Yfirlýsing og gáta

Jæja, þá er ég byrjaður í líkamsræktinni.

Ég gerði 30 magaæfingar milli jóla og nýárs og komst í stuð við það.

Nú hef ég ákveðið að gera eina magaæfingu á dag út veturinn og sjá hverju það skilar.
Hvaða tími dags ætli sé nú bestur til að gera magaæfinguna ?

Markmiðið er að ná af sér 5000 grömmum fyrir sumarið.

Ég hef líka ákveðið að hætta að borða allt nema ristað brauð með osti, kleinur, tebollur með súkkulaði, kanilstykki og Freyju staur... og kannski lambalæri með sósu, grænum baunum, sultu, brúnuðum kartöflum og rauðkáli.

Að lokum ein gáta.

Hver er það sem er 5 kílóum of þungur... ekki gamall og ekki ungur... notar skó númer 43 og er nýkominn úr sundi ?
.

 Swimming

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hattur eða Fattur, komnir á kreik ?

Steingrímur Helgason, 25.1.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kannski einhver Brattur?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2010 kl. 00:16

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er hann med mida med tolunni 8 a, upprulludum i litla kulu, a onefndum stad?

Halldór Egill Guðnason, 26.1.2010 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband