Færsluflokkur: Dægurmál
Tærnar og hælarnir
2.3.2009 | 20:08
Gott kvöld,
Nú hefst þátturinn "Býr bavíani hér"... þáttur í anda Sherlock Holmes þar sem stækkunarglerinu er beint að orðum og orðtökum.
Tölum örlítið um orð sem tengjast búknum okkar;
Oft er talað um að hæla einhverjum? Ég verð nú að hæla þér fyrir dugnaðinn Dengsi minn.
Svo er talað um að vera á hælunum og þá er ekki hægt að hæla manni vegna þess að þá er maður með allt niður um sig.
Þá er talað um að vera á tánum... mér finnst ég alltaf vera á tánum en á sama tíma er ég á hælunum líka.
Svo er maður á herðablöðunum þegar maður hefur fengið sér einum og mikið í tána. Undir slíkum kringumstæðum hafa Íslendingar oft gefið hvor öðrum kinnhest eða jafnvel einn á kjammann.
En svo hefur vafist fyrir mér orðið bumbult, átta mig ekki alveg á því hvort og þá hvernig það tengist líkama okkar.
En kannist þið við skylt orð, bumbuull... ?
Jú, bumbuull er þessi illræmda naflaló sem var í fréttunum fyrir stuttu.
Þættinum er lokið.
Brattur, alltaf með tærnar rétt hjá hælunum.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Haugalýgi - sönn saga?
1.3.2009 | 14:40
Vitið þið af hverju talað er um að eitthvað sé haugalýgi?
Það skal ég segja ykkur.
Öggi var öskukarl. Hann hafði gaman af að spjalla við fólk. Hann sagði fólki oft hvaða verðmæti hann fann á öskuhaugunum. Það var með ótugtarlegum ólíkindum hverju fólk gat hent.
Einu sinni fann ég kórónu með ekta gimsteinum, sagði Öggi við Stjönu frænku sína þegar hann var í síðdegiskaffi hjá henni í pásu frá öskustörfunum.
Einu sinni fann ég tvíhöfða þurs sem einhver var hættur að nota, hann var sprelllifandi blessaður, sagði Öggi við Mána á pósthúsinu.
Einu sinni fann ég milljón rúblur í nokkrum strigapokum sagði hann við Steinsýn sparisjóðsstjóra.
Allir vissu að þessar sögur voru lýgi en fólkið hafði gaman að hlusta á Ögga öskukarl segja frá ævintýrum sínum.
Sögurnar áttu allar upptök sín á á öskuhaugunum og því kallaðar haugalýgi.
Og þá vitið þið það. Þið verðið síðan að gera upp við ykkur hvort að þessi útskýring er haugalýgi eða blákaldur sannleikur.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Græðgi
1.3.2009 | 11:02
Hef verið að velta því fyrir mér hvernig þjóð við Íslendingar erum.
Mér finnst við svo sundurlaus þjóð og hver höndin upp á móti annarri. Sumir eitthvað svo grimmir.
Hvað veldur þessu? Af hverju getum við ekki lifað í sátt og samlyndi svona næstum því a.m.k.?
Það er eitt orð sem kemur upp í hugann og það er orðið GRÆÐGI og ekki langt frá því orði er annað í sömu ætt, VÖLD.
Af hverju þarf fólk að eiga miklu meiri peninga en það getur eytt? Af hverju langar þann sem hefur 60% markaðshlutfall að stækka meira?
Af hverju var útgerðarmönnum gefinn fiskurinn sem syndir óveiddur í sjónum? Af hverju fengu bara útgerðarmennirnir kvótann en ekki sjómennirnir líka og þeir sem unnu í fiski í landi?
GRÆÐGI er svarið.
.
.
Nú þegar þjóðarskútan marar í hálfu kafi og við vitum ekki ennþá hvort hún sekkur, þá eru kosningar í nánd. Einmitt þegar við ættum að snúa bökum saman og einbeita okkur að því að koma skútunni okkar á flot. Eflaust verður þetta heiftúðleg kosningabarátta.
Þetta ástand minnir mig á söguna af manni sem lá banaleguna og ættingjarnir voru kallaðir til þegar dauðastundin nálgaðist. Við banabeð gamla mannsins var farið að rífast um peninga. Þessi samkoma endaði þannig að allt logaði í slagsmálum og lögreglan var kölluð til.
Það stefnir allt í það að mikil endurnýjun verði á þingi. Margir núverandi Alþingismenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram aftur.
Ég vona svo sannarlega að í komandi kosningum verði kosið nýtt fólk, heiðarlegt fólk með hugsjónir. Fólk sem vinnur að því að jafna lífskjörin í landinu. Fólk sem þurrkar út launamun kynjanna í eitt skiptið fyrir öll.
Ekki er ég enn búinn að gera upp hug minn hvað ég kýs í vor, þó er eitt á hreinu.
Flokkur sem viðheldur GRÆÐGI og ójöfnuði mun aldrei fá mitt atkvæði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orðin segja meira
28.2.2009 | 22:59
Ástin er allt í kringum okkur... hafið þið tekið eftir því? Orðin geta oft lumað á sér, það er meira í þeim en virðist við fyrstu sýn.
Fást
Sjást
Slást
Brást
Kljást
Nást
Skást
.
.
Vil svo klykkja út með tilvitnun í Voltaire sem er alveg á skjön við þessi fallegu orð.
Ekkert er jafn óþægilegt og að verða hengdur í kyrrþey.
Ég held ég geti bara verið sammála honum Voltaire gamla með þetta. Held að þetta sé ferlega óþægilegt.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orðin krufin
27.2.2009 | 20:12
Það er langt síðan að þátturinn ORÐIN KRUFIN hefur verið á dagskrá og tímabært að kuðungurinn komi út úr skelinni.
Það mætti halda að það að FÁ eitthvað væri alltaf gott... en ekki er allt sem sýnist... lítum á nokkur dæmi
FÁ tækur
FÁ máll
FÁ á baukinn
Fá menni
FÁ bjáni
FÁ ráðlingur
Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að ef þú átt von á að fá eitthvað þarf það ekki endilega að boða gott.
Í næsta þætti ætla ég að taka fyrir orðin RAKSKEIÐ og RAKGAFFALL. Kannast hlustendur við þessi orð?
Þakka gott hljóð.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Karlinn og spiladósin
25.2.2009 | 21:39
Einu sinni var karl.
Dag einn um miðjan vetur gerði svo brjálað veður að hann komst ekki út úr húsi.
Hann hafði ætlað sér að fara á fjöll og skjóta rjúpur en hann fór ekki fet.
Hann horfði út um gluggann, á trén sem voru að sligast undan snjóþunganum. Stóra grenitréð sem var neðst í horni garðsins sveigðist til og reyndi að hrista af sér mjöllina.
Karlinn átti spiladós. Hann sótti hana og fór að snúa... tónarnir sem runnu út úr spiladósinni minntu hann á vorið. Hann sá fyrir sér læki sem runnu niður fjallshlíðar syngjandi af kátínu yfir að vera frjálsir á ný.
Um vorið átti karlinn von á konu sinni heim. Hún hafði þurft að vera allan veturinn hjá systur sinni í næsta þorpi sem fætt hafði sitt fjórtánda barn um haustið.
Karlinn og kerlingin höfðu boðist til að taka nýja barnið að sér og ala það upp í sveitinni.
Annars hugar tók karlinn að syngja við undirleik spiladósarinnar;
Nú er úti vetur
Engin karlinn hló
Ekkert skotið getur
Og engin rjúpan dó
Brátt kemur vorið bjarta
Lækir renna sér
Ekki ég þá kvarta
Því þá er von á þér
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sjoppan og dúfan
24.2.2009 | 22:11
Þær geta verið varasamar þessar heiðar um hávetur. Keyrði fjallveg í dag sem heitir að ég held Vatnsskarð eystra... falleg leið en veður geta verið válynd... í byggð var rigning en upp á há skarðinu var brjálaður skafrenningur og blinda...
Þegar ég kom niður var ég þyrstur en var ekki með neitt að drekka, var þá þessi sjoppa ekki á leiðinni og það var greinilega OPIÐ...
.
.
Áður en ég lagði af stað spjallaði ég lítilsháttar við þessa fallegu dúfu... hún kvaddi mig með þeim orðum að ég skyldi ekki hafa neinar áhyggjur, ég kæmist alla leið þrátt fyrir vetrarhörku...
Með það veganesti lagði ég í hann...
.
.
![]() |
Tafir á Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég bloggarinn
23.2.2009 | 21:58
... ég hef stundum bloggað um hvalveiðar og hvað mér finnst það mikil tímaskekkja að við skulum vilja veiða hvali... ég hef stundum bloggað um pólitík og ástandið í þjóðfélaginu í dag, hver ber ábyrgð á bankahruninu og hverja á að draga til saka og ábyrgðar í því máli... ég hef stundum bloggað um Bónus og blekkingar þeirra gagnvart íslenskum neytendum...
Ekkert af þessum færslum hafa fært mér neina gleði.
Það sem færir mér mesta gleði er að skrifa mínar "Instant" smásögur og einstaka ljóð, ásamt því að stríða Liverpool mönnum þegar þeir tapa.
.
.
Ég er þakklátur þeim sem nenna að skrifa um þjóðfélagsástandið og gagnrýna það sem miður fer. Þakklátur þeim sem hafa úthald til að veita ráðamönnum aðhald.
Ég hef mínar skoðanir á flestu því sem verið er að ræða um varðandi þjóðfélagið og hvernig við viljum byggja það upp... en mér finnst það bara ekki fara mér vel að hafa framsögu um slík mál í bloggi... hef þó gaman af því að henda inn einu og einu kommenti á vel valda staði og mun halda því áfram...
...ég ætla því í framtíðinni að einbeita mér meira að því sem mér finnst skemmtilegt... sögum, ljóðum, húmor, fótbolta... veit að slík blogg drukkna í kosningabloggunum sem eiga eftir að tröllríða bloggheimum á næstu vikum...
Enda þessa færslu því á instant smásögu sem ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvernig verður á þessu augnabliki, en hér kemur hún;
.
.
Einu sinni var drengur sem átti ekki heitari ósk en þá að verða píanóleikari.
Dag einn lenti hann í slysi og missti aðra höndina.
Hann vissi þá að hann yrði aldrei píanóleikari... hann hóf þá að semja lög fyrir píanó sem þóttu svo falleg að allir færustu píanósnillingar veraldar pöntuðu verk hjá honum og fluttu á stórkonsertum um allan heim... hann vann öll þau verðlaun sem hægt var að vinna til á sviði tónlistarinnar...
Hann var alltaf viðstaddur frumflutning laga sinna og var klappaður upp á svíð þar sem hann var hylltur af aðdáendum sínum...
Þegar hann hlustaði á lögin sín leikin af heimsins bestu píanóleikurum hugsaði hann oft;
Að missa er að fá.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábær mynd
23.2.2009 | 08:22
Ég sá Slumdog Millionaire fyrir stuttu síðan.
Rosalega góð mynd, öðruvísi mynd, hrífandi mynd sem sýnir manni inn í heim sem er svo framandi, þar sem hver dagur snýst um það að halda lífi og bjarga sér.
Kvikmyndatakan sérlega góð og leikurinn einnig.
Þessi mynd situr svo sannarlega eftir og vekur mann til umhugsunar um það hvað hversdagsleg vandamál manns eru lítilvæg og hvað maður er heppinn að vera Íslendingur.
Ég mæli svo sannarlega með þessari mynd.
.
.
![]() |
Viltu vinna milljarð? sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Babb
15.2.2009 | 10:46
Þá er komið að endurflutningi úr sögusafni Bratts:
... einu sinni var skip á veiðum... þetta var lítið skip... kallað trillubátur...
... um borð voru fjórir karlar... þeir voru á handfæraveiðum...
.
.
... sá fyrsti sem dró fisk, kallaði; það er kominn þorskur í bátinn...
... sá næsti horfði á fiskinn sinn og kallaði; það er komin ýsa í bátinn...
... þriðji, talsvert nefmæltur; það er kominn steinbítur í bátinn...
... fjórði, kallaður Óli Búll hrópaði; það er komið Babb í bátinn...
.
.
... félagarnir snéru sér við... og það var ekki um að villast... það var komið
rosalegt Babb í bátinn... váááááá...
Svo settust þeir allir niður, tóku upp nestið sitt, kaffi, smurt brauð með eggi og lummur og horfðu á Babbið allan kaffitímann...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)