Trúi ekki að fólk kjósi sjálfstæðisflokkinn.

... ég trúi ekki ennþá að 29% þjóðarinnar skuli geta hugsað sér að kjósa sjálfstæðisflokkinn eftir allt sem að sá flokkur er búinn að gera þjóðinni...

Það er sjálfstæðisflokknum aðallega að kenna að þjóðin er allt að því gjaldþrota í dag... með frjálshyggjunni og einkavinavæðingastefnu sinni... sjálfstæðisflokkurinn lét "vini" sína hafa bankana á silfurfati... vini sem kunnu ekki að reka banka... það tók þá ekki nema örfá ár að setja þessa banka á hausinn... "dauða" fjármagnið (eins og Hannes Hólmsteinn komst að orði) var lífgað við en er nú steindauðara en nokkru sinni fyrr...

sjálfstæðisflokkurinn setti síðan kvótakerfið á sem er upphaf spillingarinnar. Kerfi sem bjó til moldríka stétt og skóp mikið misrétti í landinu.

Trúi því ekki kæru landsmenn að þið viljið viðhalda völdum sjálfstæðisflokksins... bara trúi því ekki!!!


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Hvernig færðu það út ,  að allt sé  xd að kenna. Var ekki Framsókn í stjórn í með þeim í12 ár.

Haukur Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 18:11

2 identicon

Thad má búast vid ad fasteignaverd laekki rosalega ef thessi fábjánaflokkur kemst aftur í stjórn.  Fólk fer af landinu.  Thad er kannski ekki svo slaemt ad búa á sudlaegari slódum.  Thegar einn möguleiki lokast opnast annar.

Rottan (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:12

3 identicon

Þeir reyndu líka að skipta Íslendingum upp í tvær þjóðir - ríka og fátæka.  Það var mikil synd.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:14

4 identicon

Sæll og takk fyrir færsluna:)

Þjóðin er í alvarlegri afneitun ef hún kýs íhaldið yfir sig aftur. Einhvern veginn virðist þeim sífellt takast það að láta okkur gleyma því hvað þeir gerðu af sér. Ætli margir muni það t.a.m. hvernig Villi fór að í borginni? Þeir urðu nú nauðsynlega að ná þeim völdum aftur. Þegar við tölum um að koma lýðræðislegri ákvæðum inn í stjórnarskrá þá er ég viss um að sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum - þá er mögulegt að þjóðin gæti munað spillingu þeirra nógu lengi til að loka þá úti í kuldanum!

Ég trúi EKKI að þjóðin fylkist um xd núna og það er sannarlega okkar að vekja fólk af dásvefninum ef okkur finnst líta út fyrir slíkt.

 Bestu kveðjur,

Herdís Björk

Herdís (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:18

5 Smámynd: Brattur

Haukur... Framsókn var á tímabili bara deild í sjálfstæðisflokknum... geri ekki greinarmun á þessum flokknum...

Brattur, 13.2.2009 kl. 18:19

6 identicon

Hvernig færði sjálfstæðisflokkurinn vinum sínum bankana? Ertu kannski að segja að Jón ásgeir sé einn af  betri vinum Sjálfstæðisflokksins? Það er ekki eins og það hafi verið einhver biðröð út fyrir landssteinana af áhugasömum bankakaupendum á sínum tíma, sem virðist vera þekkt ranghugmynd í huga Moggabloggara og annara misvitra einstaklinga.

Ingólfur (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:39

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sorglegt en satt, þriðji hver staklíngur sem hittizt er sjalli, en það viðurkenna það náttúrlega lángfæztir.

Steingrímur Helgason, 13.2.2009 kl. 18:39

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef spáð því fyrr á blogginu og mun gera það aftur.. þetta er auðveld spá hjá mér því að ég veit að meginþorri íslendinga eru fífl.

Við fáum aðra hægristjórn eftir kosningar !! 

Óskar Þorkelsson, 13.2.2009 kl. 18:47

9 Smámynd: Brattur

Ingólfur, Jón Ásgeir átti ekki alla bankana einn... gleymum því ekki að Jóhannes í Bónus hefur oft lýst því yfir að hann sé sjálfstæðismaður...
Bankarnir voru seldir á tombóluverði og dreifð eignaraðild var ekki til staðar eins og lagt var af stað í upphafi með... því fór sem fór...

Ingólfur, ein spurning... ert þú einn af þessum "atvinnusjálfstæðismönnum" sem geisast um á netinu og reyna að verja þennan auma flokk?

Brattur, 13.2.2009 kl. 19:30

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Heldur þú það virkilega Óskar. Fólk er auðvitað af af öllu mögulegu kaliberi.

En nei þó að skammtímaminnið hjá okkur sé slapt, þá held ég ekki að við séum þetta kölkuð.Varla hægristjórn fljótlega.

hilmar jónsson, 13.2.2009 kl. 23:11

11 Smámynd: Benedikta E

Brattur - Jú -  trúðu því bara Brattur - xD

Benedikta E, 14.2.2009 kl. 01:51

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hressandi að líta inn til þín Brattur minn, bara bullandi politík...!Hef verið löt á Moggablogginu undanfarið en er í betrumbætingu.

Um sjálfstæðisflokkinn segi ég eftirfarandi: Ert´ekki bara á leið í ostagerð á heimavelli, Brattur kær?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.2.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband