Upprifjun

Ég var að skoða hvað ég hefði verið að skrifa fyrir ári síðan á blogginu... fann þá þetta og fannst það bara eiga vel við núna ári síðar; 

 ... það er blankalogn úti núna, vorilmur í loftinu... Skógarþröstur syngur af innlifun á toppi hæsta trésins í götunni... vorið er yndislegt... boðar betri tíð með blóm í haga... en þó þessi vetur hafi verið grimmur... með miklum snjó og hrikalegum hvassviðrum, þá er búið að vera vor hjá mér í allan vetur...

...fallegt, hlýtt, yndislegt vor...

Vor í vetur.

Vindurinn bankaði 
kalt á gluggann

inni í hitanum slógu
hjörtun í takt

það skipti ekki máli
hvort það snjóaði
endalaust

raunar áttu þau
enga ósk heitari

en að hús þeirra
fennti í kaf 

.

 Spring_Romance-157x153

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

 Gleðilega páska!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.4.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er gott að hvíla sig aðeins frá stjórnmálavafstrinu þessa dagana og hugsa um vorið.....

Guðni Már Henningsson, 12.4.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fallegt ljóð, ert þú líka skúffuskáld eins og ég ?

Finnur Bárðarson, 12.4.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Brattur

Já, Finnur ég held að allir Íslendingar séu skúffuskáld...

Brattur, 12.4.2009 kl. 19:20

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja þá er ég í góðum félagsskap :)

Finnur Bárðarson, 12.4.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband