Ný stjórn að fæðast?

Nú er boltinn byrjaður að rúlla... við eigum vonandi eftir að sjá fleiri segja af sér á næstu dögum... en einhvern veginn finnst mér á orðum Ingibjargar núna að þessi stjórn sé að fara frá á allra næstu dögum og það sé sú vinna sem er í gangi núna um helgina... er það þá minnihlutastjórn SF og VG með stuðningi Framsóknar sem er að fæðast... eða??? Efast reyndar um það. Líklega verða óvænt tíðindi áfram í dag og næstu daga...

En fólk er greinilega farið að hugsa til kosninga og næstu útspil eiga eftir að einkennast af því.
.


.
 300px-French_suits.svg


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég dansa gleðidansinn ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Brattur

Já... nú er sko tilefni til að dansa... dansa alla ríkisstjórnina í burtu!

Brattur, 25.1.2009 kl. 12:08

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er ekki viss um að það sé til bóta, en ef þeir skipta út ráðherrum fyrir fagmenn sem kunna til verka, reka Seðlabankastjórnina þá líst mér betur á það en að fá steingelda VG til starfa.  Þeir hafa aldrei svarað því hvað þeir vilja gera.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svonasvona, Ingibjörg, engin læti hér.

Þú mátt láta svona inni á mínu bloggi, en þú verður að stilla þig þegar þu ert í heimsókn á öðrum bæjum.

Jóhannes Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Brattur

Ég er alveg sammála þér Ingibjörg með VG... þeir bara virðast ekki geta unnið með öðrum... það eru þeirra örlög...

Brattur, 25.1.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband