Maurarnir

... ég sat einn heima í stofu, var að horfa á þátt í sjónvarpinu... þetta var þáttur um maura... ég hef mjög gaman af þáttum um maura... gaman að sjá hvernig þeir vinna saman... mest gaman þegar þeir finna risastóra flugu og bera hana heim í búið og éta hana...

Allt í einu hleypur eða svífur eitthvað fram hjá stofuglugganum og í leiðinni heyrist ýlfur... ég stend upp og geng að glugganum, lít út en sé ekki neitt enda orðið skuggsýnt... ég fór að hugsa, kannski var þetta bara ímyndun í mér...

Ég settist aftur í sófann. Í sjónvarpinu voru maurarnir að bera ógeðslega margfætlu heim í maurabúið... það fór hrollur um mig... margfætlur eru viðbjóðslegar... af hverju var Guð að skapa eitthvað sem er ógeðslegt, af hverju er bara ekki allt fallegt í heiminum, hugsaði ég og hneykslaðist á Guði eitt augnablik...

Frá garðinum barst ýlfrið aftur og nú hærra og skýrara en áður... ég ákvað að fara út í garð... náði í gömlu vaðstígvélin, guldoppóttu... fór í lopapeysuna og greip með mér vasaljósið...´

Þegar út í garð var komið sá ég strax einhverja þúst rétt við rifsberjarunnann... ég kveikti á vasaljósinu og lýsti á þústina... sem spratt á fætur og faldi sig á bak við grenitréð...

Ég gekk hægum skrefum að gamla grenitrénu... lágt ýlfur rauf þögnina... hjartað sló hraðar... hvaða skepna var þetta eiginlega... ég kíkti bak við tréð... stór gul augu störðu á mig í myrkrinu...

Í sjónvarpinu voru maurarnir byrjaðir að éta slímuga margfætluna.
.

 Meat_eater_ants_feeding_on_honey02

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Úff eins gott að ég sé að lesa þetta núna en ekki fyrir svefninn. Ef þetta hefur verið rebbi þarna úti þá á hann alla mína samúð.

Finnur Bárðarson, 8.5.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband