Ararnir

Einu sinni var rakari
sem langaði að vera bakari
þetta er sko enginn brandari

Svo var líka slökkvari
sem langaði að vera kveikjari
og vera miklu bjartari

Svo var einn hægari
sem vildi vera fljótari
en varð svo bara ljótari

Þá var líka sótari
sem vildi vera hvítari
en varð alltaf svartari

Svo var einn kaldari
sem vildi vera heitari
en við það varð hann feitari

Þá var einn frekari
hann var miklu latari
og óttalegur nöldrari

Að lokum var það rappari
Hann var miklu rauðari
Og ansi mikið Brattari
.

baker2

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Hehe... ertu viss um að þetta sé tæmandi listi yfir alla Ara-na sem hægt væri að finna?

Einar Indriðason, 19.4.2009 kl. 10:31

2 identicon

Þessi kveðskapur segir meir en mörg kosningaloforð

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Brattur

nei, Einar... það eru miklu fleiri... blautari... haldari... o.fl. o.fl.

Viðar... þetta er sko alvöru loforð...

Brattur, 19.4.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Einar Indriðason

Ekki gleyma... rabba-bari ... og bar-bari .... (rabba-bari er annað heldur en rappa-bari)

Einar Indriðason, 19.4.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband