Benni kann ekki að reikna.

Munurinn liggur helst í því að kaupa réttu leikmennina.

Benni ýta keypti Robbie Keane á 20,3 milljónir punda... ég hefði getað sagt honum að það væri bölvuð vitleysa að kaupa Keane en vildi það ekki. Ég hafði bara gaman af þessu floppi hjá Benna ýtu... Við Sir Alex hlógum svo mikið þegar Liverpool keypti Keane að ég er með strengi í hælunum ennþá... og Sir Alex kyngir tyggjóinu í hvert skipti sem við tölum um þetta.

Mr. Bratt you owe me chewing gum... segir Sir Alex þá og getur ekki hætt að hlægja.
.

_45782254_ferguson

.

Benni biðlar til Arsenal að þeir hjálpi Liverpool með því að vinna Manchester United í dag... ekki geta þeir stólað á sjálfa sig blessaðir...

En United eyddi sem sagt u.þ.b. 14 milljónum punda meira í leikmannakaup heldur en Liverpool í fyrra og þar liggur hundurinn grafinn

"There is the dog buried" eins og Benni ýta komst svo skemmtilega að orði við fréttastofu Bratts.
 .

 laughing_dog

.

 


mbl.is Munurinn liggur í peningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

smá athugasemd.. Benni keypti ekki Keane.. heldur Parry enda losaði Benni sig við hann við fyrsta tækifæri ;)

Óskar Þorkelsson, 16.5.2009 kl. 09:39

2 Smámynd: Brattur

hmm... hver er Parry?

Brattur, 16.5.2009 kl. 09:41

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Já sæææææll...soldið ManU....en það eru nú ekki allir eins...það er það sem gerir lífið svo litríkt og skemmtilegt...

Bergljót Hreinsdóttir, 16.5.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Brattur

uss... ef allir væru eins þá enduðu allir fótboltaleikir með jafntefli...

Brattur, 16.5.2009 kl. 09:45

5 identicon

Það reyndar kom svo í ljós að Liverpool hafði ekki efni á Keane og þeir þurftu að skila honum aftur til Tottenham. Er ekki þarna skýrasta myndinn af peningarlegum yfirburðum Man. Utd? Þeir hafa ekki enn lent í því að þurfa skila leikmanni aftur til baka sem þeir keyptu.

Helgi (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 10:11

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Parry er vitleysingurinn sem haldið hefur utan um budduna hjá Liverpool alltof lengi..

Óskar Þorkelsson, 16.5.2009 kl. 10:18

7 Smámynd: Brattur

úff Óskar... ég hélt að Benni veldi sjálfur þá leikmenn sem liðið vildi fá... þarna er náttúrulega brotalöm í systeminu hjá ykkur... ég sé í Ferguson fyrir mér ef að einhver annar ætlaði að velja leikmenn handa honum...

Brattur, 16.5.2009 kl. 10:25

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Aznaleg íþrótt, fótbolti, má ég frekar biðja um heilbrigða 'krullukeppni' !

Steingrímur Helgason, 16.5.2009 kl. 10:28

9 identicon

Það er einmitt vandamálið með fjárhag Liverpool, Benítez fær lítið ráðið um hverjir eru keyptir. Hann segir bara hverja hann langar mest í og svo sér Parry um málin, Rafa er meinað að sjá um þetta sjálfur.

 Og til viðbótar, það sem Benítez á við með þessu er að Man Utd hefur yfir meiri peningum að ráða, Liverpool þarf að selja til að kaupa, eins og Rafa hefur marg oft sagt. Man Utd þarf þess ekki. Auk þess held ég að þetta sé orðið nokkuð gömul frétt enda sagði hann þetta á síðasta tímabili að ég held og í byrjun þessa.

Bergur (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:35

10 Smámynd: Brattur

Liverpool er náttúrulega "gömul frétt" í sjálfu sér...

Brattur, 16.5.2009 kl. 11:40

11 identicon

Það var heimasíða sem sýndi eyðslu liðanna og tók með í reikninginn sölur á leikmönnum líka. Þar var Liverpool rétt fyrir ofan United í eyðslu, sem sagt höfðu eytt meira þó að tekið væri með í reikninginn innkomu á seldum leikmönnum einnig. Ég man ómögulega hvað þessi síða hét, kannast ekki einhver við þetta?

Jon Hr (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 12:47

12 identicon

,,United-firringin" fræga sem skín í gegn í þessari færslu þinni.

Bragi (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 13:14

13 identicon

Eyðsla liðana og öll kaup og sölur seinustu 17 ár er að finna hérna: http://transferleague.co.uk/

Þarna sést þetta svart á hvítu....

Karma (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 13:55

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég greini nettan öfundartón í kommenti Braga. 

Og ákveðinn skort á engu húmorsleysi. 

Anna Einarsdóttir, 16.5.2009 kl. 15:25

15 identicon

Munurinn er að Benitez þarf að selja menn til kaupa aðra, það þarf Ferguson ekki að gera, Þegar það er búið að draga frá þær milljónir sem Benitez fékk fyrir að selja menn þá er Ferguson með yfirburði í eyðslunni. Mér finnst það sérstakt að þetta sé ekki tekið fram í fréttinni :P.

Andrés (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 17:26

16 identicon

Benitez hefu nú eitthvað til síns máls. Ef við tökum t.d. tvö síðustu tímabil þá er nettó eyðsla 40mill pundum hærri hjá manu.

Það sem Benitez þarf hins vegar að fara að gera er að nota þessar summur í fáa og góða menn. Þegar hann gerir það (en ekki Parry) þá gengur það vel eins og í tilfelli Torres og Mascherano sem eru einu 20 mill mennirnir. Á móti þessu hefur Ferguson keypt níu og fimm til sex þeirra staðið sig vel.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 10:42

17 identicon

Til hamingju með sigurinn í ár, við gerðum allt sem við gátum fyrir "ykkur" til að svona færi og það tókst okkur.  Við héldum nú reyndar að við hefðum klúðrað þessu fyrir Sir Alex í  1 - 4 leiknum en sem betur fer varð það ekki.  "Sannur" Liverpoolmaður eins og ég  viðurkenni að við klúðruðum þessu í nokkrum jafnteflisleikjum en við gerðum það nú reyndar viljandi  fyrir "Sir Alex", þann frábæra þjálfara.  Sir Alex fer brátt að hætta og þar sem hann er potturinn og pannan í öllu MU-dæminu þá vildum við sem sannir íþróttamenn verðlauna hann fyrir gott ævistarf, hann hefur víða komið við karlinn og á það skilið.  Vonandi reynast mótherjarnir í Róm með sama "sanna" íþróttaandann og við.  Það verður sennilega gríðarlega erfitt að finna arftaka Sir. Alex enda hefur maður heyrt að það verði algjör uppstokkun í leikmannahóp MU þegar sá gamli hættir.  Verst að enginn þeirra skuli komast í liðið hjá okkur við hefðum hugsanlega kíkkað aðeins á þá ef svo hefði verið.  Gætum þó sennilega notað einn eða tvo sem varamenn í unglingaliðið ef við fáum undanþágu vegna aldurs þeirra.     Jæja, ætli við Liverpoolmenn verðum ekki að sætta okkur viðeinoka "titla boltans" næstu árin við berum ekki eins mikla virðingu fyrir öðrum en Sir Alex utan okkar raða, það er bara svo svakalega dýrt að pússa og fægja allt bikarsafnið okkar,  það var farið að taka frá okkur fé til leikmannakaupa en við látum okkur hafa það í nokkur ár.   

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband