Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Maður lifir ekki á útsýninu!

Stundum verður maður orðlaus.
Var að reyna að skiptast á skoðunum við einn Sjálfstæðismann á blogginu. Sagði honum hvað mér fyndist þeir, Sjálfstæðismenn, bera litla virðingu fyrir náttúrunni. Vildu virkja alla fossa  o.s.frv.... Sjálfstæðismaðurinn svaraði:

"Ég er nú ekki þeirrar skoðunar að óbeisluð straumvötn séu til mikils gagns.
Maður lifir ekki á útsýninu."

Og þar sem ég varð orðlaus eftir þessa yfirlýsingu Sjálfstæðismannsins, þá gef ég Unni Benediktsdóttur Bjarklind orðið. Unnur fæddist á Auðnum í Laxárdal árið 1881.

Hver á sér fegra föðurland
með fjöll og dali og bláan sand
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
.

landslag_litid_landslag-3

.

 


Auðmannafangelsi

ÖND-VEGIS-FLOKKURINN mun berjast með kjafti og klóm fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fylgi af honum þá viku sem til stefnu er fram að kosningum.

Hvaða flokkur hefur öflugri og skýrari sýn heldur en...

ÖND-VEGIS-FLOKKURINN?

 

Ö ER EKKERT BÖ!

 

Ö er ekkert bö segir nákvæmlega allt sem segja þarf um stefnu flokksins.

Eins og áður hefur komið fram er aðal mál flokksins að flytja inn mörgæsir og sleppa þeim á Vatnajökul. Bora svo jarðgöng frá Bolungarvík að Vatnajökli. En aðeins um þessi jarðgöng verði möguleiki fyrir túrista að skoða mörgæsirnar á Vatnajökli. Mjög atvinnuskapandi verkefni.

Annað mál sem við í ÖND-VEGIS-FLOKKNUM viljum setja á oddinn er að reisa lúxus Auðmannafangelsi. Útrásarvíkingarnir munu sjálfir byggja það og læsa sig svo inni á eftir.

Lýður Oddsson verður fangelsisstjóri.

Kjósendur góðir hÖÖÖÖfnum Sjálfgræðisflokknum.
.

prisoner

.

 

Ö ER EKKERT BÖÖÖÖÖÖÖÖ!


mbl.is Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn fá það sem þeir báðu um.

Ég spjalla við fólk á förnum vegi eins og gengur og gerist um pólitík og hvað það ætli nú að kjósa í komandi kosningum.

Mjög margir geta alls ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þó svo að sumir hafi stutt þann flokk áður.

Og af hverju getur fólk ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn... Jú, það er ekki síst vegna óheiðarleika þeirra sem eru að bjóða sig fram fyrir þennan flokk... hvernig flokkurinn lítilsvirðir Alþingi þessa dagana með málþófi... flokkur sem kennir sig við sjálfstæði getur ekki hugsað sér að fólkið í landinu fái að taka þátt í stórum ákvörðunum sem taka þarf í framtíðinni með því að afgreiða slík mál í þjóðaratkvæðagreiðslu...

Flokkur sem kennir sig við heiðarleika er staðinn af því að þiggja stórar peningaupphæðir frá hliðhollum fyrirtækjum... og fólk veit að þetta hefur "alltaf verið svona"... Sjálfstæðiflokkurinn hefur alltaf keypt sér völd...

Síðan ljúga menn á víxl eins og ekkert sé... Kjartan Gunnarsson... Geir Haarde... Guðlaugur Þór...
Maður sér það á þeim í fréttunum þegar þeir eru að ljúga... en þeir eru góðir í því enda í góðri þjálfun...

Svo sér maður á bloggsíðum að þeir forhertu Sjálfstæðismenn sem enn ætla að láta þá fá atkvæði sitt eru hissa á því fylgishruni sem blasir við... og segja; Flokkurinn hefur stjórnað landinu í 18 góð ár... Hvað læti er í fólki núna, er það búið að gleyma góðærinu?

Mér dettur í því sambandi í hug dæmi;

Skipstjóri siglir skipi sínu í 18 daga. Ferðin gengur bærilega vel.

En svo siglir skipstjórinn (værukær og hálf drukkinn) skipinu í strand og það er nánast ónýtt á eftir (áhöfninni er bjargað með naumindum)... var þetta þá góð ferð? Á að ráða þennan skipstjóra aftur í næstu ferð????

Sjálfstæðismenn þurfa ekkert að vera hissa þó að fylgið hrynji um helming.

Því segi ég eins og einn fyrrum Sjálfstæðismaður sagði við mig;

Það þarf að setja Sjálfstæðisflokkinn út í kuldann næstu árin.

.

Sailing%20Ship

.

 


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við Ryan

Var mjög sáttur við leikinn í kvöld... sýnist United vera á leið upp úr litla öldudalnum sem þeir hafa verið í að undanförnu...

Ryan Giggs var besti maður vallarins í kvöld... gaman að sjá léttleika hans og leikni... (minnir mig stundum á mig Smile) í þeim pilti slær hið sanna United hjarta... (eins og mér Cool)... var að átta mig á því í kvöld hvað við Ryan erum líkir...

Markið hans Ronaldo var í heimsklassa, enda drengurinn í liði heimsmeistaranna.

Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að það er nánast útilokað að landa þeim þrem titlum sem enn er möguleiki að ná... tveir eru þegar komnir í höfn... af þeim þremur sem enn er hægt að ná þætti mér best að landa Englandsmeistaratitlinum...

Vek athygli á því að mörg önnur lið eru nánast komin í sumarfrí... sum þeirra eru í borg ekki allfjarri Manchester...
.

C_71_article_1050455_image_list_image_list_item_0_image

.

Brattur, slæmur í hnjánum en léttur í lund.


mbl.is Ferguson: Vörnin gerði útslagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaðadrottingin

Hann var búinn  að vera að spila í marga tíma og nú var komin niðdimm nótt... honum hafði gengið illa... hafði tapað hverju einasta spili... þetta eru örlögin, hugsaði hann... mér er ekki ætlað að vinna í þetta sinn...

Þetta er síðasta spilið, ákvað hann innra með sér... 

Hann teygði sig í spilin á borðinu, tók þau upp og sorteraði....átti bara eftir að taka eitt upp... hjartslátturinn varð örari...

Skyldi það vera spilið sem hann vantaði?
Það fór gleðistraumur um hann þegar hann horfði í falleg augu drottningarinnar.

Nú hafði hann öll spilin í hendi sér.
.

.queenofspades-main_Full

 


1998 ehf

Þeir kunna ýmislegt fyrir sér Jón Ásgeir & Co. í viðskiptum.

Ég heyrði þá sögu að þeir hefðu stofnað fyrirtæki sem heitir NÍTJÁNHUNDRUÐ NÍUTÍU OG ÁTTA (1998 ehf ).

Það fyrirtæki "keypti" allar skuldir Haga (sem á Bónus/Hagkaup og 10/11 verslanirnar).

Til þess að fjármagna kaupin á skuldum Haga tóku þeir "kúlulán" sem er lán með einum gjalddaga.

Sá gjalddagi er ca. eftir 2 ár.

Hagar eru því fyrirtæki sem stendur vel í dag þar sem skuldir þess voru "keyptar".

Hvað gerist svo eftir 2 ár þegar greiða þarf lánið... það er stóra spurningin.

Ef þessi saga er sönn, þá setur maður stórt spurningamerki við siðferðið í viðskiptum.


mbl.is Tilfærslur eigna úr búi Baugs rannsakaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarlegir drengir?

En af hverju var Bjarni þá að draga nafn Kjartans inn í umræðuna?

Bjarni B. sagði að Kjartan hefði vitað um styrkina... Kjartan segir hinsvegar að hann viti ekkert um þessa styrki... það sem Bjarni sagði hefði verið "slitið úr samhengi"...

Það má oft og lengi
Slíta úr samhengi
Helmingnum þeir ljúga
og litlaputta sjúga
Heiðarlegir drengir?
.

2003-11-01-portrait

.


mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprifjun

Ég var að skoða hvað ég hefði verið að skrifa fyrir ári síðan á blogginu... fann þá þetta og fannst það bara eiga vel við núna ári síðar; 

 ... það er blankalogn úti núna, vorilmur í loftinu... Skógarþröstur syngur af innlifun á toppi hæsta trésins í götunni... vorið er yndislegt... boðar betri tíð með blóm í haga... en þó þessi vetur hafi verið grimmur... með miklum snjó og hrikalegum hvassviðrum, þá er búið að vera vor hjá mér í allan vetur...

...fallegt, hlýtt, yndislegt vor...

Vor í vetur.

Vindurinn bankaði 
kalt á gluggann

inni í hitanum slógu
hjörtun í takt

það skipti ekki máli
hvort það snjóaði
endalaust

raunar áttu þau
enga ósk heitari

en að hús þeirra
fennti í kaf 

.

 Spring_Romance-157x153

.


Nú skipta öll stigin máli.

Auðvitað vinnur Liverpool Blackburn... hvað annað... og verða þá í fyrsta sæti í klukkutíma eða svo...

Ég vil endilega halda spennunni í mótinu og að Liverpool vinni þennan leik svo fjölmargir Liverpool vinir mínir eigi góðan dag. Get ekki hugsað mér að þeir fari sorgmæddir í rúmið í kvöld.

Góðar Páskakveðjur til allra Liverpoolara... líka Guðjóns Smile

Aðalleikurinn í dag er svo viðureign Sunderland og Manchester United... Rio verður ekki með, það er skarð fyrir skildi... annars verða 11 menn í báðum liðum... svo ekkert nema sigur kemur til greina... það eru fáir leikir eftir og 3 stig verða að nást úr hverjum leik.

Annars skil ég ekki hvað Benitez (Houllier í dulargervi) er allaf að skjóta á Ferguson eins og fyrir Evrópuleikinn í síðustu viku, þá gat hann ekki setið á sér að tala um Sir Alex Ferguson.

Sir Alex svaraði þessu með sínum skemmtilega húmor;

"The interesting thing as far as Rafa Benitez is concerned is that he has got a European tie coming up and he is talking about Alex Ferguson," LoLLoLLoL

Ég vissi ekki að ég væri svona mikilvægur fyrir Liverpool, bæti Sir Alex svo við....
.

 Ferguson (l): Amused by Benitez

.


mbl.is Kemst Liverpool í toppsætið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti

Vona að Hermann og félagar haldi sér uppi. Áfram Hermann!

Var að hugsa um allskonar hugtök sem tengjast verkfærum og notuð eru í boltanum.

Vidic kastaði sér fram fyrir Carragher og hamraði boltann í netið.

Rooney negldi boltann í stöng og inn án þess að Almunia kæmi vörnum við.

Ronaldo skrúfaði boltann snyrtilega inn fyrir varnarmenn Arsenal.

Aldrei er sagt; Hann sagaði boltann, enda væri leik sjálfhætt ef það yrði gert.

Svo er talað um útherja... var aldrei talað um innherja í fótboltanum? 

Þá er ég með nýstárlega hugmynd; það gætu verið tvær tegundir af víti í fótboltanum.

Bara víti eins og við þekkjum það í dag sem þá er dæmt fyrir væg brot innan vítateigs, s.s. hendi. En svo yrði önnur tegund, helvíti, sem dæmt yrði á grófari brot. Helvíti yrði þá helmingi nær markinu og dómarinn yrði settur í markið. Hvernig líst ykkur á? 

Og svo að lokum ein af mínum uppáhaldssetningum:

Hann var góður eftir að hann kom inn á. (það er eiginlega ekki hægt að vera góður ef maður er ekki inn á, huh)
.

Soccer%20Player

.

Brattur,  góður eftir að hann kemur inn á.

 


mbl.is Hermann: Fell ekki í fimmta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband