Ég er fúll

Eins og oft áður erum við Sir Alex og Sir Brattur hjartanlega sammála... .spjaldið sem Rooney fékk var óskiljanlegt... hann henti boltanum í áttina að þeim stað sem átti að taka aukaspyrnuna... skiptir máli hvort boltanum var hent fast eða laust...  má þá ekki alveg eins dæma af mark þar sem boltanum er skotið of fast í markið?

Dómarinn var ekki sjálfum sér samkvæmur í þessum leik. Í leiknum var dæmd aukaspyrna á Fulham. Leikmaður Fulham spyrnti boltanum langt í burtu eftir að dómarinn hafði flautað. Hann komst upp með það... ekkert spjald... það er ekki sama hver er... sér Jón eða séra Liverpool...

En ekki ætla ég að kenna dómaranum um tapið... það pusar bara pínulítið á United bátinn í augnablikinu...

En við munum sigla lygnan sjó í átt að Englandsmeistaratitlinum þó að blási á móti í dag.

Sir Brattur kveður og hefur ákveðið að vera Fúll-ham til hádegis.
.

032-crying-chef

.


mbl.is Ferguson æfur vegna rauða spjaldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

/yawn.....

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 12:17

2 identicon

Þetta er nú bara væl og ekkert annað. Fulham vóru bara betri í þessum leik og unnu, bæði spjöldin sem fóru á loft í leiknum vóru réttlætanleg. Rooney var farinn að haga sér eins og fáviti inná vellinum, henda boltanum í einhverjum brjálaðiskasti út af því að hann fékk ekki það sem hann vildi. Þessir dröttningar í UTD verða að gera sér grein fyrir því að það er dómarinn sem ræður leiknum ekki þeir !!!

kalli (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Neddi

ha, er það Liverpool að kenna að ManU tapaði á móti Fulham? Nú skil ég ekki.

YNWA

Neddi, 22.3.2009 kl. 13:47

4 Smámynd: Brattur

... takk fyrir innlitið drengir...  ég er bara ekki sammála seinna gula spjaldinu sem Rooney fékk... það er nú allt og sumt... Rooney var bara að henda boltanum á þann stað þar sem taka átti aukaspyrnuna það getur ekki verið gult spjald...

Neddi, nei, nei... tapið var ekki Liverpool að kenna... það getur aldrei verið þannig að þriðja liðið ráði úrslitum í leik og það er ekki einu sinni að spila leikinn... bara að benda Liverpool vinum mínum á það að dómarar taka vægt á þeim... ekki síst á Anfield sem er mesti heimadómaravöllur í veröldinni...

Brattur, 22.3.2009 kl. 14:49

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta var óíþróttamannsleg framkoma. Það er spjald. Mjög einfalt. Reglurnar skýrar.

Páll Geir Bjarnason, 22.3.2009 kl. 19:45

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það má semsagt sparka bolta fast í burtu eftir flaut dómara en það má ekki henda bolta fast að þeim stað er taka á aukaspyrnu eftir flaut dómara.

Eða fer það eftir því hvað dómarinn flautar lengi ? 

Anna Einarsdóttir, 22.3.2009 kl. 22:21

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

hvorugt má.

Páll Geir Bjarnason, 22.3.2009 kl. 23:04

8 identicon

Þegar Unitedmenn eru farnir að tala um að dómarinn taki vægt á öðrum liðum en harkalega á þeim er nú fokkið í flest skjól . United hefur í gegnum tíðina fengið sér meðferð hjá dómurum sem enginn önnur lið hafa fengið bendi þessu til staðfestingar úrslitaleikinn  í deildarbikarnum þegar John Shea átti klárlega að fá sitt annað gula spjald en fékk ekki . Rooney lét skapið hlaupa með sig í gönur og dundraði boltanum í áttina að dómaranum og fékk þessvegna gultspjald mjög réttlætanlegt.

geiri (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 09:37

9 identicon

Að hlusta á ykkur United og Liverpool stuðningmenn væla og rífast um hvor ykkar fái ósanngjarnari meðferð hjá dómurum er álíka fáránlegt eins og að heyra Shumacer og Tiger rífast um hvor sé "FÁTÆKARI".

Báðir hópar eru svo fádæma blindir á sitt eigið kjaftæði að það hálfa væri nóg

"Æji afhverju fékk Ronney rautt en ekki Gerrard , af hverju var ekki dæmt víti þegar Torres datt í teignum en var dæmt þegar Ronaldo datt þetta var ALLVEG eins"

plíííííííííííííííííssssssssssssss hættiði þessu, en samt hvað væri enski boltin ef ekki væri fyrir þá sem kenna öllum töpuðum stigum á dómara, aðstæður, veður eða einhvern annað álíka gáfulegan hlut.

Ég er ekki að segja að dómara geri aldrei mistök langt því frá og lið tapa stundum leik á mjög stórum vafa atriðum EN það getur ekki verið að það sé ástæðan fyrir hverju EINASTA TÖPUÐU STIGI.!!

P.S. Áður en einhver fer að skjóta á mig skotum næst þá er ég EKKI stuðningmaður Arsenal eða Chelsea !!!!!!!!!...... bara taka það fram

ExonValdez (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:55

10 Smámynd: kop

Ég er bara alveg sammála þér, skil ekki þetta gula spjald á Rúní. Það er gult fyrir að skeyta skapi sínu á boltanum, en að veitast að dómaranum og nota boltann sem vopn, eins og hann gerði, er bara beint RAUTT.

kop, 23.3.2009 kl. 19:43

11 Smámynd: Brattur

OK Rooney var reiður... so... hann henti boltanum að aukaspyrnustaðnum... ég fer ekki ofan af því að dómarinn mismunaði honum og Fulham leikmanninum sem sparkaði boltanum langt í burtu eftir að dómarinn hafði flautað aukaspyrnu. Sá fékk ekkert fyrir það... Rooney er auðvelt skotmark fyrir dómara og það er eins og þeir fái eitthvað sérstak út úr því að láta hann finna fyrir því... Ronaldo var einnig marg sparkaður niður svo sást á honum og a.m.k. í þrígang... lokaði sá svartklæddi augunum, ef hann þá einhveratíma hafði þau opin!... En ég tek það fram að ekki kenni ég dómaranum um þetta tap... ég er bara að benda á að hann var United mönnum mjög óhliðhollur... hvort sem það var viljandi eða óviljandi...

Brattur, 23.3.2009 kl. 20:37

12 identicon

Ertu algjörlega blindur Roonney kastaði boltanum klárlega í áttina að dómaranum þessvegna fékk hann þetta gulaspjald ekki útaf neinu öðru ef að hann hefði rennt boltanum rólgur í áttina að aukaspyrnustaðnum hefði gegnt öðru máli en hann varð alveg brjálaður og henti boltanum af öllu afli . Hættu svo að kvarta yfir dómgæslu þó að það komi einn leikur þar sem dómarinn dæmi ekki með United er ekki eins og himimnn og jörð séu að farast og horfði á þennan leik og ég gat ekki séð að dómarinn dæmdi með Fulham og horfði ég hlutlaust á þennan leik þar sem ég held með hvorugu liði .

Geiri (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:40

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Voðalega ertu æstur Geiri.

Má fólki ekki finnast eitthvað annað en þér ? 

Anna Einarsdóttir, 24.3.2009 kl. 12:09

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Auðvitað var dómarinn óhliðhollur manutd. Það voru þeir sem voru að brjóta af sér!

Páll Geir Bjarnason, 24.3.2009 kl. 13:49

15 identicon

 Það er alveg á hreinu að ef þetta hefði verið leikmaður Fulham eða einhvers annars liðs þá hefði ykkur United fólki þótt þetta spjald alveg réttlætanlegt . Svo er þetta ekki spurning um að hafa skoðun á hlutunum ef þú skoðar atvikið á þá fer ekki á milli mála að Rooney grýtir boltanum í áttina að dómaranum og svoleiðis hegðun verðskuldar spjald hvort það sé Rooney eða einhver annar .

geiri (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband