Hans ræningi

Af hverju er talað um að sofa á verðinum? Ég skal segja ykkur allt um það;

 Einu sinni var ræningi sem hét Hans. Hann varð fyrir því óhappi að vera gómaður þegar hann var að ræna föndurbúð.

Honum var umsvifalaust dembt í tukthúsið. Þar sat hann á bak við rimla, sá aldrei sólina og lagði kapal allan daginn.

Hann dreymdi um frelsi og var ákveðinn í því að strjúka við fyrsta tækifæri.

Einn af fangavörðunum var kærulaus, svaf alltaf á vaktinni og hraut. Hans greyið ræningi varð alltaf svo syfjaður þegar fangavörðurinn hraut, að hann steinsofnaði líka.
.

 prisoner

.

Kvöld eitt gleymdi kærulausi fangavörðurinn að læsa klefanum hjá Hans eftir matinn. Nú vissi Hans að þetta var tækifærið sem hann hafði beðið eftir.

Þegar Hans var kominn út úr klefanum gekk hann að fangaverðinum þar sem hann svaf á bekk, til að athuga hvort hann væri ekki alveg sofnaður.

Þegar Hans ræningi heyrði hroturnar í fangaverðinum varð hann strax ógurlega syfjaður... hann hreinlega hrundi yfir fangavörðinn og steinsofnaði.

Þegar vaktaskiptin urðu um morguninn komu  menn að Hans þar sem hann...

... svaf á verðinum.
.

prisoner

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Var það kveikja af sögunni af Hans klaufa?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.3.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband