetta til mín) Spalir séu fleirtala af spölur. Þá gæti þetta verið viltu flytja mig smá spöl nær þessarri gleði eða fjær þessum óþægindum þarna innan í mér....????

Er ekki annars orði bring sama og bringa og spalir einhver bein sem tengja bringu og rifbein - líffræðin ekki sterk hér á bæ. - En tek undir að gleði og aftur gleði og hamingja það er eitthvað sem að allir eig að fá að upplifa og lifa við. Það er bara þetta að finna ....... þrátt fyrir áföll og hremmingar. Eða að finna aftur..........

kv. ej

edda (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það gleður mig að lesa færslurnar þínar...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.3.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband