Johnnie Walker

... já, ég geng með það í maganum að gefa út 2 ljóðabækur einhvertíma á næstunni... ég á efnið nokkuð klárt í aðra bókina, en það er einhverskonar þema um æskuna... um vin minn í barnæsku og svo um annan vin á unglingsárunum... og um það sem við vorum að bralla saman á þessum árum... sú bók á að vera myndskreytt...

... seinni ljóðabókin sem ég er að hugsa um að gera, er gjörsamlega í Guðshúfu ennþá, þ.e. ekki komið að getnaði og ekkert líf að fæðast, en sem komið er... en það verður einhverskonar þemabók... kannski sjálfsæfisaga í ljóðum og ekkert dregið undan!

... nú er ég búinn að setja pressu á mig með því að segja hér frá því hvað mig langar að gera í ljóðaútgáfu... á næstu 2-3 árum...

... ég hef áður birt einhver örfá ljóð frá unglingaárakaflanum... hér kemur eitt;

 Johnnie Walker.

Fyrsta fylleríið var mest ímyndun
sonur Ringsteds á brekkunni
gaf okkur sitthvorn sopann
af Johnnie Walker
við veltumst um og hlógum
eins og hálfvitar
þóttumst ekkert skilja
í okkar haus

Gjóuðum þó augunum í laumi
til stelpnanna
til að athuga hversu mikið
við hefðum unnið okkur
í álit á þeim bæjunum

Og það var ekki laust
við aðdáunarblik
í dreymnum augum meyjanna
sem hafði þau áhrif
að við urðum ennþá fyllri
lögðumst niður í götuna
með lappirnar upp í loft
augun stjörf
og lafandi tungu
 

Dóum;
Svona bráðabirgðadauða
í þeirri fullvissu
að Flórens Næturgali
veitti okkur hjúkrun

En þegar engin skipti
sér að okkur
stóðum við upp
þegar lítið bar á
dustuðum af okkur rykið
og röltum heim
reynslunni ríkari
fóstbræðurnir;

Johnnie og Walker

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ekki spurning, skelltu þér í útgáfu. Kaupi pottþétt bókina og vil hana áritaða.Sé ykkur í anda þarna veltast um og hlægja....

 MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.10.2007 kl. 08:40

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Meiri sauðirnir.. 

Einu sinni þegar ég var unglingur, fann ég áfengisflösku með botnfylli í.  Ég fyllti hana upp með vatni, þar til hún var tæplega hálf.  Svo gaf ég hana stelpu sem var að fara á ball, ásamt mér og fleirum.  Það er skemmst frá því að segja að stelpan missti af ballinu.... var "áfengisdauð" í bílnum allt ballið.   

Anna Einarsdóttir, 4.10.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Úps, hvað ætli margir egi svipaða sögu í fórum sínum? Flott og út með bókina.

Edda Agnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 15:33

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skráðu mig sem kaupanda!  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.10.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Panta eintak hér og nú

Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 22:16

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Líst þrælvel á þetta hjá þér Brattur. Kýla á það.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband