AT-kvæði

Þá er komið að því að skrifa upp í hana Guðný Önnu bloggvinkonu... fyrir þá sem ekki vita og ekki hafa lent í þessum ósköpum, þá á ég það til að skálda smá bréfkorn frá bloggvinum, sem sumir kalla
AT-kvæði. Ég legg fólkinu þetta í munn og læt það segja frá einhverju lítilfjörlegu eða merkilegu í sínu daglega lífi...

Það eru ekki margir
sem vita það að ég er með dellu
fyrir handklæðum

ég vil sem dæmi hafa
baðhandklæðin  mjög stór og þykk
þannig að eftir heitt letibað
geti ég sveipað 
hlýlegu, drapplituðu
handklæði
um mig alla, helst tvo hringi

tiplað svo á táslunum
fram í eldhús
og fengið mér ískaldann
eplasíder úr hálsmjóu kampavínsglasi

 

Kveðja, Guðný Anna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

ÞETTA er rómantískt.  Næstum jafn rómantískt og að fara í fótabað í mosagrænu vaskafati..............sem er reyndar alveg æðislegt!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Minn kæri Gísli, þú ert forvitur og skyggn!! Ef ég vissi ekki betur, héldi ég að þú hefðir verið með kíki í íbúð í næsta húsi. Mikið ansi hefur mér nú farið fram í skáldlegum lýsingum, finnst þér ekki? Bestu þakkir!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Brattur

... sko ég geri þetta þannig, t.d. í báðum ykkar tilfellum Vilborg og Guðný, þá lygndi i ég aftur augunum og reyndi að finna hvernig persóna þið eruð eða í hvernig umhverfi þið eruð... mosagræna vaskafatið Vilborg kom bara fljótlega eftir að ég fór að lesa síðuna þína og Guðný Anna draplitaða baðhandklæðið og hálsmjóa kampavínsglasið var bara alltaf við hliðina á þér

... ég á kíki... en ég er ekki gluggagægir... skoða stundum fugla (birds) í gegnum hann ,að vísu...

Brattur, 21.7.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Yndislegt!!!! Frábærir hæfileikar hjá þér...ræktaðu þá áfram.

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Brattur

... Ægir... ertu farinn að æfa skákina?... ég sé að þú er snjall bridgespilari líka... þar er ég ekki nógu sleipur... spilaði aðeins fyrir áratugum síðan... en svo ekki meir...

Brattur, 21.7.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Brattur

... mér sýndist Jana svo nett þegar hún birti myndina af sér í kjólnum um daginn... ertu þú svona nettur líka Ægir minn... spurning hvort fötin passi ykkar á milli...

Brattur, 21.7.2007 kl. 23:07

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Déskoti eruð þið hress.  Kunnið þið Lomber kannskí líka?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.7.2007 kl. 00:03

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Annars kæru vinir og samherjar, ætla í rúmið og hugsa um Sikileyjarvörninga sem ég lærði í den.

góða nótt 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.7.2007 kl. 00:04

9 Smámynd: Brattur

... ég held þetta stefni í eina keppnina enn.. "Best klæddi keppandinn á skákmótinu"... Ægir náttúrulega laaaaaang sigurstranglegastur....

Brattur, 22.7.2007 kl. 00:12

10 Smámynd: Brattur

... úpps... ég er ekki farinn að hugsa út í það... en ætli ég reyni ekki að skoða myndir af Bobby Fischer árið 1972 og sjá hvernig kappinn var klæddur þá... lookið má náttúrulega ekki klikka... ef maður nær því að vera mjög skáklegur... þá náttúrulega verða allir skíthræddir við mann

Brattur, 22.7.2007 kl. 00:23

11 Smámynd: Brattur

... ég býst sem sagt við því að vera ekki bara með SÍS bindið... en ef ég kem bara í því... þá hlaupa náttúrulega allir í burtu og ég stend uppi sem sigurverari...

Brattur, 22.7.2007 kl. 00:26

12 Smámynd: Brattur

... grænt og blátt Ægir... eru það þínir litir???.... eru það ekki svart og hvítt = FH

Brattur, 22.7.2007 kl. 00:28

13 Smámynd: Brattur

... það er annaðhvort að koma klæddur eins og atvinnumaður... eða sem fífl... ég gæti t.d. komið í náttserknum mínum... þá héldu andstæðingarnir að ég væri einhver vitleysingur og yrðu bara kærulausir og lékju af sér... kannski maður geri það bara....

Brattur, 22.7.2007 kl. 00:34

14 Smámynd: Brattur

... skákmót með skondnu ívafi...

Brattur, 22.7.2007 kl. 00:42

15 Smámynd: Brattur

... já, formaðurinn heldur utan um alla keppendur...  kemur á morgun, er það ekki... verður ábyggilega lengi að jafna sig og þvo allan sandinn af sér úr þessari Löngufjöru... heyrum örugglega ekkert í henni fyrr en líður á vikuna... annars er ég að fara í háttinn... taka góða sundæfingu í fyrramálið og stúdera skákbyrjanir seinnipartinn... og skoða fataskápinn, náttúrulega...

... Jana... við pælum í ÖLLU...

Brattur, 22.7.2007 kl. 01:06

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Flottastur!

Heiða Þórðar, 22.7.2007 kl. 02:25

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jíhaaaaaaaaaaaaa

Anna Einarsdóttir, 22.7.2007 kl. 14:10

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eigum við að tuða í kvöld ?

Anna Einarsdóttir, 22.7.2007 kl. 17:46

19 Smámynd: Brattur

... já, hvernig væri það

Brattur, 22.7.2007 kl. 18:04

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hann verður svo glaður strákurinn.

Anna Einarsdóttir, 22.7.2007 kl. 18:31

21 Smámynd: Brattur

... já ofsaglaður... auðvita....

Brattur, 22.7.2007 kl. 18:38

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það má samt bara tuða.

Anna Einarsdóttir, 22.7.2007 kl. 18:42

23 Smámynd: Brattur

já, tuð er skemmtilegt... bara tuða... ég svaraði þér í Hamingjusmiðs-fræslunni... sjástu það

Brattur, 22.7.2007 kl. 18:44

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Neibb...... nú fer ég að skoða. 

Svo þarf að setja sig í tuð-gírinn.  Ég held hann sé farinn að ryðga.

Anna Einarsdóttir, 22.7.2007 kl. 18:52

25 Smámynd: Brattur

... skrepp frá smá stund... liðkaðu tuð-gírinn á meðan...

Brattur, 22.7.2007 kl. 18:59

26 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Er komin norður eftir fimm tíma á 90 km cruse control og þrjú stopp.  Við Magga systir sitjum hér við tölvuna hugsum um í hveju við erum lentar en okkur hlakkar til framhaldsina.......  Látum það ekki aftra okkur frá listsköpun á morgun.  Sjáumst hess annað kvöld.

Vilborg Traustadóttir, 22.7.2007 kl. 21:51

27 Smámynd: Brattur

... hahaha... við verðum bara að taka á þessu eins og það er... ég mæti

Brattur, 22.7.2007 kl. 22:18

28 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Voðalega er ég eitthvað með fattarana langt í burtu núna; - en Ægir, nei ég tefli ekki - en ég spilaði mikið félagsvist á Kleppi í gamladaga; t.d. á sjónvarpslausu fimmtudagskvöldunum! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband