Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fislétt gáta

Hvað ætti fólk að forðast að vera við matarborðið, en er þó nauðsynlegt á matarborðið?

 .

 

dinner

.

 


Svarti hugprúði riddarinn

... einu sinni var riddari... hann var mjög prúður og með fallegan huga... hann var því alltaf kallaður Svarti hugprúði riddarinn...

... þetta var ekki alvöru riddari sem þeysist um á arabískum bleikum gæðingi í gengum skógarstíga á eftir bófum og ræningjum... nei þetta var skákriddari... hann var í svarta liðinu af því að í æsku hafði hann, næpuhvítur verið málaður svartur...

Svarti hugprúði riddarinn var ekki góður í skák... hann gat ekki gert flugu mein, hvað þá drepið aðra riddara, biskupa, drottningar og kónga...

.

 chess

.

Eigandi taflsins og taflmannanna var eyrnalæknir... hann var í skákklúbbi nokkurra karla sem hittust á fimmtudagskvöldum í húsnæði Landsambands inniskósmiða... fyrrverandi svili hans var inniskósmiður og nokkuð sleipur í skák... hann var varaformaður Landsambandsins og hafði metnað og vonir um að verða næsti formaður þess...

Egvin eyrnalæknir var eiginlega í vandræðum með svarta hugprúða riddarann... Egvin viss af þessum veikleika riddarans... og það var næstum því óvinnandi vegur að sigra með svörtu þegar svarti hugprúði riddarinn var í liðinu...

Egvin eyrnalæknir ákvað því eitt fimmtudagskvöldið að lauma svarta hugprúða riddaranum í boxið með skákmönnunum sem Sigvaldi fyrrverandi svili hans átti... og taka riddara Sigvalda í staðinn...

.

 CB004516

.

Þegar svo Egvin eyrnalæknir mætti Sigvalda fyrrverandi svila sínum í skák þetta fimmtudagskvöldið ákvað Egvin að leika drottningu sinni í dauðann... þar sem svarti riddarinn gat drepið hana... hahaha... hann vissi að hún var óhult á Davíð fimm... svarti hugprúði riddarinn gat ekki drepið... þó hann kæmist í einu stökki á Davíð fimm...

En Egvin reiknaði ekki með því sem gerðist næst... hvíta drottinginn hoppaði á bak svarta hugprúða riddaranum... gulur reykur leið út um eyru riddarans... síðan flaug hann út um gluggann á húsi Landsambands inniskósmiða... drottningin snéri sér við með stríðnissvip á andlitinu, hún lagaði kórónu sína um leið og hann heyrði hana segja...

Skák og mát Egvin eyrnalæknir...


Tvíklukkaður

 ... nú hef ég verið tvíklukkaður... fyrst var það hún Anna Einars. og svo hann Brjánn... mér er ekki undankomu auðið...

En spurningarnar hjá þeim voru ekki alveg eins, svo ég bara sameina þetta í eitt:

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Innanbúðarfaktor - fiskvinnslukarl - borkarl - framkvæmdastjórakarl -

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

IL Postino - Educating Rita - Með allt á hreinu - Robin Hood men in tights

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Ólafsfjörður - Reykjavík - Akureyri - Borgarnes

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Uss alveg hættur að horfa á sjónvarp
Er enn verið að sýna Hálandahöfingjann?

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Egyptaland, Ítalía - England - Danmörk

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður)

Mbl.is - Ruv.is - Teamtalk.com - Bbc.com

Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:

Egyptaland - Perú - Buenos Aires - Í túninu heima (þ.e. heima hjá mér og það er föstudagskvöld og rok og rigning úti)

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Lambalæri með rósmarin
Hakkebuff
Ofnbakaður fiskur
Grjónagrautur með kanilsykri og rúsínum

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft: 

Brekkukotsannáll
Ljóð Steins Steinarrs
Bróðir minn Ljónshjarta
Smásögur frá Bæjaralandi

...........

Fjórir bloggarar sem ég klukka.

Ég er nú bara að hugsa um að sleppa þessu.

.

 Robin-Hood-Tights-bh03

.


Elsta gátan?

... einhverntíman heyrði ég að þessi gáta væri elsta gáta Íslandssögunnar... hún á að vera eftir Jón biskup Vídalín...

Og hljóðar svo:

 Það var fyrir fisk að þessi garður var ull.

Líklega eru einhverjir sem hafa heyrt þessa gátu og vita svarið en aðrir ekki, eins og gengur.

Það á að skipta um tvö orð og setja skyld orð inn í staðinn fyrir þau svo út komi vitræn setning.

Koma svo!

question-mark1a

.

 


United betra

... nokkuð sáttur með mína menn... United... en Liverpool ekki að skapa sér mikið... stórkarlaleg knattspyrna hjá þeim... allir dómar falla með heimaliðinu... en svona er þetta nú bara alltaf á Anfield...

... vona að við knýjum fram sigur í seinni hálfleik...

.

 Man%20Utd%20H%2007-08

.


mbl.is Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjuð hugmynd

... ég geri mér alveg grein fyrir því að ég fæ aldrei Fálkaorðuna... ég er líka nokkuð viss um að ég fer ekki á frímerki... né á peningaseðla... ekki reikna ég með að af mér verði gerð brjóstmynd...

... ég er samt með alveg geggjaða hugmynd...

... mig langar að framleiða hnúta með mynd af mér á... og textann að sjálfsögðu;

Brattur batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans...

... fólk gengi með þessa hnúta í vasanum, þeir væru í hanskahólfum bíla o.s.frv.

Veit einhver um Brattinn minn?... væri spurt... réttu mér Brattinn...

Hvernig lýst ykkur á þessa hugmynd... mynduð þið ekki kaupa svona hnúta?

.

05232007120434rope

.

En svo eftir fimmtíu ár fæddist gáfað barn og það myndi spyrja; af hverju eru þið öll með þessa hnúta? Hvað gerið þíð við þá? Það myndi náttúrulega engin vita svarið, því engin notaði þá til eins eða neins... og þá myndu þeir hverfa úr daglegu lífi eins og hver annar öskubakki... en mér væri þá alveg sama, búinn að fá nóg út úr þessu.


Uppáhalds ljóðið mitt

Tárin hrynja.

Senn dimmir hér skerinu á
og svanirnir fljúga á brott
Króknuð og köld verður þá
kinn mín, það er ekki gott

Ég engan get yljað mér við
er alein með ískaldar tær
Í hjarta mér hef engan frið
hjálpið mér, komið þið nær

Ég sakna það nær engir átt
ég man enn þinn síðast koss
Ég titra og tala svo fátt
og tárin hrynja sem foss

.

waterfall-23

.


Bíbí og Blaka

Einu sinni var hunangsfluga sem hét Bíbí. Systir hennar hét Blaka.

Bíbí og Blaka voru góðir vinir og byrjuðu hvern morgun á því að fljúga upp að gráa húsinu í skóginum. Þar voru stór blóm sem voru gul og hvít og dísæt. Flugunum fannst rosalega gott að stinga hausnum inn í útsprungin hunangsblómin. Þær suðuðu af ánægju meðan þær voru að næra sig á gómsætu hunanginu.

Þær áttu einn vin sem hét Jakob og var járnsmiður. Hann kom oft til þeirra þegar þær voru að sjúga gulu blómin og spjallaði við systurnar. Þær gáfu honum hunangspínu með sér því Jakob var brjálaður í hunang.

Þau þrjú voru miklir mátar.

Einn morguninn flaug hópur svana yfir húsið. Hunangsflugurnar hættu að borða morgunverðinn sinn og litu upp til himins.

Jakob járnsmiður benti með einum af mörgum fótum sínum upp í loftið ;

Nei, sjáið þið bara Bíbí og Blaka... álftirnar kvaka.

.

BEV_flying_swans

.


Pirraður

... jæja... þetta er nú smá skip... en kannski fyrirboði um það að menn ættu að sigla öllum hugmyndum í strand nú þegar varðandi olíuhreinsistöð á vestfjörðum... eða að henda þeim út í hafsauga...

... úff, ég verð svo pirraður þegar ég hugsa út í þessa vitleysis olíuhreinsistöðvarhugmynd... ég bara verð að rjúka út á pall og öskra... en það er orðið of seint í kvöld... nágrannarnir farnir að sofa...

... Ég hef þekkt fjölda fólks, sem hefur verið troðfullt af lærdómi, en þó aldrei hugsað neitt.
Wilson Mizner (1876-1933)

.

angry_boss

.

 


mbl.is Olíuskip strandaði á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsuátak

... ég er að fara í átak... venja mig á að heilsa fólki meira en ég geri... 

... það verður mitt heilsuátak í vetur...

 ... Já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt...

.

handshake%20clipart

,


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband