Bagarnir - fyrri hluti -

Hafið þið velt því fyrir ykkur af hverju þið heitið eitthvað?

Nei, örugglega ekki. Það er svo sjálfsagður hlutur að maður hugsar aldrei um það.

En samt er það nú þannig að einu sinni hét fólk ekki neitt. En dag einn breyttist það;

Í svörtustu Afríku bjó þjóðflokkur einn sem síðar meir var nefndur Bagar.

Þetta fólk var dökkt en þó ekki kolsvart. Má segja að það hafi verið svona kakóbrúnt, með ljóst hár sem náttúrulega náði langt niður á bak. Bláeygðir voru þeir Bagarnir.

Þeir lifðu við allsnægtir. Allt í kring uxu ávextir á öllum trjám. Þeir þurftu því ekki mikið fyrir lífinu að hafa.

Bagarnir höfðu því nægan frítíma. Þeir bara borðuðu banana og mangó alla daga og bjuggu til börn.

Tungumál Bagana var tiltölulega einfalt. Þeir áttu orð yfir alla ávextina, trén, himininn og sólina. Einnig nokkur orð sem snertu samskipti þeirra, eins og góðan daginn, góða nótt og ég elska þig.

Hvorn annan kölluðu þeir TU. Þaðan er hið yndislega orð ÞÚ komið.

Lífið var ljúft en svo kom að því að þeir gerðust forvitnir og langaði að vita hvað væri fyrir utan dalverpið. Nokkrir sterkir karlar voru valdir til að fara í leiðangur. Þegar þeir kysstu konur sínar að skilnaði sögðu þeir, ég elska þig og góða nótt. Því þeir kunnu ekki að segja bless vegna þess að þeir höfðu aldrei farið í burtu áður.
.

 ape-man-evolution

.

Framhald...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband