Stikkhúfa - svarið við getrauninni

Jæja, þá er komið að því að birta svarið við getrauninni sem ég var með í gær.

Þakka öllum sem tóku þátt snyrtilega fyrir... margar skemmtilegar tilgátur bárust, en engin þeirra reyndist rétt..

Stikkhúfa er.... trommusláttur............................... TAPPI á gosflösku!

Já, þetta vissu hvorki þeir Óli kolamoli né Sandhóla Pétur... og hvað þá Gunnar Helgi. Hann vissi ekki baun...

.

cream-soda-4434

.

Í mínu ungdæmi var til leikur sem hét Stikk. Hann gekk út á það að töppum af gosflöskum (úr gleri n.b.)var rennt eftir gólfi og að gólflista eða einhverri línu sem var á gólfinu. Sá sem átti flesta tappana sem næst voru línunni eða gólflistanum vann leikinn.

Síðan er tappi náttúrulega húfa á gosflösku og þá er nafnið komið : Stikkhúfa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Jahá...magnað -ekki vissi ég þetta.

Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Man eftir  þessu. Mundi bara ekki nafnið

Halldór Egill Guðnason, 18.3.2008 kl. 03:52

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mig minnir að þetta hafi verið kallað hark á suðrinu, eða var það kannski fimmaurahark?

Edda Agnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 10:47

4 Smámynd: Ragnheiður

Jú það var kallað hark hérna fyrir sunnan.

Ragnheiður , 18.3.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Brattur

já... hark, segið þið...  ekki nema von að þið vissuð ekki rétta orðið... svo langt í burtu frá Tröllaskaga sem þið voruð... ... en nú er þetta komið á hreint, enda löngu tímabært... hark... ég á ekki orð...

Brattur, 18.3.2008 kl. 19:05

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Leikurinn Hark var í Kópavoginum þannig að maður notaði mynnt, og helst 2 krónu peninga.

Þeim var hent upp að vegg og sá sem kom sýnum pening næst veggnum, mátti hirða alla peningana sem kastað var, aðal harkarinn hreinsaði smátt og smátt upp peningana.

Það er svo talað um harkara, í merkingunni, leigubílstjóri sem tekur stuttu túrana í kringum lokunartíma skemmtistaða.

Svona hraða afgreiðslu á mörgum viðskiptavinum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.3.2008 kl. 22:34

7 Smámynd: Brattur

já, Þorsteinn Valur skemmtilegar viðbótarupplýsingar... gaman að þessu... þarna kemur skýringin á þeim sem kallaðir eru "harkarar"... alltaf skýringar á öllum hlutum, takk fyrir þetta...

Brattur, 18.3.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband