Fjölgar á heimilinu.

Hún Katla litla köttur var að eignast 4 kettlinga í kvöld... þetta litla saklausa krútt sem er aðeins rúmlega 1 árs gömul sjálf...

Ég hef aldrei sé kött gjóta áður... þetta var magnað...

Við sáum það snemma í dag að það myndi draga til tíðinda...

Það sem maður sá í gegnum þetta ferli var að það þarf ekkert að kenna dýrunum hvernig þau eiga að haga sér við svona fæðingu. Gáfur og eðliskvöt er allt sem þarf. 

Þegar kom að stundinni þá kallaði Katla litla á Önnu og "bað" hana að vera hjá sér.

Anna var ljósmóðrinn strauk Kötlu og talaði blíðlega við hana... síðan komu kettlingarnir einn af öðrum. Katla sleikti þá og síðan voru þeir komnir á spena.
Sá þriði sem kom út var eitthvað að flýta sér og hreinlega "stakk" sér út í lífið eins og sundmaður í keppni... svo lá hann dasaður á eftir.
Það kom mér á óvart hvað þeir voru stórir. Við vorum búinn að giska á hvað hún myndi eignast marga. Anna sagði 4, ég sagði 5... held að hún sé nú hætt svo 4 voru það...

Það er ekki laust við að maður sé sjálfur dálítið dasaður á eftir.

Hér er svo mynd af mömmunni þegar hún var sjálf bara nokkurra vikna.
.

Wftir-Bað-a

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju Brattur afi

það er voða gaman að fylgjast með þessu hjá kisu

Ragnheiður , 19.4.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir það Ragnheiður... þetta var heldur betur skemmtilegt... og svo er svo mikil ró yfir Kötlu og kettlingunum núna þar sem þeir liggja og sjúga... það liggur við að maður vilji skríða upp í kassann og kúra hjá þeim...

Brattur, 19.4.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Ragnheiður

hehe já og eins og hún sé þaulvön, hefur ekkert nema sitt eðli til að styðjast við

Ragnheiður , 20.4.2009 kl. 00:23

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjúlera með fjölzkylduviðbótina..

Steingrímur Helgason, 20.4.2009 kl. 00:44

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með nýjustu krúttin á heimilinu!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 07:52

6 identicon

Tlil hamingju öll

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 09:56

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Til hamingju með litlu krílin. Sá þriðji sver sig greinilega í ættina og stingur sér eins og sundmaður í keppni, inn í lífið. Er ekki örugglega búið að athuga hvort það sé nokkur miði No 8 að þvælast á honum blessuðum ?  

Halldór Egill Guðnason, 20.4.2009 kl. 11:22

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nói sendir kveðju sína

Finnur Bárðarson, 20.4.2009 kl. 18:04

9 Smámynd: Brattur

Þakka hamingjuóskir...

Halldór, mér sýnist vera eitthvert númer á einum þeirra það er annað hvort S eða 8... heldur þú að það boði eitthvað varðandi kosningarnar?

Finnur skilaðu kveðju til Nóa... er hann ekki bara í fínu formi?

Brattur, 20.4.2009 kl. 18:51

10 Smámynd: kop

Til hamingju.

Þú verður að koma öllu liðinu í kjörklafann.

X - Ö

kop, 20.4.2009 kl. 19:37

11 Smámynd: Brattur

Þessir kettlingar segja ekki mjá... þeir segja ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ....

Brattur, 20.4.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband