Veislan

Lífið sjálft er veisla, sjónarspil
sæll þú ert en stundum finnur til
Þú þraukar eftir þinni mjóu braut
þrekið eflist er þú sigrar hverja þraut

Hamingjunni þú halda vilt að þér
og hlúa að því  sem best í heimi er
Þú gengur um í mold, í slitnum skóm
Er sólin skín þú vökvar öll þín blóm

Þá hjartað syngur lag og hefur hátt
Þú höndlar fegurð sem aldrei hefur  átt
Á koddann leggstu við  kvöldins mjúka klið
og kyssir vangann sem liggur þér við hlið

Góðar gjafir þú ætíð geyma skalt
eftir góða tíð þá getur orðið kalt
Njóttu lífsins þó tilveran sé snúin
því  fyrr en varir er veislan góða búin

.

 boy%20fishing2_0

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband