Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Fréttir af mér og Sir Alex og nýju sláttuvélinni.
31.5.2009 | 11:29
Jæja, nú hef ég ekki bloggað í dágóðan tíma. Við vorum að vinna á Skagaströnd, þeim fallega stað, alla síðustu viku.
En nú er ég kominn heim í heiðardalinn. Sé að a.m.k. einn hefur haft áhyggjur af mér.
Það er best að byrja á því að afgreiða þennan úrslitaleik sem fram fór í síðustu viku þar sem við Man. United lutum í gras.
Veit að Sir Alex hefur verið að reyna að ná í mig en ég hef ekki mátt vera að því að svara honum.
Best að hringja í kallinn á eftir og heyra hljóðið í honum blessuðum.
Við vorum ansi slappir í þessum leik og jafnvel Darlington hefði unnið United á þessum degi.
Þá er það frá.
.
.
En að öðrum ævintýrum.
Við skötuhjúin fjárfestum í sláttuvél um daginn. Í gær var þokkalegt sláttuveður svo það var tilvalið að taka gripinn upp úr kassanum. Hún var ósamsett. Slatti af allskonar hlutum og skrúfum og slíku sem þurfti að raða saman.
Eftir að hafa skrúfað nokkrum sinnum vitlaust saman og tekið í sundur aftur og skrúfað saman aftur og eftir að betri helmingurinn kom og hjálpaði mér að leysa erfiðustu þrautina sem var pínulítið plaststykki sem ég vissi bara ekkert hvar ætti að koma, þá var komið að því að setja bensín og olíu á þessa fallegu vél. Það þarf líklega ekki að taka það fram að hún var í United litunum, eldrauð og sókndjörf.
Ég vildi endilega að við fengjum okkur sláttuvél með drifi, þ.e. hún keyrir sjálf og maður bara stýrir henni. Það var samþykkt með öllum atkvæðum.
Grasið í garðinum var orðið ansi hátt en þessi frábæra vél er með hæðarstillingum. Það er hægt að hækka og lækka hjólin eftir því sem maður vill. Slátturinn byrjaði nokkuð vel. Rauða sláttuvélin þeystist um lóðina og ég bara stýrði með annarri og leit ábyggilega út fyrir að vera grobbinn.
.
.
Nágranninn gekk fram hjá og veifaði. Kom svo skömmu síðar trítlandi með sláttuvél, frekar ómerkilega. Ég brosti í kampinn. Ég hafði sett pressu á hann svo hann sem hafði ætlað að eiga náðugan eftirmiðdag hafði séð sig tilneyddan til að fá lánaða sláttuvél svo hann yrði nú ekki eftirbátur minn.
Nú nálguðust við, ég og rauða sláttuvélin, stóra grenitréð. Ég var enn slakur og með aðra hönd á stýrinu eins og Bjössi á mjólkurbílnum. Ég áttaði mig ekki á því að ég þurfti að beygja mig svona mikið. Vélin æddi áfram og ég kunni ekki að stoppa hana og ekki kom til greina að sleppa taki á henni, þessari nýju rauðu fallegu sláttuvél. Hún dró mig því eiginlega í gegnum grenitréð og barrnálarna stungust í andlitið og allan kroppinn.
Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að stóra grenitréð gæti verið svona andstyggilegt.
Nú lít ég út eins og gatasigti og kemst ekki út úr húsi nema með lambhúshettu. Og er ekki frekar asnalegt að vera með lambhúshettu úti núna þegar sólin skín og það er komið gleðilegt sumar?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Benítez -Houllier
23.5.2009 | 09:45
Ég hef alltaf sagt það og segi það enn að Benítez er Houllier í dulargerfi.
Ég er líka undrandi á Benítez-Houllier að hann hagi sér eins og smákrakki.
Mikið var ég glaður þegar hann framlengdi samnig sinn við Liverpool... þessi maður mun aldrei gera stóra hluti... Hann er ekki púllari af lífi og sál.
You´ll never walk alone ef að þú ert flón.
.
.
Ferguson undrandi á Benítez | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heyrði í Sir Alex í morgun.
21.5.2009 | 10:45
Ég ætti að vera tilbúinn í slaginn líka... hef aðeins verið með smá verk í öxl eftir að hafa tognað þegar ég teygði mig í kaffipakka upp í skáp og ég sem drekk ekki einu sinni kaffi...
Sir Alex hringdi í mig í morgun og var fjallhress... það sem þú sagðir eftir leikinn við Arsenal var alveg brilljant Sir Alex...
"That was the longest 90 minutes in history"
Já, svaraði Sir Alex... þetta bara datt út úr mér en kom svona helv... flott út... svo hlógum við Alex í heila mínútu á eftir... við erum svo skemmtilegir saman...
Tell me Mr. Bratt... should we (takið eftir hann sagði we) let Carlos go or not? (Við köllum Tevez alltaf bara Carlos þegar við tölum saman)
"Should he stay or shoud he go" söng ég og Sir Alex tók undir og svo sprungum við gjörsamlega úr hlátri aftur og nýbúnir...
Let him stay, sagði ég svo þegar ég náði andanum aftur... at least don´t let him go to "you know what"... bætti ég við...
I will never sell anyting, not even a virus, to that team... svaraði Sir Alex...
Alex, Alex you´re killing me... hvað segir þú annars um leikinn við Barcelona...
I can tell you Mr. Bratt... and don´t say it to anyone... we will take them, I just feel it...
That´s a good feeling Sir Alex... I´m sure we will take them... I have the same feeling...
Mr. Bratt I have to go but I will call you on Sunday if you can help me then to pick the team for the big game...
OK Sir Alex... I will wait for your call... goodbye Sir Alex... goodbye Mr. Bratt... have a nice day my friend...
.
.
Ferdinand: Ég er tilbúinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikill höfðingi.
17.5.2009 | 13:35
Einu sinni var indíánahöfðingi sem fékk hægðatregðu. Hann sendi þjón sinn til galdralæknisins til að fá mixtúru við þessu.
Þjóninn kom til galdrakarlsins og sagði;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Galdralæknirinn blandaði handa honum seið til að losa stífluna sem þjónninn fór með til höfðingjans.
Daginn eftir kom þjónninn aftur til galdralækninsins og sagði;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Mixtúrann hafði sem sagt ekki virkað.
Galdrakarlinn blandaði nú enn sterkari seið sem þjónninn færði höfðingjanum.
Á þriðja degi kemur þjónninn og er vonsvikinn;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Svona gekk þetta í nokkra daga í viðbót. Alltaf blandar galdrakarlinn sterkari og sterkari seið en ekkert gengur.
Alltaf kemur þjónninn með sama svarið:
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Galdrakarlinn blandar nú stærri og sterkari blöndu en hann hefur nokkurn tímann gert áður. Ef þetta virkar ekki þá veit ég ekki hvað, hugsaði galdrakarlinn.
Færðu höfðingjanum þetta og láttu hann drekka alla flöskuna í einu, þetta er rosalega öflugt.
Þjónninn fer til baka með mjöðinn en kemur fljótlega hlaupandi til galdrakarlsins aftur og hrópar skelfingu lostinn:
Mikill kúkur, enginn höfðingi !
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Búinn að opna.
16.5.2009 | 14:33
Ég er búinn að opna fyrir hamingjuóskirnar... þið megið láta þeim rigna yfir mig fram á haust...
.
Manchester United enskur meistari í 18. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Good luck Sir Alex !
16.5.2009 | 11:48
Jæja, þá er stóra stundinn að renna upp... ég er kominn í jakkafötin og klár í slaginn...
Líst vel á að hafa Tevez í byrjunarliðinu...
Við ætlum að spila til sigurs, hvað annað sagði Sir Alex við mig rétt áðan...
Good luck Sir Alex sagði ég hálf klökkur... Have a nice day Mr. Bratt sagði Sirinn og var rokinn.
.
.
Byrjunarliðin klár á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Benni kann ekki að reikna.
16.5.2009 | 09:34
Munurinn liggur helst í því að kaupa réttu leikmennina.
Benni ýta keypti Robbie Keane á 20,3 milljónir punda... ég hefði getað sagt honum að það væri bölvuð vitleysa að kaupa Keane en vildi það ekki. Ég hafði bara gaman af þessu floppi hjá Benna ýtu... Við Sir Alex hlógum svo mikið þegar Liverpool keypti Keane að ég er með strengi í hælunum ennþá... og Sir Alex kyngir tyggjóinu í hvert skipti sem við tölum um þetta.
Mr. Bratt you owe me chewing gum... segir Sir Alex þá og getur ekki hætt að hlægja.
.
.
Benni biðlar til Arsenal að þeir hjálpi Liverpool með því að vinna Manchester United í dag... ekki geta þeir stólað á sjálfa sig blessaðir...
En United eyddi sem sagt u.þ.b. 14 milljónum punda meira í leikmannakaup heldur en Liverpool í fyrra og þar liggur hundurinn grafinn
"There is the dog buried" eins og Benni ýta komst svo skemmtilega að orði við fréttastofu Bratts.
.
.
Munurinn liggur í peningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þjóð vega ljóð
14.5.2009 | 20:01
Samdi þetta fallega ljóð í blíðunni í dag þar sem ég ók eftir þjóðveginum og naut útsýnisins.
Girðingastaurar
og gaddavír
Girðingastaurar
og gaddavír
Gadda gadda gadda gadda gadda gadda gadda
Vír og staurar
Dýr og Maurar
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tevez með mark ársins.
13.5.2009 | 23:21
Þetta var einn af betri leikjum vetrarins. Wigan liðið spilaði vel, voru duglegir og baráttuglaðir... en Manchester United voru einfaldlega betri. Góður samleikur í bland við einstaklingsframtak... Markið hans Tevez í mínum huga mark leiktíðarinnar... hann fer ekki fet!!!
Unun að horfa á þrumufleyg Michael Carrick´s þenja út netmöskvana. Mmmmm... hvað það er gott að halda með United...
Svo er best að landa titlinum í hádeginu á laugardeginum með sigri á Arsenal svo þetta sé bara búið... og við getum einbeitt okkur að úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 27. maí.
.
.
Man.Utd stigi frá meistaratitlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mark í framlengingu!
12.5.2009 | 21:18
Það var eins gott að við komumst áfram... mörg laganna í kvöld voru skelfileg... nefni engin nöfn en get þó sagt Búlgaría, Portúgal og Spinnegal... eða voru þeir annars ekki með í kvöld...
Gaman að Finnland og Svíþjóð skyldu komast áfram... þau lög bara nokkuð góð...
Og svo skoraði Ísland sigurmarkið í framlengingu... sjaldgæft en afar ánægjlegt.
Til hamingju Ísland!
.
.
Ísland komið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)