Hefjum selveiðar

Hef alltaf verið andvígur hvalveiðum alveg frá því að 95% landsmanna voru þeim fylgjandi... nú eru þeir ekki nema 67% og við sem erum andvígir 20%... jæja, einhver verður að vera í minnihlutanum og mér finnst það alls ekki slæmt...

Þeir sem fylgjandi eru hvalveiðum tala gjarnan um að hvalurinn éti frá okkur fiskinn... af hverju drepum við þá ekki bara öll dýr sem borða fisk... seli, fugla, rostunga og ísbirni?... jú við drápum 2 ísbirni í fyrra þannig að nú getum við veitt allan þann fisk sem þeir áður höfðu étið.

Hvalirnir átu fiskinn í sjónum löngu áður en maðurinn fór að veiða fisk... ekki fjölgaði hvölum óheyrilega þá og ekki átu þeir allan fiskinn sem til var í sjónum... það var bara fínt jafnvægi í náttúrunni. Þegar við mannskepnan ætlum að reyna að viðhalda einhverju jafnvægi í náttúrunni með veiðum, reyna að halda ákveðnum keppnautum okkar niðri með því að fækka þeim... þá er voðinn vís...

Eigum við ekki að hefja selveiðar sem fyrst? Nú er enginn selur veiddur lengur, en samt fjölgar sel ekki... jafnvel er talið að sel hafi fækkað eftir að við hættum nánast að veiða hann við Íslandsstrendur... hvernig stendur á því?
.

 baby-harp-seal_78

 

.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góðar spurningar sem þú veltir upp hér Brattur

Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir það Óskar... mér finnst umræðan um hvalveiðar oft vera svo einföld... Menn geta t.d. verið fylgjandi hvalveiðum vegna þess að þeir "vilja ekki láta aðrar þjóðir segja sér fyrir verkum".... þetta er einhver þráhyggja sem menn eru haldnir og eru ekkert spá í það hvort eitthvert vit er í því að veiða hval...  einhver þjóðarrembingur finnst mér helst...

Brattur, 3.2.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Fjári finnst mér þú brattur Brattur, hvar er nú sá meirihluti sem á að ráða. henntar þér og þínum líkum það ekki í þetta sinn? Ef einhver skinsemi er til þá er það öllum fyrir bestu að fá að veiða þessi dýr, eins og annað sem er í sjónum, það er líka hægt að skoða þau.

Hörður Einarsson, 3.2.2009 kl. 21:09

4 Smámynd: Brattur

Hörður, ég er ekkert að segja að minnihlutinn eigi að ráða... en minnihlutinn má hafa skoðun og ég hef hana... finnst ótrúlega vitlaust að vilja drepa og veiða dýr sem nánast enginn markaður er fyrir og erfitt að selja afurðirnar... fyrir utan það hvað við sköðum laskaða ímynd Íslands erlendis... það er ekki það sem við þurfum í dag...

Brattur, 3.2.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hver sagði þér að minnihlutinn mætti hafa skoðun?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 21:26

6 Smámynd: Brattur

Ó, Hrönn var það rangt hjá mér... var það ekki bara svoleiðis í valdatíð Sjálfstæðisflokksins???

Brattur, 3.2.2009 kl. 21:40

7 Smámynd: Hörður Einarsson

Það er bara þessi háværi minnihluti sem vonandi enginn skinsamur maður tekur mark á, því eins og allir vita, þá bylur hæst í tómri tunnu.

Hörður Einarsson, 3.2.2009 kl. 21:45

8 Smámynd: Brattur

Hörður... ég er alveg ótrúlega lágstemmdur maður... mér leiðist mikill hávaði... Mér finnst samt ótrúlega heimskulegt að skjóta hvali... borðar þú hval?

Brattur, 3.2.2009 kl. 21:54

9 Smámynd: Hörður Einarsson

Já, og það mikið af honum, herramannsmatur, það ætti að nota þetta hráefni mikið meira en gert er, en eins og er með hverja skepnu, þá er misjafnt hvaðan af skepnunni kjötið er, og þegar kjötið er matreitt á réttann hátt (eins og um allt kjöt) þá er þetta mjög ljúffengt.

Hörður Einarsson, 3.2.2009 kl. 22:00

10 Smámynd: Brattur

En náum við Íslendingar að torga meira en einni hrefnu á ári?

Brattur, 3.2.2009 kl. 22:05

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hörður einnar setninga bloggari :)

Sko, hvalkjöt er ágætt og stundum alveg ljúffengt.. en ljúfengi bitinn er kannski 1-3 % af skepnunni.. megnið er svona la la .. 

Vandinn er bara sá að það kaupir þetta ENGINN !  38 hrefnur í fyrra og það vr erfitt að losna við þær á innanlandsmarkaði.. og ómöguelgt erlendis.. þetta eru nostalgíu draumóra fantasíur ofur þjóðernisrembinga að vilja hvalveiðar hvalveiðanna vegna.

Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 22:08

12 Smámynd: Hörður Einarsson

Brattur! vilt þú kanski frekar skjóta selinn, það er til bóta, því þá fækkar orminum í þorskinum.

Óskar eins og þú gjarnan veist þá er betra að hafa þetta stutt, en ekki vera með einhverja langloku og kjaftæði sem enginn nennir að hlusta á eða lesa.

Hörður Einarsson, 3.2.2009 kl. 22:20

13 Smámynd: Brattur

Akkúrat Óskar... það étur þetta enginn...

Hörður, nei ekki vil ég skjóta selinn frekar en hvalinn... en finnst þér ekki skrítið að sel hefur heldur fækkað í seinni tíð þó hann sé ekki veiddur lengur?

Brattur, 3.2.2009 kl. 22:23

14 Smámynd: Hörður Einarsson

Hann er veiddur........

Hörður Einarsson, 3.2.2009 kl. 22:54

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Kjartanlega sammála þér. súrsaða selshreyfa í hvert hús

Brjánn Guðjónsson, 4.2.2009 kl. 22:39

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef aldrei brúkað þá rökzemd að mér sárni eitthvað að félagi kvalur borði fizk.  Fizkur er góður & hollur, það eiga allir að borða fizk reglulega.

En, ég borða líka kval, sem einhver japani eiginlega núorðið & sem uppalinn & illa ættaður strandamaður, hef ég þegið einn & einn 'zelbita' líka.

Ennþá sem áður ..

When nature call'z ...

Steingrímur Helgason, 4.2.2009 kl. 22:52

17 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Óskar minn, upplýstu mig um það hvaða biti er bestur, þú segir að 1-3% af dýrinu sé ljúffengur matur hitt svona la la. Ungt dýr gefur kannski af sér 1-1.5 tonn af hreinum vöðva, hvar liggur þessi litli og ljúffengi biti í dýrinu? Svar óskast.

Ólafur Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband