Færsluflokkur: Dægurmál

Úlfur í sauðagæru

Framsóknarflokkurinn leitar nú allra ráða til að fela ljóta fortíð sína. Halldór og Íraksstríðið, einkavæðingu bankana með Valgerði Sverrisdóttur í broddi fylkingar... og það að vera deild í sjálfstæðisflokknum í mörg ár og bera því ábyrgð á bankahruninu ekki síður en sjálfgræðisflokkurinn...

En nú halda Framsóknarmenn að kjósendur séu búnir að gleyma afglöpum þeirra... en ég hef meiri trúa á Íslendingum en það að þeir fari að kjósa Framsókn í stórum hópum í apríl...

.

 wolf

.


mbl.is Leið til að opna flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúi ekki að fólk kjósi sjálfstæðisflokkinn.

... ég trúi ekki ennþá að 29% þjóðarinnar skuli geta hugsað sér að kjósa sjálfstæðisflokkinn eftir allt sem að sá flokkur er búinn að gera þjóðinni...

Það er sjálfstæðisflokknum aðallega að kenna að þjóðin er allt að því gjaldþrota í dag... með frjálshyggjunni og einkavinavæðingastefnu sinni... sjálfstæðisflokkurinn lét "vini" sína hafa bankana á silfurfati... vini sem kunnu ekki að reka banka... það tók þá ekki nema örfá ár að setja þessa banka á hausinn... "dauða" fjármagnið (eins og Hannes Hólmsteinn komst að orði) var lífgað við en er nú steindauðara en nokkru sinni fyrr...

sjálfstæðisflokkurinn setti síðan kvótakerfið á sem er upphaf spillingarinnar. Kerfi sem bjó til moldríka stétt og skóp mikið misrétti í landinu.

Trúi því ekki kæru landsmenn að þið viljið viðhalda völdum sjálfstæðisflokksins... bara trúi því ekki!!!


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

At vinur minn

Ég átti einu sinni vin sem hét At en hann hvarf...

Ég man vel eftir deginum þegar At hvarf .

Einu sinni bar ég At út á sléttuna það var mikill atburður.

At var latur... ég sá aldrei At vinna.

At var hestamaður... en Barði á Brekku vildi aldrei að At riði Skjóna.

At var skotinn í Sólmundu. Ég vildi vita hvort honum væri alvara og spurði;

Elskar þú hana At?
.

Man%20in%20love%201

.

 


Nú verður endurflutt...

... nú verður endurflutt leikritið Fulli mælirinn eftir H.G. Hannesson...

Einu sinni var mælir, hann var á gangi úti í sveit með nestið sitt. Hann var ungur og saklaus og ofboðslega hamingjusamur.

Hann var alls óhræddur þó hann væri að hugsa um Rauðhettu og ljóta úlfinn sem át ömmu hennar. Hann átti heiminn, ekkert gat gert honum mein.

Ungi mælirinn settist í græna lautu og horfði á allt góðgætið sem var í nestiskörfunni... mmm... hvað þetta var girnilegt... en hættur geta leynst víða þó það sé sólskin og blíða...

Kemur ekki allt í einu korn aðvífandi með fulla flösku af brennivíni og hellir vin okkar fullan.

Þetta var kornið sem fyllti mælinn.
.

 picknick

.


Lokum fyrir rafmagnið

Þegar fólki er sagt upp störfum og ekki er óskað eftir starfskröftum þess á uppsagnartímanum þá kemur það venjulega ekki til vinnu eftir það.

Ég hef a.m.k. ekki heyrt eitt einasta dæmi um það að fólk mæti til vinnu eftir slíka uppsögn af því að það telur sig eiga eftir að ljúka sínu starfi.

En DO er ekkert venjulegur maður.

Það er með ólíkindum að hann vilji hreinlega láta sækja sig inn í bankann og bera út, eða er það ekki það sem hann er að biðja um?
Meirihluti íslensku þjóðarinnar vill ekki hafa þennan mann lengur í þessu starfi. Hann er lifandi mynd spillingarinnar sem við ætlum okkur að kveða niður.

Það er kannski eitt ráð í stöðunni. Skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Seðlabankans og loka símalínum. Setja nýjan Seðlabankastjóra í starfið með aðsetur í Kolaportinu.

Það tæki svo Davíð einhverjar vikur að átta sig á því að hann væri ekki lengur Seðlabankastjóri. Þá kæmi hann út með nýtt ljóð í farteskinu, sem vonandi yrði aldrei birt.

En vonum að hann vitkist og sjái að sér og mæti ekki til vinnu í fyrramálið.
.

 praying_hands_of_an_apostle_statue_lg

.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósár

Í fréttinni segir að...

...stjórnarsetan tryggi Jóni Ásgeiri um 20 þúsund punda laun á mánuði, jafnvirði  3,4 milljóna króna, auk afnota af fyrirtækisbíl og einkaþyrlu.

Datt í hug í þessu samhengi að Íslendingur sem hefur 2,4 milljónir í árstekur yrði 895.833.333.333 ár að greiða þær skuldir sem fjárglæfraútrásarvíkingarnir eru búnir að skella á íslensku þjóðina...

Ég held að þessi duglegi Íslendingur verði orðin svolítið framlágur þegar síðasti greiðsluseðillinn kemur inn um bréfalúguna.
.

 einstein_www-txt2pic-com

.

  


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalbjörn

Einu sinni var maður sem hét Aðalbjörn. Hann átti þrjú börn, Aðalaxel, Aðalgísla og Aðalsigurönnu.

Konan hans hét Lóa. Hún var aldrei kölluð annað en Aðallóa.

Aðalbjörn sagði oft að aðalatriðið í lífinu væri aðallega að standa sína plikt.

Pabbi, hvað þýðir plikt? Sagði Aðalgísli einn daginn þegar pabbi fór með ræðuna um lífið.

Veistu ekki hvað plikt þýðir, Aðalgísli? Sagði pabbi Aðalbjörn hneykslaður.

Aðalfundur! hrópaði hann þá hátt og snjallt. En aðalfundur þýddi að allir í húsinu áttu að mæta á stundinni fram í eldhús og hlusta á Aðalbjörn húsbónda.

Aðalbjörn leit yfir hópinn sinn og sagði; Hann Aðalgísli veit ekki hvað plikt þýðir, vitið þið það?
Nei, engin vissi það.

Ég er oft búinn að segja við ykkur að aðalatriðið í lífinu sé aðallega að standa sína plikt og þið vissuð ekki hvað plikt þýðir, sagði Aðalbjörn og var þungt í honum.

Hvað hélduð þið þá að ég væri að segja?

Mér fannst þú alltaf segja, sagði Aðalsiguranna litla , að maður ætti að standast sína lykt... sem þýddi svo aftur að maður ætti að þola sjálfan sig jafnvel þó það væri vond lykt af manni...

Aðalsiguranna, þú ert gáfuð eins og pabbi þinn, sagði Aðalbjörn brosandi.

Fundi slitið!
.

 TD4-746947

.

 


Skemmdarverk sjálfstæðismanna

Ég ætlaði nú ekki að gera þessa síðu að hvalasíðu, en blogga nú í þriðja skiptið á stuttum tíma um hvalveiðar.

Hún er skrítin tík þessi pólitík. Í miðri kreppu, þar sem mikil vinna og orka fer í það að leysa úr vandamálum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, þá er lítil hvalveiðideila í uppsiglingu. Eða allavega eru menn að eyða tíma sínum í það að karpa um hvalveiðar eða ekki hvalveiðar.

Að mínu viti sýndi Einar Kr. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegsráðherra af sér grófa hegðun þegar hann heimilaði hvalveiðar augnabliki áður en hann hætti.

Einar Kr. sýndi hið rétta andlit sjálfstæðismanna og misnotaði vald sitt til að gera eftirmanni sínum og nýrri stjórn grikk. Kastaði kvikindislegri sprengju sem eingöngu var til þess fallin að trufla nýja ríkisstjórn við vinnu sína.

Þetta er svo týpískt sjálfstæðis eitthvað...

Ég hef aldrei skilið þá sem kjósa sjálfstæðisflokkinn... og hélt eftir að sjá aumi flokkur kafsigldi þjóðarskútuna að ekki nokkur sála myndi kjósa hann aftur... en svo virðist sem að enn sé fólk sem ætli að setja x við dé-ið...

Hvernig í ósköpunum er hægt að kjósa flokk sem hefur farið svona illa með fólkið í landinu?


mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefjum selveiðar

Hef alltaf verið andvígur hvalveiðum alveg frá því að 95% landsmanna voru þeim fylgjandi... nú eru þeir ekki nema 67% og við sem erum andvígir 20%... jæja, einhver verður að vera í minnihlutanum og mér finnst það alls ekki slæmt...

Þeir sem fylgjandi eru hvalveiðum tala gjarnan um að hvalurinn éti frá okkur fiskinn... af hverju drepum við þá ekki bara öll dýr sem borða fisk... seli, fugla, rostunga og ísbirni?... jú við drápum 2 ísbirni í fyrra þannig að nú getum við veitt allan þann fisk sem þeir áður höfðu étið.

Hvalirnir átu fiskinn í sjónum löngu áður en maðurinn fór að veiða fisk... ekki fjölgaði hvölum óheyrilega þá og ekki átu þeir allan fiskinn sem til var í sjónum... það var bara fínt jafnvægi í náttúrunni. Þegar við mannskepnan ætlum að reyna að viðhalda einhverju jafnvægi í náttúrunni með veiðum, reyna að halda ákveðnum keppnautum okkar niðri með því að fækka þeim... þá er voðinn vís...

Eigum við ekki að hefja selveiðar sem fyrst? Nú er enginn selur veiddur lengur, en samt fjölgar sel ekki... jafnvel er talið að sel hafi fækkað eftir að við hættum nánast að veiða hann við Íslandsstrendur... hvernig stendur á því?
.

 baby-harp-seal_78

 

.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokknum allt

Þetta er ekki stundin til að karpa um hvalveiðar... ríkisstjórnarinnar bíða mikilvægari verkefni...

En mikið rosalega sýndi Einar K. Guðfinnsson okkur hversu spilltir pólitíkusarnir eru í dag með því að leyfa hvalveiðar um leið og hann gekk út úr ráðuneytinu í síðasta sinn...
Hann gerði þetta fyrir flokksbróður sinn Kristján Loftsson... "flokknum allt"  kjörorðið þarna í sinni ljótustu mynd...
Svo hlægja þeir kumpánar eflaust að þessu. Sé Einar K. segja við Stjána hval; Hehehe... mikið djöfull lékum núna við á umhverfispakkið... og reka svo báðir upp hrossahlátur spillingarinnar sem sker í eyrun...

Það eru nákvæmlega svona vinnubrögð sem eru óþolandi. Þess vegna segi ég enn og aftur; gefum öllu gömlu flokkunum frí og vinnum að því að leggja þá niður... Flokkunum sem úthluta sjálfum sér laun, flokkunum sem keppa hvor gegn öðrum á óvæginn hátt... og reka rýting í bak óvina jafnt sem vina... Flokkunum sem geta sjaldnast rætt málefnalega saman og eru sífellt í einhverju skítkasti... þetta gamla flokkakerfi nýtist ekki lengur almenningi í landinu...

Fyrir utan það er ég algjörlega á móti hvalveiðum og hef alltaf verið Smile
.

 whale

.

 

 


mbl.is Skoðar ákvörðun um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband