Rússneskur húmoristi.

Andrei Arshavin er mjög góður fótboltamaður... en það er greinilegt að hann er enn betri húmoristi...

Ég skal éta hattinn minn, gönguskóna, veiðistöngina og allar veiðiflugurnar sem ég á ef hann nær að skora fimm mörk á Old Trafford þann 16 maí.
.

 z_bus-pi-Fishing-flies03

.

 


mbl.is Ætlar að skora fimm gegn United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og er ætlunin að snæða þetta strax eftir leik...?

zappa (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Brattur

já, ég reikna með því ef ég finn hnífapör...

Brattur, 23.4.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En þú átt engan hatt. 

Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er aldeilis upp á ykkur.......  Ég skil það vel, mér liði eins ef mínir menn hefðu getða séð við Andrési þessum.

Gleðilegt sumar!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.4.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Heyrðu vinur, ertu ekki kominn í rússneska rúlettu núna?

Jón Halldór Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 14:29

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skoraði Liverpool ekki 4 gegn MU um daginn ?? þá ætti Arshavin að geta gert eitthvað svipað ;)

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 16:10

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hefði ég vott af fótboltaáhuga væri ég til í að mæta með pítusósu og japla á veiðistönginni með þér.

nota sósuna heldur á brauð. þú færð að japla á stönginni.

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 19:13

8 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið öll...

Anna... nú komstu upp um mig... ég plataði bloggvini mína örlítið... af því að ég á engan hatt þá þarf ég bara að borða gönguskóna, veiðistöngina og flugurnar...

Ingibjörg... gleðilegt sumar... og til hamingju með jafnteflið við Arsenal...

Jón Halldór... jú ég er kominn í rússneska rúllutertu...

Óskar... Liverpool 4 hvað... ég man ekkert eftir þessu...

Brjánn... ég japla á stönginni en smyr hana fyrst með jalapeno...eða japlapeno...

Brattur, 23.4.2009 kl. 22:08

9 identicon

Til hamingfju með titilinn.

Wenger (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband