Ævintýrið um Erin

... einu sinni var maður sem hét Erin... hann var ekkert venjulegur maður, enda fannst honum hann vera eitthvað skrítinn sjálfur... öðruvísi en annað fólk...

Honum fannst alltaf að það væri eitthvert dýrslegt eðli í sér... fékk í tíma og ótíma óstjórnlega löngun til að öskra og reka út úr sér tunguna, langaði að éta mann og annan...

Hægt og rólega með aldrinum fór líkami hans að breytast... fyrst varð skinnið fölgrænt, en varð dekkra og dekkra  með árunum og það fór að vaxa á honum hali... tærnar stækkuðu og urðu að klóm... augun urðu rauð og útstæð...

Hann varð að kaupa sér stóran frakka til að skýla sem mest af líkamanum... Keypti sér hatt og sólgleraugu.
Hann forðaðist fólk og hélt sér út af fyrir sig.
.

 96047_1

.

Dag einn þegar hann er í mestu rólegheitum að lesa Sigurð Fáfnisbana upp í sófa, kemur fótbolti með látum í gegnum stofugluggann... Erin ríkur út og sér hvar krakkahópur er í garðinum hjá honum og er í þann veginn að leggja á flótta... hann kallar til þeirra... hver braut rúðuna?

Engin svarar en hann sér að þau stara á hann... ert þetta þú Erin?  vogar Guðjón litli frá Hlöðum sér að segja... jajá... svarar Erin og uppgötvar í leiðinni að hann er bara á nærbuxunum... dökkgrænn líkami hans alsettur hreistri blasti við krökkunum...
En Erin þú ert orðinn dreki... hélt Guðjón litli áfram...

Erin hleypur með látum í inn í hús og finnur í leiðinni hvernig halinn á honum slæst í dyrakamarinn...

Börnin hrúguðust öll að brotnu rúðunni og hrópuðu í hæðnistóni inn um hana...

Erin dreki - Erin dreki - Erin dreki -
.

 green_dragon.jpg.rZd.107849

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gaman að hitta ykkur í dag.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband