Haugalýgi - sönn saga?

Vitið þið af hverju talað er um að eitthvað sé haugalýgi?

Það skal ég segja ykkur.

Öggi var öskukarl. Hann hafði gaman af að spjalla við fólk. Hann sagði fólki oft hvaða verðmæti hann fann á öskuhaugunum. Það var með ótugtarlegum ólíkindum hverju fólk gat hent.

Einu sinni fann ég kórónu með ekta gimsteinum, sagði Öggi við Stjönu frænku sína þegar hann var í síðdegiskaffi hjá henni í pásu frá öskustörfunum.

Einu sinni fann ég tvíhöfða þurs sem einhver var hættur að nota, hann var sprelllifandi blessaður, sagði Öggi við Mána á pósthúsinu.

Einu sinni fann ég milljón rúblur í nokkrum strigapokum sagði hann við Steinsýn sparisjóðsstjóra.

Allir vissu að þessar sögur voru lýgi en fólkið hafði gaman að hlusta á Ögga öskukarl segja frá ævintýrum sínum.

Sögurnar áttu allar upptök sín á á öskuhaugunum og því kallaðar haugalýgi.

Og þá vitið þið það. Þið verðið síðan að gera upp við ykkur hvort að þessi útskýring er haugalýgi eða blákaldur sannleikur.
.

04288fe196c2331d8bb7e109133956cc_large

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband