Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Rússneskur húmoristi.

Andrei Arshavin er mjög góður fótboltamaður... en það er greinilegt að hann er enn betri húmoristi...

Ég skal éta hattinn minn, gönguskóna, veiðistöngina og allar veiðiflugurnar sem ég á ef hann nær að skora fimm mörk á Old Trafford þann 16 maí.
.

 z_bus-pi-Fishing-flies03

.

 


mbl.is Ætlar að skora fimm gegn United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitið þið hvað ég sá?

... þabbarasonna...

Síðustu daga er ég búinn að sjá álftir, grágæsir, helsingja, tjald, stelk, örn og hrossagauk...

Svo sá ég tvo brosandi Liverpoolmenn um daginn... það hef ég aldrei séð áður...

Svo munaði litlu að ég sæi Framsóknarmann í dag... 

Vildi bara koma þessu á framfæri og deila þessu með lesendum mínum.

Gleðlilegt sumar!
.

gtotem_goose 

.

 


mbl.is Sést til lunda í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörir snillingar.

Snillingarnir tóku þetta nokkuð örugglega í kvöld... með hverri umferð fækkar stigunum sem í boði eru svo hver 3 stig sem vinnast núna eru gulls í gildi... Chelsea er úr leik núna eftir jafnteflið í kvöld... enn Liverpool lifir en í voninni...

Það var unun að sjá loksins góðan fótbolta í kvöld eftir það hnoð sem sum lið hafa verið að bjóða upp á síðustu daga...

Ég er því kátur og bjartsýnn á framhaldið... tökum Tottenham á laugardaginn á meðan Hull vinnur sinn leik, vona að þeir falli ekki því ég hef alltaf haft taugar til Hull City.
.

 hull_city

.


mbl.is Manchester United náði þriggja stiga forskoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðin greið fyrir United

Gaman að sjá kraftinn og hraðann í honum Arshavin... besti maður vallarins í kvöld.

Hef lítið séð af Liverpool í vetur, en það virðast vera liðtækir leikmenn í liðinu. Fannst hann seigur þessi ljóshærði frammi, Tores minnir mig að hann heiti.

Liverpool verður þó að styrkja lið sitt með öflugri leikmönnum á næstu leiktíð ætli þeir sér að vinna titla. Carragher er orðinn hægur og var aldrei líklegur að skora í kvöld.
Margir leikmenn í liðinu bera svo einkennileg nöfn sem minna helst á indverska krikkettspilara.

Markvörðurinn er ekki í háum klassa en fær prik fyrir að reyna.

Nú er gatan greið hjá okkur United mönnum, það þarf bara að vinna 5 leiki af 7 sem eftir eru. Megum tapa einum og 1 jafntefli þá er titilinn í höfn. Eigum eftir að mæta Arsenal og Manchester City í erfiðustu leikjunum, reyndar þeir báðir á Old Trafford.

.

cricket

.


mbl.is Liverpool í toppsætið - Arshavin með fernu fyrir Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Adam Lambert

Ég hef verið að fylgjast með American Idol-inu. Mikið rosalega syngur þessi drengur vel.
Hann verður eflaust stórstjarna. Skemmtileg týpa... fer í rokkgallann, leðurklæddur og málaður... og svo er hann yfirmáta kurteis... þessi söngur hans og túlkun á þessu lagi er algjör klassi.


Veislan

Lífið sjálft er veisla, sjónarspil
sæll þú ert en stundum finnur til
Þú þraukar eftir þinni mjóu braut
þrekið eflist er þú sigrar hverja þraut

Hamingjunni þú halda vilt að þér
og hlúa að því  sem best í heimi er
Þú gengur um í mold, í slitnum skóm
Er sólin skín þú vökvar öll þín blóm

Þá hjartað syngur lag og hefur hátt
Þú höndlar fegurð sem aldrei hefur  átt
Á koddann leggstu við  kvöldins mjúka klið
og kyssir vangann sem liggur þér við hlið

Góðar gjafir þú ætíð geyma skalt
eftir góða tíð þá getur orðið kalt
Njóttu lífsins þó tilveran sé snúin
því  fyrr en varir er veislan góða búin

.

 boy%20fishing2_0

.


Fjölgar á heimilinu.

Hún Katla litla köttur var að eignast 4 kettlinga í kvöld... þetta litla saklausa krútt sem er aðeins rúmlega 1 árs gömul sjálf...

Ég hef aldrei sé kött gjóta áður... þetta var magnað...

Við sáum það snemma í dag að það myndi draga til tíðinda...

Það sem maður sá í gegnum þetta ferli var að það þarf ekkert að kenna dýrunum hvernig þau eiga að haga sér við svona fæðingu. Gáfur og eðliskvöt er allt sem þarf. 

Þegar kom að stundinni þá kallaði Katla litla á Önnu og "bað" hana að vera hjá sér.

Anna var ljósmóðrinn strauk Kötlu og talaði blíðlega við hana... síðan komu kettlingarnir einn af öðrum. Katla sleikti þá og síðan voru þeir komnir á spena.
Sá þriði sem kom út var eitthvað að flýta sér og hreinlega "stakk" sér út í lífið eins og sundmaður í keppni... svo lá hann dasaður á eftir.
Það kom mér á óvart hvað þeir voru stórir. Við vorum búinn að giska á hvað hún myndi eignast marga. Anna sagði 4, ég sagði 5... held að hún sé nú hætt svo 4 voru það...

Það er ekki laust við að maður sé sjálfur dálítið dasaður á eftir.

Hér er svo mynd af mömmunni þegar hún var sjálf bara nokkurra vikna.
.

Wftir-Bað-a

.


Förum í úrslit.

Þetta verður fróðlegur leikur svo ekki sé meira sagt.

Sir Alex kemur manni oft skemmtilega á óvart.

Það að Rooney og Ronaldo verði ekki með minnkar að sjálfsögðu líkurnar á því að United vinni leikinn.

En eins og við segjum stundum United menn, þá verða 11 leikmenn inni á vellinum og flestir þeirra landsliðsmenn svo þetta ætti nú að hafast.

Everton er með feikilega gott lið svo líkurnar á að vinna leikinn eru bara rétt svona yfir 51%.

En sem fyrr var Sir Alex skemmtilegur og fyndinn þegar ég hringdi til hans í morgun.

Hann sagði;

Mr. Bratt, are you afraid?

Og ég svaraði; Yes Sir Alex, a little bit.

Mr. Bratt don´t be afraid... I know exactly what I am doing (og svo hló hann)

Ég sagði; I know exactly what I am doing...

What are you doing Mr. Bratt?

I am eating a tuna sandwich and drinking my tea.... (og svo hlógum við ógurlega ég og Sir Alex)
.

Alex-Ferguson2

.

 


mbl.is Man. Utd hvílir lykilmenn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi

Ég sá myndina sem þessi stúlka lék í, Slumdog Millionaire og fannst myndin alveg frábær.

Óhugnanlegur er hugsanaháttur mannsins að vilja selja dóttur sína. Eitthvað sem ómögulegt er að skilja. Mannréttindi eru ekki hátt skrifuð á þessum slóðum.
Vandamál okkar Íslendinga eru léttvæg í samanburði við þau sem þetta fólk glímir við.

Það er einnig skrýtið að stúlkan skildi ekki hafa fengið góða borgun fyrir leik sinn í myndinni.  Hollywood leikkona fengið himinháa summu fyrir smá hlutverk í sömu mynd.
.

 slum-dog-millionaire_jpg_550x400_q95

.


mbl.is Býður fræga dóttur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ararnir

Einu sinni var rakari
sem langaði að vera bakari
þetta er sko enginn brandari

Svo var líka slökkvari
sem langaði að vera kveikjari
og vera miklu bjartari

Svo var einn hægari
sem vildi vera fljótari
en varð svo bara ljótari

Þá var líka sótari
sem vildi vera hvítari
en varð alltaf svartari

Svo var einn kaldari
sem vildi vera heitari
en við það varð hann feitari

Þá var einn frekari
hann var miklu latari
og óttalegur nöldrari

Að lokum var það rappari
Hann var miklu rauðari
Og ansi mikið Brattari
.

baker2

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband