Sjaldan fellur eplið

... var pínu montinn af syni mínum um daginn... reyndar er ég alltaf montinn af þessum strák...

Hann  er verslunarstjóri í matvöruverslun úti á landi og sprellaði svolítið þann 1.apríl...

Þetta var skrifað í staðarblaðið um gabbið:

"Þriðjudaginn 1. apríl sl. átti ég erindi í Samkaup hér á Blönduósi og verð að segja að það var skemmtileg verslunarferð. Aprílgabb verslunarstjórans var með því betra sem ég hef séð. Ég gerði mér far um að vera svolítið lengi á kassanum og fékk mér svo kaffisopa áður en ég fór út, eingöngu til að fylgjast með fólki sem kom í búðina og sá skiltið góða, þar sem viðskiptavinir voru vinsamlega beðnir að fara út skónum vegna kvartana ræstingafólks út af óhreinum gólfum. Margir áttuðu sig á gríninu, vitandi hvaða dagur var, en nokkrir gerðu sig líklega til að taka af sér skóna, enda nokkrum skópörum stillt upp við skiltið svo allt liti sem trúlegast úr. Afgreiðslufólkið stoppaði svo þá trúgjörnu af áður en þeir fóru að arka um búðina á sokkaleistunum. Það var áreiðanlega mikið hlegið í Samkaup þennan daginn".

.

.

Líkur pabba sínum hehehehe....

 .

converse-shose

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe gaman að svona gríni, sem meiðir engan. Grín er nebblega vandmeðfarið Brattur.

Ragnheiður , 20.4.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Like father, like son ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Brattur

Ragnheiður... þar er ég sammála... grínið má aldrei meiða... vona að ég hafi komist hjá því... ég allavega reyni að skrifa ekki þannig að einhver verði sár á eftir...

Brattur, 20.4.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Tófulöpp

Hahhaha virkilega gott aprílgabb

Tófulöpp, 20.4.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábært grín, en ég er nógu mikið kvikindi til þess, að ég hefði látið kúnnana arka aðeins um búðina á sokkaleistunum áður en ég hefði látið vita af hrekknum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:49

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góður strákurinn

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.4.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband