Sjálfstæðismenn fá það sem þeir báðu um.

Ég spjalla við fólk á förnum vegi eins og gengur og gerist um pólitík og hvað það ætli nú að kjósa í komandi kosningum.

Mjög margir geta alls ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þó svo að sumir hafi stutt þann flokk áður.

Og af hverju getur fólk ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn... Jú, það er ekki síst vegna óheiðarleika þeirra sem eru að bjóða sig fram fyrir þennan flokk... hvernig flokkurinn lítilsvirðir Alþingi þessa dagana með málþófi... flokkur sem kennir sig við sjálfstæði getur ekki hugsað sér að fólkið í landinu fái að taka þátt í stórum ákvörðunum sem taka þarf í framtíðinni með því að afgreiða slík mál í þjóðaratkvæðagreiðslu...

Flokkur sem kennir sig við heiðarleika er staðinn af því að þiggja stórar peningaupphæðir frá hliðhollum fyrirtækjum... og fólk veit að þetta hefur "alltaf verið svona"... Sjálfstæðiflokkurinn hefur alltaf keypt sér völd...

Síðan ljúga menn á víxl eins og ekkert sé... Kjartan Gunnarsson... Geir Haarde... Guðlaugur Þór...
Maður sér það á þeim í fréttunum þegar þeir eru að ljúga... en þeir eru góðir í því enda í góðri þjálfun...

Svo sér maður á bloggsíðum að þeir forhertu Sjálfstæðismenn sem enn ætla að láta þá fá atkvæði sitt eru hissa á því fylgishruni sem blasir við... og segja; Flokkurinn hefur stjórnað landinu í 18 góð ár... Hvað læti er í fólki núna, er það búið að gleyma góðærinu?

Mér dettur í því sambandi í hug dæmi;

Skipstjóri siglir skipi sínu í 18 daga. Ferðin gengur bærilega vel.

En svo siglir skipstjórinn (værukær og hálf drukkinn) skipinu í strand og það er nánast ónýtt á eftir (áhöfninni er bjargað með naumindum)... var þetta þá góð ferð? Á að ráða þennan skipstjóra aftur í næstu ferð????

Sjálfstæðismenn þurfa ekkert að vera hissa þó að fylgið hrynji um helming.

Því segi ég eins og einn fyrrum Sjálfstæðismaður sagði við mig;

Það þarf að setja Sjálfstæðisflokkinn út í kuldann næstu árin.

.

Sailing%20Ship

.

 


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Góð samlíking með sjóferðina.

Málið er að í þessari 18 daga sjóferð hefur verið fiskað í landhelgi, smáfiskadráp stundað, aflinn seldur á svörtum markaði og áhöfnin höfð að fíflum.

kop, 16.4.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir þetta Kop... eru nokkrar líkur á því að þessi áhöfn vilji leggja í langferð með þessum skipstjóra aftur?

Brattur, 16.4.2009 kl. 20:43

3 identicon

Góð samlíking hjá þér. Ég efast um að skipshundurinn vildi vera með næst.

Kolla (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: kop

Það er sko merkilegt að ennþá vilja 20% af áhöfninni vera með. Það hljóta að vera þeir sem hafa vitað um ósómann og tekið þátt í honum.

kop, 17.4.2009 kl. 09:43

5 Smámynd: Gulli litli

Þetta kallast að láta skipstjórann fá fyrir ferðina.....Það sem hann fær fyrir ferðina er að halda áfram...góður pistill félagi..

Gulli litli, 17.4.2009 kl. 12:29

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ja ef skipstjórinn er sonur þess sem á útgerðina fær hann örugglega djobbið aftur. En í þetta sinn verður skynsemin ofan á. Enginn vill eiga viðskipti við slíkan skipstjóra.

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 13:39

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góð samlíking Brattur. Versta helvítið, hvað gengur illa að fá aðra almennilega skipstjóra í staðinn fyrir þann sem olli strandinu. Sjálfstæðisflokkurinn á skilið rassskell og svei mér ef hinir flokkarnir eiga það ekki líka.  Hásetarnir á skipinu höguðu sér nefnilega ekkert betur en skipstjórinn. Voru jafnfullir, værukærir og utan við sig. Skilum auðu á kjördag! Skítt með þessar fyrstu, af guð má vita hvað mörgum kosningum ársins! Þjóðþing ekki seinna en en strax! og hana nú, héðan frá Eldlandinu.

Kær kveðja í Borgarnesið. 

Halldór Egill Guðnason, 18.4.2009 kl. 11:16

8 Smámynd: Brattur

Takk fyrir kveðjuna Halldór... mér finnst það afar slæmur kostur að skila auðu... mér finnst nauðsynlegt að nýta kosningaréttinn... eina undantekningin á því er að ef maður ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá er betra að skila auðu...

Brattur, 18.4.2009 kl. 12:10

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

amen

Brjánn Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 13:45

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Borgarahreifingin er að verða meira og meira sexy í mínum huga.

Brjánn Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 13:47

11 Smámynd: Brattur

Sammála Brjánn... Borgarahreyfingin með skoðanir og stefnu sem mér lýst mjöð vel á... aldrei að vita hvað maður gerir... í skoðanakönnunum hefur Borgarahreyfingin mælst með 8% fylgi en það er ekki að skila inn manni... hvað þarf eiginlega mörg % til að ná manni inn?

Brattur, 18.4.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband