Gleymdi jólasveinninn

Það er engin leið að segja til um hvað jólasveinarnir eru margir. Jólasveinar einn og átta benda til þess að þeir hafi verið 9, ekki rétt ?

En oft er líka talað um að þeir séu 13 og Stúfur sá sem síðastur kemur til byggða.

Ég hef hinsvegar fyrir því traustar heimildir að þeir hafi verið 14 !

Og ég veit líka hvað fjórtándi jólasveininn heitir... jamm... hann heitir Rúfur.

Eftirfarandi sögu fann ég uppi á fjöllum um daginn... sagan var skrifuð á kálfskinn og var greinilega blaðsíða úr skýrslu jólasveinanna  til Grýlu og Leppalúða anno 1777.

Þegar við 12 jólasveinarnir vorum komnir  til byggða föttuðum við að við fundum hvergi jólaölið sem Grýla mamma hafði gert handa okkur . Við leituðum í öllum bakpokum en fundum ekkert.

Hver bar allt jólaölið ? Spurðum við og klóruðum okkur í skegg. Var það á þér ? Var það á þér?  Spurðum við hvor annan og alla í einum kór.

Loks segir Kertasníkir... nú man ég... það var allt á Rúi og Stúi.

Líkur nú tilvitnunin í kálfskinnið.

Jólasveinarnir voru ekki betri í stafsetningu en það að þeir kunnu ekki að skrifa nöfnin sín rétt. Gleymdu f-inu í Rúfi og Stúfi.

Og þá vitum við hvaðan orðatiltækið "Allt á rúi og stúi" er komið.

Já, svona hljómar þessi ótrúlega saga... en sönn er hún og engin lygi hér á ferðinni Steingrímur.

Þetta eru einu heimildirnar um hann Rúf... gleymda jólasveininn... hann kemur til byggða á jóladag en gefur engum í skóinn vegna þess að það er ekki nokkurt barn sem setur skóinn sinn út í glugga eftir að Stúfur hefur verið á ferðinni.

En nú er bara að prufa það og sjá hvað gerist. Passið bara að hafa ekki allt á rúi og stúi.
.

nisse_julemanden

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég trúi, ég trúi ....

~Heddlíng af zöguznellíng í þér, zamt~ 

Steingrímur Helgason, 20.12.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið Steini... ég veit það þýðir ekkert að ljúga að þér...  þess vegna færðu bara sannleikann beint í æð...

Brattur, 20.12.2009 kl. 23:08

3 Smámynd: Eygló

Ég hélt í fyrst að þetta hefði eitthvað með RÚV að gera. :(

Eygló, 21.12.2009 kl. 01:27

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Yndisleg jólasaga.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Rannveig Guðmundsdóttir

Hugmyndaflugið, maður! Algjörlega vonderfúl!

Rannveig Guðmundsdóttir, 22.12.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég trúi þér algerlega en Stúfmundur, eins og hann heitir fullu nafni, er sá þriðji. Kertmundur von Sníkenkoff, kallaður Kertasníkir til styttingar, er sá síðasti.

Rúfur mun hins vegar vera óskilgetið afkvæmi Grýlu og óþekkts tröllkarls. Því fékk hann ekki stöðu sem aðal-jólasvenn, en gengdi því jólasveinsstarfinu í hjáverkum. hann hljóp í skarðið fyrir hálfbræður sína gerðust þeir lasnir. hann var varamaður í liðinu.

Brjánn Guðjónsson, 23.12.2009 kl. 19:30

7 Smámynd: Brattur

Skemmtilegar viðbótarupplýsingar um Rúf... varamaður jólasveinanna

Brattur, 24.12.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband