Maður lifir ekki á útsýninu!

Stundum verður maður orðlaus.
Var að reyna að skiptast á skoðunum við einn Sjálfstæðismann á blogginu. Sagði honum hvað mér fyndist þeir, Sjálfstæðismenn, bera litla virðingu fyrir náttúrunni. Vildu virkja alla fossa  o.s.frv.... Sjálfstæðismaðurinn svaraði:

"Ég er nú ekki þeirrar skoðunar að óbeisluð straumvötn séu til mikils gagns.
Maður lifir ekki á útsýninu."

Og þar sem ég varð orðlaus eftir þessa yfirlýsingu Sjálfstæðismannsins, þá gef ég Unni Benediktsdóttur Bjarklind orðið. Unnur fæddist á Auðnum í Laxárdal árið 1881.

Hver á sér fegra föðurland
með fjöll og dali og bláan sand
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
.

landslag_litid_landslag-3

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn eru víst svo framsýnir og gáfaðir, við getum ekki skilið þeirra djúpu hugsun.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi maður þarf meðferð en hún mun ekki duga því miður. Sum geggjun er ólæknanleg.

Finnur Bárðarson, 18.4.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: Brattur

Það er málið... þetta er gjörsamlega ólæknandi tilfelli...

Brattur, 18.4.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sitt hvorum augum lítur fólk djásnið og fyrir sumum er lækur bara lækur og hálendið eyðimörk af því fólk gefur sér ekki tíma til að skoða.

Það hafa ekki allir tilfinningu fyrir landi Brattur Gísli vilja frekar horfa á sápuóperu í sjónvarpi frekar en dáðst að sólarupprisu eða sólsetri.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.4.2009 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband