Flokknum allt

Þetta er ekki stundin til að karpa um hvalveiðar... ríkisstjórnarinnar bíða mikilvægari verkefni...

En mikið rosalega sýndi Einar K. Guðfinnsson okkur hversu spilltir pólitíkusarnir eru í dag með því að leyfa hvalveiðar um leið og hann gekk út úr ráðuneytinu í síðasta sinn...
Hann gerði þetta fyrir flokksbróður sinn Kristján Loftsson... "flokknum allt"  kjörorðið þarna í sinni ljótustu mynd...
Svo hlægja þeir kumpánar eflaust að þessu. Sé Einar K. segja við Stjána hval; Hehehe... mikið djöfull lékum núna við á umhverfispakkið... og reka svo báðir upp hrossahlátur spillingarinnar sem sker í eyrun...

Það eru nákvæmlega svona vinnubrögð sem eru óþolandi. Þess vegna segi ég enn og aftur; gefum öllu gömlu flokkunum frí og vinnum að því að leggja þá niður... Flokkunum sem úthluta sjálfum sér laun, flokkunum sem keppa hvor gegn öðrum á óvæginn hátt... og reka rýting í bak óvina jafnt sem vina... Flokkunum sem geta sjaldnast rætt málefnalega saman og eru sífellt í einhverju skítkasti... þetta gamla flokkakerfi nýtist ekki lengur almenningi í landinu...

Fyrir utan það er ég algjörlega á móti hvalveiðum og hef alltaf verið Smile
.

 whale

.

 

 


mbl.is Skoðar ákvörðun um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta var mér kvalafull lezníng, Samkaupi þetta með zpillínguna, en fæ mitt kvalræði í Samkaup samt, & ztyð því á kvalafulla hnappinn !

Steingrímur Helgason, 2.2.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Brattur

Veit Steingrímur... en það er líka gaman og hollt að vera ósammála... setja fram rök með og á móti og virða skoðanir... nútíma pólitík... við getum Samkeypt það báðir með tölu...

Brattur, 2.2.2009 kl. 21:29

3 identicon

En nýskipaður forseti alþingis, Guðbjartur Hannesson, Samfylkingarþingmaður er sammála Einari. Hugur segir mér að það sé enn "ókláruð" skoðanamál á milli VG og Samfó. Samanber yfirlýsingu Kolbrúnar í dag um álverið á Bakka og svo Össur sem dró það til baka í fréttum á Stöð 2. Strax komnir pínu "núningar". Og við erum ÖLL orðin hundleið á flokkadráttunum. Þeir eru ekki þjóðin.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Brattur

Sammála Einar... nú er ekki rétti tíminn til að vera með núning... en það er eins og að gömlu flokkarnir komist ekki upp úr því farinu, því miður... og þess vegna er maður að vonast eftir nýjum víddum í pólitíkinni... þar sem dugnaður og heiðarleiki ræður ríkjum... gamla "systemið" hefur gengið sér til húðar...

Brattur, 2.2.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Einar Indriðason

Burtséð frá hvalveiðunum sjálfum, sem slíkum, sem ég ætla ekki að tjá mig um hvort eigi eða ekki eigi að veiða hval.

Þá er þetta asnaleg aðgerð, á síðasta degi í sjávarútvegsráðuneytinu, og *AUGLJÓSLEGA* ætluð til að pirra fólk.

Einar Indriðason, 3.2.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband