Lokum fyrir rafmagnið

Þegar fólki er sagt upp störfum og ekki er óskað eftir starfskröftum þess á uppsagnartímanum þá kemur það venjulega ekki til vinnu eftir það.

Ég hef a.m.k. ekki heyrt eitt einasta dæmi um það að fólk mæti til vinnu eftir slíka uppsögn af því að það telur sig eiga eftir að ljúka sínu starfi.

En DO er ekkert venjulegur maður.

Það er með ólíkindum að hann vilji hreinlega láta sækja sig inn í bankann og bera út, eða er það ekki það sem hann er að biðja um?
Meirihluti íslensku þjóðarinnar vill ekki hafa þennan mann lengur í þessu starfi. Hann er lifandi mynd spillingarinnar sem við ætlum okkur að kveða niður.

Það er kannski eitt ráð í stöðunni. Skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Seðlabankans og loka símalínum. Setja nýjan Seðlabankastjóra í starfið með aðsetur í Kolaportinu.

Það tæki svo Davíð einhverjar vikur að átta sig á því að hann væri ekki lengur Seðlabankastjóri. Þá kæmi hann út með nýtt ljóð í farteskinu, sem vonandi yrði aldrei birt.

En vonum að hann vitkist og sjái að sér og mæti ekki til vinnu í fyrramálið.
.

 praying_hands_of_an_apostle_statue_lg

.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð var ekki sagt upp! Hann var spurður að því hvort hann vildi ekki hætta. Svar hans var: Nei; og hann var í öllum rétti til að gefa það svar.

Högni V.G. (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Brattur

Jú Högni , íslenska þjóðin sagði honum upp!!!

Brattur, 8.2.2009 kl. 22:12

3 identicon

Ég hef engan áhuga á að borga þessum manni laun.

Elvar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:15

4 identicon

Húmmm... ég man ekki eftir að hafa sagt honum upp.

Hann varaði við þessu og það er til bókun eftir ISG á ríkisráðsfundi þar sem hún gerir athugasemdir við þessar aðvaranir.  Jóhanna var í þeirri ríkisstjórn, sem vissi af aðsteðjandi vanda en gerði ekki jack shit.  Hún á að víkja.

Davíð hefur einungis unnið vinnuna sína af heilindum.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og þegar Davíð setti leikreglurnar í þjóðfélaginu og einkavæddi bankana, þá var hann líka að vinna af heilindum fyrir fólkið í landinu ? 

Davíð hefur gert landinu það mesta ógagn sem einn stjórnmálamaður hefur gert í allri Íslandssögunni.

Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:10

6 Smámynd: Brattur

Spillinguna í kringum stjórnmálaflokkana er eitt af því sem almenningur í landinu vill uppræta... flokkarnir og þá allra helst sjálfstæðisflokkurinn vilja halda í það að geta ráðið flokksgæðinga sína í mikilvægar stöður s.s. dómarastöður... Davíð kórónaði svo vitleysuna með því að ráða sjálfan sig sem Seðlabankastjóra.... og varla fer hann að reka sig sjálfur?

Brattur, 8.2.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband