Um daginn var veginn

Þið vitið að það er ekki sama hvort sagt er aumingja Brattur eða Brattur aumingi.

Það er heldur ekki sama hvort sagt er;

Drottinn er með yður, eða Drottinn er með iður.

Hannes Hólmsteinn segir núna að það sé mikill munur á kapítalisma og kapítalista... þetta er virkilega gott klór í bakkann hjá nesa... það er líka mikill munur á Hannesi og annesi og spurning hvort hann viti það?

Ef Ísland átti eitthvað einhvern tímann sem hét höfuðstóll... þá heitir það fyrirbæri nú ruggustóll.

Allt er í heiminum hverfult og allt er breytingum undirorpið.

Ýmis orð og orðatiltæki voru um daginn veginn.
Nú verður maður að fara að endurskoða ýmislegt sem var í lagi að segja áður.

Það er t.d. strax orðið úrelt að segja; Ég átti því láni að fagna.

.

 rock_chair

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hehehe já rétt athugað hjá þér

Ragnheiður , 20.10.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í lýsíngarhætti núverandi framtíðar...

"Ég á það annara lán að borga..."

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég á miklu barnaláni að fagna. Ætli það verði gjaldfellt líka í þessu andskotans rugli öllu saman?

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2008 kl. 01:29

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hárrétt hjá Hólmsteininum. það er heilmikill munur á kapítalisma og kapítalista. svona eins og heilmikill munur er á fíflaskap og fífli. fíflaskapur er hugtak, en fíflið....það er bara fífl.

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 02:22

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...en við borgum samt lánin fagnandi....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband