Brattur-Verönd

... úff, nú var ég feginn... ég las fyrst... "Veröld kaupir Bratt"... mér dauðbrá, ég verð að segja það... enda er ég ekki til sölu...

... en þetta gefur mér hugmynd að nýju fyrirtæki sem ég geng með í maganum... sem kviknaði við komment hjá góðum vini mínum honum SandhólaPétri í síðustu færslu sjá hér...

... ég er sem sagt að fara að stofna fyrirtæki sem á að heita Brattur-Verönd.

Starfssemin gengur út á það að semja sögur eða ljóð fyrir fólk sem vill  gefa öðurvísi afmælisgjafir.

Þið bloggvinir og aðrir sem hingað rekið inn nefið, getið pantað hjá mér sögu eða ljóð til að gefa við ýmiss tækifæri. Þið sendið mér bara nafn viðkomandi og um hvað sagan á að vera í grófum dráttum.

Síðan fáið þið söguna útprentaða með viðeigandi mynd eins og ég hef verið að gera hérna á síðunni minni og allt innrammað.

En þróunarvinna er í gangi í með útfærsluna á þessu.

Er þetta ekki bara brilljant hugmynd?

.

bs00554_

.

 


mbl.is Veröld kaupir Bjart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Jú, ágætis hugmynd. En... hérna.. heldurðu að nafnið sé rétt?  Brattur getur líst því að hafa mikinn halla, eða bratta... þannig að Brött-Verönd... gæti verið verönd sem hallar mikið, og erfitt er því að komast um hana?

Einar Indriðason, 15.8.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Gulli litli

Ertu fáanlegur til að semja níð?

Gulli litli, 16.8.2008 kl. 02:03

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahaha þetta er frá bært!

Ég á eftir að vera kúnni!

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Brillíant hugmynd. Er hægt að kaupa svona af þér í gegnum netið og fá vöruna afhenta þannig líka, þ.e. til útprentunar? Er að fara í 60 afmælisveislu og vildi gjarnan koma með eitthvað persónulegt. Ef maður segir þér persónuatriði og svona hitt og þetta; tekurðu þá að þér að semja um það ljóð????

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.8.2008 kl. 16:45

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Góður.....!

Ég er að gera þetta...og það er sko bara gaman....

Bergljót Hreinsdóttir, 18.8.2008 kl. 21:59

6 Smámynd: Einar Indriðason

Guðný... spurning um að fá Bratt til að verða veislustjóra? :-)

Einar Indriðason, 19.8.2008 kl. 14:26

7 Smámynd: Brattur

takk fyrir innlitið gott fólk... var að koma heim eftir viku dvöl í sumarbústað... tölvulaus, að sjálfssögðu... svo ekkert hefur verið litið á bloggið, né annað...

... ég sem níð ef menn vilja senda á "vini" sína og bara hvað sem er... já, og svo er bara að segja mér eitthvað um viðkomandi sem hægt er að færa í stílinn... og gjöfin er klár... tek ekki að mér veislustjórn, er ekkert góður í talandanum, þó ég geti bullað á blað...

Brattur, 22.8.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband