Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Vidic þyrsti

Nú eru kettlingarnir orðnir þriggja vikna. Í dag var hús þeirra stækkað úr einu herbergi í tvö.
Engin kreppa á hjá þessum útrásarvíkingum.

Þeir ferðast nú um jarðgöngin Kattegat til þess að skoða þennan nýja heim og verða ofboðslega hissa þegar þeir sjá alveg eins herbergi hinum megin.

Persónueinkennin eru að koma í ljós. Ronaldo er greinilega fljótastur að ferðast um... Alexsandra er pen og kurteis og vælir ekki eins mikið og strákarnir. Tevez er með Suður Amerísk einkenni... svolítill Indíáni í sér... og svo er það hann Vidic... hann sker sig úr hvað lit varðar... er sá eini sem er grár... hann er pínulítið útundan og seinni til en hinir... hann opnaði t.d. augun seinastur allra... en honum finnst sopinn góður... drekkur þar til hann lognast út af...

Ég heiti Vidic og er mjög oft þyrstur
Ég er alltaf seinn og aldrei fyrstur
Hjá mömmu ég drekk, hún kúrir sig
Svo líður oft snögglega yfir mig
.

 Vidic sefur

.


Músin rangstæð.

Þetta lítur allt saman mjög vel út... auðveldur sigur í dag. Vona að Tevez verði áfram, hann er duglegur og skemmtilegur leikmaður sem fellur vel inn í liðið, óheppinn að skora ekki fleiri mörk í dag.

Annars ekki mikið meira að segja um leikinn... nema þá þegar litla músin hljóp inn á völlinn... og brá sér í sóknina en var dæmd rangstæð... spurning í hvoru liðinu hún var ???


.

 Pilliga_Mouse

.


mbl.is Manchester United í toppsætið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað gera Púllararnir???

Við Sir Alex erum rosalega slakir þessa dagana... ég sagði honum um daginn að mér þætti engin þörf á að bæta við leikmönnum fyrir næstu leiktíð... ég stakk því hinsvegar að gamla hvort það gæti ekki verið gaman að kaupa margfaldan meistara Phil Neville aftur frá Everton... maður sem gæti spilað allar stöður á vellinum... Alexinn ætlaði að hugsa málið... og sagði; Mr. Bratt ég hef svo gaman að því að koma á óvart... þetta væri kannski snjall leikur, let me sleep on it...

En hvað heldur þú að hin liðin komi til með að gera, spurði ég Sir Alex.

Ég  held að Liverpool komi ekki til með að kaupa mikið af leikmönnum í sumar eins og Benitez hefur verið að tjá sig um... og þá getum við verið pollrólegir áfram Mr. Bratt.

Já Sir Alex fyrst að Benitez verður þarna áfram, þá sé ég ekki að Liverpool liðið geti ógnað okkur neitt að ráði í framtíðinni... og svo tísti ógurlega í okkur Sir Alex...

 En gefum Benitez sjálfum orðið viðmið hans er alltaf Manchester United ;

We can improve a little bit in certain areas but overall we don't need to change a lot of players.

"Stability is always good for any club and because the squad is better it means you don't need to change too many players - and the manager staying is another important message.

"I think we are better placed than the others (Chelsea and Arsenal) for challenging United in the long term."

"I think we are better placed than the others for challenging United in the long term."

RafaBenitez_2164978

Benitez; Feels he nearly has a titli-winning team.


mbl.is Ferguson ætlar að vera rólegur á leikmannamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maurarnir

... ég sat einn heima í stofu, var að horfa á þátt í sjónvarpinu... þetta var þáttur um maura... ég hef mjög gaman af þáttum um maura... gaman að sjá hvernig þeir vinna saman... mest gaman þegar þeir finna risastóra flugu og bera hana heim í búið og éta hana...

Allt í einu hleypur eða svífur eitthvað fram hjá stofuglugganum og í leiðinni heyrist ýlfur... ég stend upp og geng að glugganum, lít út en sé ekki neitt enda orðið skuggsýnt... ég fór að hugsa, kannski var þetta bara ímyndun í mér...

Ég settist aftur í sófann. Í sjónvarpinu voru maurarnir að bera ógeðslega margfætlu heim í maurabúið... það fór hrollur um mig... margfætlur eru viðbjóðslegar... af hverju var Guð að skapa eitthvað sem er ógeðslegt, af hverju er bara ekki allt fallegt í heiminum, hugsaði ég og hneykslaðist á Guði eitt augnablik...

Frá garðinum barst ýlfrið aftur og nú hærra og skýrara en áður... ég ákvað að fara út í garð... náði í gömlu vaðstígvélin, guldoppóttu... fór í lopapeysuna og greip með mér vasaljósið...´

Þegar út í garð var komið sá ég strax einhverja þúst rétt við rifsberjarunnann... ég kveikti á vasaljósinu og lýsti á þústina... sem spratt á fætur og faldi sig á bak við grenitréð...

Ég gekk hægum skrefum að gamla grenitrénu... lágt ýlfur rauf þögnina... hjartað sló hraðar... hvaða skepna var þetta eiginlega... ég kíkti bak við tréð... stór gul augu störðu á mig í myrkrinu...

Í sjónvarpinu voru maurarnir byrjaðir að éta slímuga margfætluna.
.

 Meat_eater_ants_feeding_on_honey02

.


Engin spenna - bara gaman.

Ef að nokkur hefur efast um hvaða lið er besta liðið í heiminum í dag  þá tóku United menn af öll tvímæli hvað það varðar í kvöld.

United voru í allt öðrum klassa en Arsenal sem sáu aldrei til sólar í kvöld. Þeir ógnuðu marki United varla allan leikinn svo kallast geti.

Vítaspyrnan var MJÖG hæpin svo ekki sé nú meira sagt og rauða spjaldið á Fletcher út í hött.

Ég held að þetta sé besti leikurinn sem ég hef sé Park spila. Ronaldo var ferskur enda hvíldur í síðasta leik. Þar sýndi Sir Alex enn einu sinni snilli sína og fékk Ronaldo banhungraðan í þennan leik.

Nú er bara að bíða og sjá hver verður mótherjinn í úrslitaleiknum. Held í sjálfu sér að það skipti engu máli fyrir United hvort það verður Chelsea eða Barcelona. Held samt að úrslitaleikurinn verði hraðari og skemmtilegri ef það verður Chelsea.

En við Sir Alex erum bara drullusáttir með kvöldið.
.

 _45738991_rongoal_afp766

.

 


mbl.is Man Utd. í úrslitaleikinn eftir 3:1 sigur á Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bagarnir - seinni hluti -

Eftir að leiðangursmennirnir sem voru níu talsins höfðu kvatt fjölskyldur sínar héldu þeir af stað út í óvissuna.

Þeir gengu inn í skóginn í þá átt þar sem dalurinn opnaðist. Þangað höfðu þeir aldrei komið.

Á leiðinni spjölluðu þeir saman. Tu sagði einn, Tu er svangur... er Tu svangur hváði sá næsti?

Tu tókstu með þér banana? Nei, en Tu? Nei engan banana, ekkert nesti?

Svona spurðu þeir hvor annan Tu mangó? Tu vínber? Tu epli? Tu grape?

En enginn þeirra hafði munað eftir að taka með sér nesti.

Nú voru þeir allir orðnir svangir. Þeir ákváðu því að skipta hópnum, dreifðu sér um talsvert svæði og hófu að leita sér matar.

Eftir smá stund hrópaði einn upp; Tu komdu!  Með það sama komu allir Bagararnir hlaupandi.

Af hverju komið þið allir sagði þá sá sem kallað hafði... nú þú sagðir Tu svöruðu þeir einum rómi. Þetta er Bagalegt, þið komið allir þegar ég vildi bara fá einn. Það er af því að við heitum allir Tu.

Hvað getum við gert í þessu, muldraði hópurinn... og svo hugsuðu þeir og hugsuðu. Ég veit, sagði einn loksins. Við þurfum ekki allir að heita Tu. Við getum allir heitið eitthvað annað. Þá er hægt að kalla nafnið hans og þá kemur bara sá sem kallað var á, bætti hann við. Murr murr... kurraði hópurinn og var sáttur.

Mikill tími hafði farið í þessa umræðu. Maturinn kom ekki af sjálfu sér á meðan. Þeir ákváðu því að fara aftur heim í dalinn sinn, því þar var nóg að borða.

Þeim var fagnað með hrópum og köllum þegar þeir gengu í halarófu inn í þorpið. Þeir brostu allir út að eyrum þeir Nu og Su og Ru og Bu og Hu og Lu og Gu og Vu og Pu.
.

African-Dance-of-the-Dots


Bagarnir - fyrri hluti -

Hafið þið velt því fyrir ykkur af hverju þið heitið eitthvað?

Nei, örugglega ekki. Það er svo sjálfsagður hlutur að maður hugsar aldrei um það.

En samt er það nú þannig að einu sinni hét fólk ekki neitt. En dag einn breyttist það;

Í svörtustu Afríku bjó þjóðflokkur einn sem síðar meir var nefndur Bagar.

Þetta fólk var dökkt en þó ekki kolsvart. Má segja að það hafi verið svona kakóbrúnt, með ljóst hár sem náttúrulega náði langt niður á bak. Bláeygðir voru þeir Bagarnir.

Þeir lifðu við allsnægtir. Allt í kring uxu ávextir á öllum trjám. Þeir þurftu því ekki mikið fyrir lífinu að hafa.

Bagarnir höfðu því nægan frítíma. Þeir bara borðuðu banana og mangó alla daga og bjuggu til börn.

Tungumál Bagana var tiltölulega einfalt. Þeir áttu orð yfir alla ávextina, trén, himininn og sólina. Einnig nokkur orð sem snertu samskipti þeirra, eins og góðan daginn, góða nótt og ég elska þig.

Hvorn annan kölluðu þeir TU. Þaðan er hið yndislega orð ÞÚ komið.

Lífið var ljúft en svo kom að því að þeir gerðust forvitnir og langaði að vita hvað væri fyrir utan dalverpið. Nokkrir sterkir karlar voru valdir til að fara í leiðangur. Þegar þeir kysstu konur sínar að skilnaði sögðu þeir, ég elska þig og góða nótt. Því þeir kunnu ekki að segja bless vegna þess að þeir höfðu aldrei farið í burtu áður.
.

 ape-man-evolution

.

Framhald...

 


Allir á móti United.

Við tókum okkar laugardags morgunspjall áðan ég og Sir Alex... ég spurði hvort hann væri pirraður... No, no Mr.  Bratt I,m not angry... svaraði Sir Alex og hló...

Þetta er bara gamla klíkan, "Allir á móti United"... eins og þú þekkir svo vel Mr. Bratt...
Svo bætti Ferguson við;

"You'd think people in offices think about it but when you shake hands with the devil you pay the price,".

Uss, sagði ég það, eru púkar í öllum hornum svo maður ætti nú bara að venja sig á að hætta að heilsa öllu þessu liði... Yes, Mr. Bratt, you´re so right... en ég hætti nú ekki að heisla þér Mr. Bratt... never in my life og svo hló Sir Alex þessum dillandi hlátri sem er svo skemmtilegur...

En hvernig heldur þú að leikurinn fari á eftir Sir Alex?... mmm... Boro hafa alltaf reynst okkur erfiðir andstæðingar, miklu erfiðari en t.d. Liverpool í gegnum tíðina... svo er þetta útileikur og hádegisleikur og við United menn erum ekkert frægir fyrir góð úrslit í hádegisleikjum... en þetta er leikur sem verður að vinnast svo ég spái 0-2... hef á tilfinningunni að Anderson skori sitt fyrsta mark fyrir liðið í dag...

Þakka þér fyrir spjallið Sir Alex og ekki gleyma tyggjópakkanum... good luck my friend...

Have a nice day Mr. Bratt and thank you for your support and thanks for helping me picking my team every week... without you I would never have come this far... 

Bye Sir Alex.... Bye Mr. Bratt.
.

Manchester United boss Sir Alex Ferguson needs his side to win at relegation-threatened Middlesbrough

.

 


mbl.is Ferguson pirraður yfir tímasetningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brattur fjöllistamaður.

... já maður kann ýmislegt fyrir sér... ég fékk reyndar engin verðlaun en samt fór ég í fjórfalda kleinu, eitt spínat og sjö nagla... nokkuð sem ekki hefur sést fyrr... og verður ekki sýnt aftur...

.

1571912194_a6b32e24be

.


mbl.is Brattur á brettinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband