Hvippurinn og hvappurinn

Hér er lítil saga, en hugmyndin að henni kviknaði þegar ég las síðustu færslu  Ragnheiðar bloggvinkonu. 

 ... einu sinni var lítill fugl... sem langaði rosalega að fara til hvippsins og hvappsins... en hann bara vissi ekki hvar hvippurinn og hvappurinn voru...

.

 

 bluebird

.

Hann fór og spurði ugluna vitru; veist þú ugla mín hvar hvippurinn og hvappurinn eru?
Af hverju viltu vita það litli fugl, sagði uglan djúpri röddu og talaði eins og sú sem veit allt.

Ég held það sé svo rosalega skemmtilegt þar, sagði litli fuglinn... og mér hálfleiðist núna svo mig langar á stað þar sem mér leiðist aldrei.

Huuu.... svoleiðis staður er ekki til, sagði uglan þá. En ef þú ferð inn í hvippinn og hvappinn þá getur þú dvalið þar um stund og skemmt þér... en þú verður að fara út um hvippinn og hvappinn aftur... því það getur verið hundleiðinlegt ef það er alltaf skemmtilegt hjá manni.

.

owl

.

Þetta skildi litli fuglinn ekki. Hvernig getur verið leiðinlegt að hafa alltaf skemmtilegt hmmmm.... og hann klóraði sér í litla hausnum sínum... en uglan er vitur og maður á að taka mark á henni...

Ef þú segir mér hvar hvippurinn og hvappurinn eru, þá lofa ég því að staldra bara stutt við, tísti litli fuglinn...
Uglan beygði sig niður að fuglinum og hvíslaði í eyra hans...

Litli fuglinn hóf sig til lofts og flaug í suðurátt... þar sem græni dalurinn var... hann var hamingjusamur og söng af hjartans gleði...

En uglan sat enn á greininni sinni og saug upp í nefið og sagði huuuu....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Jaá...hvippur og hvappur eru semsagt bara hugarástand. Það er nokkuð merkilegt.

Takk fyrir fína færslu..vissi að þú klikkaðir ekki á þessu

Ragnheiður , 26.3.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góð saga atarna...

Steingrímur Helgason, 26.3.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott saga...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.3.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góð saga. Ég held alltaf að ég sé ugla en samt tekur enginn mark á mér...  Ég þarf eiginlega að kynnast litlum fugli... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband