Tvær sálir

Svo undarlegt er sálir mætast tvær
sem þekkjast síðan einhvern tíma fyrr
þar birtist sanna ástin, alveg tær
og hugurinn er sáttur, glaður, kyrr 

Svo ferðast þær um friðsæl ókunn lönd
og fá að njóta samvistar um hríð
þær ganga alltaf saman, hönd í hönd
og hjörtun slá í takti alla tíð

Að endingu þá skiljast þeirra leiðir
þær horfast  lengi í augu, fella tár
að kveðja vin sinn, gamlar sálir meiðir
þær sakna og finna til í þúsund ár

Höf: AE/GG
.

 ShosonTwoSwans

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fallegt, fallegt, hagmælt eruð þið sannarlega!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.3.2009 kl. 13:38

2 identicon

Yndislegt...

Svala Breiðfjörð Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:07

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 15:24

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er farin að gráta.  Á alltaf erfitt með að lesa eða heyra fallegan texta.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.3.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Ragnheiður

Ooo þið eruð flottust

Ragnheiður , 20.3.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband