Að keyra um í málverki

... mér leiðist aldrei að keyra um landið, enda eins gott, ég er mikið á ferðinni... nýt landslagsins og birtunnar... litirnir á himninum margbreytilegir og oft eins og maður sé staddur inni í miðju málverki...

... þessi mynd var tekin í morgun í Langadalnum...

 

.

 Sólarupprás

 

.

Sólin.

Hún teygði sig feimin
yfir fjallstoppana
hugsaði hlýtt til jarðarinnar

litla mannveran
horfði agndofa á

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Spilar vel saman ljóð og mynd,bara fallegt fleiri orð þarf ekki um þetta.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 11.12.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert svo ljóðrænn Brattur

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.12.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ætli Monu Lisu hafi fundist hún vera stödd inni í miðju málverki, einhvern tíma ?

Anna Einarsdóttir, 11.12.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Brattur

Já, kæra Anna... ég er eiginlega viss um að Mona Lisa hafi einmitt haft þessa tilfinningu, maður bara sér það á svipnum á henni... og þá er leyndardómnum á þessum fræga svip aflétt...

Brattur, 11.12.2007 kl. 22:44

5 Smámynd: Ragnheiður

Brattur ! ekki keyra á rammann !!

Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 17:39

6 Smámynd: Brattur

Ragnheiður, ég á ábyggilega eftir að keyra á rammann einhverntíman... og hvernig skildi málverkið líta út þá... skökk sól og himinninn á hvolfi... hmmmm....

Brattur, 13.12.2007 kl. 22:46

7 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

 Blessaður!

Ég les oft þitt blogg og mun sakna þín.

Ég kveð nú bloggheim í bili og sný aftur til Afríku.

Þar sem ég bý er útilokað að blogga en ég les bloggið þegar ég get.

Jólagjöfin frá mér til þín er HÉR =

http://vilhelmina.blog.is/blog/vilhelmina/entry/391293/

Gleðileg Jól!

Villa

Vilhelmina af Ugglas, 14.12.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband